Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 42

Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 urinn, sem Björt framtíð er sprottin upp úr, 34,7% atkvæða og sex borg- arfulltrúa. Um verulegt fylgistap er því að ræða. Framsókn eflist Píratar hafa samkvæmt könn- uninni misst talsvert fylgi á síðustu dögum. Ætla 7,5% þeirra sem af- stöðu tóku að kjósa flokkinn, en fylgið var 9,4% í síðustu viku. Þetta nægir þó enn fyrir einum borgarfull- trúa. Píratar hafa ekki áður boðið fram til borgarstjórnar. Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð stendur nokkurn veginn í stað í fylgi á milli kannana. Nú mælist fylgi flokksins 6,1% sem tryggir einn mann í borgarstjórn. Í kosningunum fyrir fjórum árum fengu Vinstri græn 7,1% atkvæða og einn borg- arfulltrúa. Stóru tíðindin í könnuninni eru ár- angur Framsóknarflokksins. Fylgi við framboðslista flokksins og flug- vallarvina hefur aukist og er nú 5,5%. Það dugir fyrir einum manni. Er þetta í fyrsta sinn frá því kann- anir hófust í vetur að flokkurinn mælist með nægilegt fylgi til að fá mann kjörinn. Hann á ekki fulltrúa í borgarstjórn núna, fékk 2,7% at- kvæða í kosningunum 2010. Um 10% óákveðin Í könnuninni var spurt: Ef borg- arstjórnarkosningar væru haldnar núna, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Ef svarendur sögðust ekki vita það, voru þeir spurðir: En hvaða flokk eða lista telur þú líkleg- ast að þú myndir kjósa? Tvær leiðir voru notaðar til að ná til kjósenda. Annars vegar var hringt í 800 manna tilviljunarúrtak meðal fólks á aldrinum 18 ára og eldri. Hins vegar var send netkönnun til 800 manna úrtaks úr netpnel Félagsvís- indstofnunar. Alls fengust 1.022 svör frá svarendum á aldrinum 18 til 91 árs og var svarhlutfall 66%. Vigtaður svarendafjöldi var sömu- leiðis 1.022. Af heildinni höfðu 10,2% ekki gert upp hug sinn, 5,3% ætluðu að skila auðu eða ógildu atkvæði, 2,6% hugð- ust ekki kjósa og 2,2% vildu ekki svara. Karlar fleiri hjá Bjartri Sem fyrr eru konur mun hlynnt- ari Samfylkingunni en karlar. Ætla 44% kvenna að kjósa flokkinn en 31% karla. Viðsnúningur hefur orðið á stuðningi kvenna við Bjarta fram- tíð. Nú eru karlar orðnir mun fleiri meðal fylgismanna flokksins. Ætla 24% karla að kjósa flokkinn en 16% kvenna. Fylgi kynjanna við Sjálf- stæðisflokkinn er mjög jafnt, en sem fyrr eru karlar mun fleiri meðal fylgismanna Pírata en konur. Björt framtíð nýtur áfram meira fylgis meðal yngstu kjósendanna, fólks á aldrinum 18 til 29 ára, en nemur meðalfylgi flokksins. Ætla 26% kjósenda í þessum aldurshópi að kjósa flokkinn. Fylgi Sjálfstæð- isflokksins er áfram mest meðal elstu kjósendanna, 60 ára og eldri, en þar ætla 26% að kjósa flokkinn. Þá fá Píratar drýgsta hluta fylgis síns frá yngstu kjósendunum. Háskólamenntaðir með meirihlutanum Meðal fólks með háskólamenntun að baki nýtur Samfylkingin yfir- burðastuðnings, 40%. Björt framtíð hefur einnig sterkan stuðning þessa hóps, 26%. Fylgi háskólamenntaðra við Sjálfstæðisflokkinn er hins veg- ar mun minna en meðalfylgi flokks- ins, 15%. Þegar litið er á tekjuhæsta hóp- inn, fólk með 600 þúsund og meira í mánaðarlaun, kemur í ljós að hann styður einkum Samfylkinguna og Bjarta framtíð. Fylgi Sjálfstæðis- flokksins meðal hátekjufólks er álíka og meðalfylgi flokksins. Þegar athugað er hvaðan nýtt fylgi Samfylkingarinnar kemur reynast 32% þeirra sem kusu Besta flokkinn árið 2010 ætla að kjósa Samfylkinguna núna, 26% kjós- enda VG og 15% kjósenda Sjálf- stæðisflokksins. Framsókn fær mann kjörinn  Ný könnun á fylgi flokka í Reykjavík  Meirihlutinn heldur velli  Samfylkingin með sex borg- arfulltrúa  Björt framtíð dalar  Sjálfstæðisflokkurinn með þrjá  VG og Píratar með einn hvor Ann an flok k eð a lis ta ? Bjö rt f ram tíð *Fylgi Besta flokksins í kosningum 2010. Besti flokkurinn sameinaðist síðar Bjartri framtíð. Fra ms ókn arfl . Vin stri -græ n Píra tar Sam fylk ing Sjá lfst æð isfl. Fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 21.-27. maí 2014 vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 Dög un Alþ ýðu fylk ing in Svör alls: 1.022 Svarhlutfall: 66% Nefndu einhvern flokk: 593 Veit ekki: 106 Skila auðu/ógildu: 27 Ætla ekki að kjósa: 22 Vilja ekki svara: 14 Fjöldi borgarfulltrúa: Væri gengið til kosninga nú Eftir síðustu kosningar Fylgi skv. könnun 18.-23. feb. Niðurstöður kosninga 2010 Fylgi skv. könnun 15.-23. jan. Fylgi skv. könnun 17.-23.mars Fylgi skv. könnun 29. apr.-6. maí Fylgi skv. könnun 12.-15. maí Fylgi skv. könnun 21.-25.maí 37,3% 20,9% 19,9% 7,5% 6,1% 5,5% 1,6% 0,3% 0,8% 19 ,1 % 21 ,8 % 23 ,5 % 28 ,0 % 30 ,3 % 34 ,1 % 33 ,6 % 25 ,0 % 28 ,4 % 24 ,4 % 27 ,2 % 21 ,5 % 34 ,7 % * 29 ,3 % 21 ,0 % 24 ,8 % 19 ,7 % 22 ,2 % 10 ,5 % 11 ,7 % 9, 1% 9, 8% 21 ,8 9, 4 7, 1% 8, 2% 9, 1% 8, 6% 5, 9% 6, 3% 2, 7% 2, 8% 2, 9% 2, 0% 4 ,5 % 3, 1% 0, 6% 2, 8% 2, 1% 2, 1% 0, 1% 0, 6% 2, 7% 1, 1% 3 ,4 % 0, 3% 0, 4% 0, 8%6 3 3 1 1 13 5 6 1 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjavík Spennandi kosningar eru framundan í höfuðborginni á laugardaginn. Miklar breytingar verða á skipan borgarstjórnar. BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Framsóknarflokkurinn og flugvall- arvinir fá mann kjörinn í borgar- stjórn samkvæmt nýrri könnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka í Reykjavík. Fylgi Samfylk- ingarinnar eykst frá síðustu könn- un, en fylgi Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins, Pírata og VG dalar. Samfylkingin fengi sex borg- arfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá, Björt framtíð þrjá og Píratar, Vinstri græn og Framsókn einn hver. Samkvæmt því heldur núver- andi meirihluti í borgarstjórn með níu borgarfulltrúa. Samfylkingin langstærst Könnunin var gerð dagana 21. til 26. maí og var úrtakið mun stærra en í fyrri könnunum í Reykjavík, 1.600 manns. Samkvæmt könnuninni er Sam- fylkingin langstærsti flokkurinn í Reykjavík. Af þeim sem afstöðu tóku ætluðu 37,3% að kjósa flokkinn. Þetta er aukning frá síðustu könnun sem birt var 20. maí en þá mældist fylgið 34,1%. Í kosningunum árið 2010 fékk Samfylkingin 19,1% at- kvæða og þrjá borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkur með 21% Sjálfstæðisflokkurinn er næst- stærsti flokkurinn, en fylgi hans hef- ur minnkað lítillega frá síðustu könnun. Það er nú 20,9% sem gefur þrjá borgarfulltrúa. Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk flokkurinn 33,6% atkvæða og fimm borgarfull- trúa. Verði þetta úrslit kosninganna er um að ræða verstu niðurstöðu í sögu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem á blómatíma sínum á öldinni sem leið var gjarnan með 50-60% at- kvæða í höfuðborginni og hafði hreinan meirihluta í borgarstjórn áratugum saman. Björt framtíð dalar frá síðustu könnun. Af þeim sem afstöðu tóku ætla 19,9% að kjósa flokkinn. Það tryggir honum þrjá borgarfulltrúa. Í kosningunum 2010 fékk Besti flokk- KOSNINGABARÁTTAN REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.