Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 urinn, sem Björt framtíð er sprottin upp úr, 34,7% atkvæða og sex borg- arfulltrúa. Um verulegt fylgistap er því að ræða. Framsókn eflist Píratar hafa samkvæmt könn- uninni misst talsvert fylgi á síðustu dögum. Ætla 7,5% þeirra sem af- stöðu tóku að kjósa flokkinn, en fylgið var 9,4% í síðustu viku. Þetta nægir þó enn fyrir einum borgarfull- trúa. Píratar hafa ekki áður boðið fram til borgarstjórnar. Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð stendur nokkurn veginn í stað í fylgi á milli kannana. Nú mælist fylgi flokksins 6,1% sem tryggir einn mann í borgarstjórn. Í kosningunum fyrir fjórum árum fengu Vinstri græn 7,1% atkvæða og einn borg- arfulltrúa. Stóru tíðindin í könnuninni eru ár- angur Framsóknarflokksins. Fylgi við framboðslista flokksins og flug- vallarvina hefur aukist og er nú 5,5%. Það dugir fyrir einum manni. Er þetta í fyrsta sinn frá því kann- anir hófust í vetur að flokkurinn mælist með nægilegt fylgi til að fá mann kjörinn. Hann á ekki fulltrúa í borgarstjórn núna, fékk 2,7% at- kvæða í kosningunum 2010. Um 10% óákveðin Í könnuninni var spurt: Ef borg- arstjórnarkosningar væru haldnar núna, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Ef svarendur sögðust ekki vita það, voru þeir spurðir: En hvaða flokk eða lista telur þú líkleg- ast að þú myndir kjósa? Tvær leiðir voru notaðar til að ná til kjósenda. Annars vegar var hringt í 800 manna tilviljunarúrtak meðal fólks á aldrinum 18 ára og eldri. Hins vegar var send netkönnun til 800 manna úrtaks úr netpnel Félagsvís- indstofnunar. Alls fengust 1.022 svör frá svarendum á aldrinum 18 til 91 árs og var svarhlutfall 66%. Vigtaður svarendafjöldi var sömu- leiðis 1.022. Af heildinni höfðu 10,2% ekki gert upp hug sinn, 5,3% ætluðu að skila auðu eða ógildu atkvæði, 2,6% hugð- ust ekki kjósa og 2,2% vildu ekki svara. Karlar fleiri hjá Bjartri Sem fyrr eru konur mun hlynnt- ari Samfylkingunni en karlar. Ætla 44% kvenna að kjósa flokkinn en 31% karla. Viðsnúningur hefur orðið á stuðningi kvenna við Bjarta fram- tíð. Nú eru karlar orðnir mun fleiri meðal fylgismanna flokksins. Ætla 24% karla að kjósa flokkinn en 16% kvenna. Fylgi kynjanna við Sjálf- stæðisflokkinn er mjög jafnt, en sem fyrr eru karlar mun fleiri meðal fylgismanna Pírata en konur. Björt framtíð nýtur áfram meira fylgis meðal yngstu kjósendanna, fólks á aldrinum 18 til 29 ára, en nemur meðalfylgi flokksins. Ætla 26% kjósenda í þessum aldurshópi að kjósa flokkinn. Fylgi Sjálfstæð- isflokksins er áfram mest meðal elstu kjósendanna, 60 ára og eldri, en þar ætla 26% að kjósa flokkinn. Þá fá Píratar drýgsta hluta fylgis síns frá yngstu kjósendunum. Háskólamenntaðir með meirihlutanum Meðal fólks með háskólamenntun að baki nýtur Samfylkingin yfir- burðastuðnings, 40%. Björt framtíð hefur einnig sterkan stuðning þessa hóps, 26%. Fylgi háskólamenntaðra við Sjálfstæðisflokkinn er hins veg- ar mun minna en meðalfylgi flokks- ins, 15%. Þegar litið er á tekjuhæsta hóp- inn, fólk með 600 þúsund og meira í mánaðarlaun, kemur í ljós að hann styður einkum Samfylkinguna og Bjarta framtíð. Fylgi Sjálfstæðis- flokksins meðal hátekjufólks er álíka og meðalfylgi flokksins. Þegar athugað er hvaðan nýtt fylgi Samfylkingarinnar kemur reynast 32% þeirra sem kusu Besta flokkinn árið 2010 ætla að kjósa Samfylkinguna núna, 26% kjós- enda VG og 15% kjósenda Sjálf- stæðisflokksins. Framsókn fær mann kjörinn  Ný könnun á fylgi flokka í Reykjavík  Meirihlutinn heldur velli  Samfylkingin með sex borg- arfulltrúa  Björt framtíð dalar  Sjálfstæðisflokkurinn með þrjá  VG og Píratar með einn hvor Ann an flok k eð a lis ta ? Bjö rt f ram tíð *Fylgi Besta flokksins í kosningum 2010. Besti flokkurinn sameinaðist síðar Bjartri framtíð. Fra ms ókn arfl . Vin stri -græ n Píra tar Sam fylk ing Sjá lfst æð isfl. Fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 21.-27. maí 2014 vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 Dög un Alþ ýðu fylk ing in Svör alls: 1.022 Svarhlutfall: 66% Nefndu einhvern flokk: 593 Veit ekki: 106 Skila auðu/ógildu: 27 Ætla ekki að kjósa: 22 Vilja ekki svara: 14 Fjöldi borgarfulltrúa: Væri gengið til kosninga nú Eftir síðustu kosningar Fylgi skv. könnun 18.-23. feb. Niðurstöður kosninga 2010 Fylgi skv. könnun 15.-23. jan. Fylgi skv. könnun 17.-23.mars Fylgi skv. könnun 29. apr.-6. maí Fylgi skv. könnun 12.-15. maí Fylgi skv. könnun 21.-25.maí 37,3% 20,9% 19,9% 7,5% 6,1% 5,5% 1,6% 0,3% 0,8% 19 ,1 % 21 ,8 % 23 ,5 % 28 ,0 % 30 ,3 % 34 ,1 % 33 ,6 % 25 ,0 % 28 ,4 % 24 ,4 % 27 ,2 % 21 ,5 % 34 ,7 % * 29 ,3 % 21 ,0 % 24 ,8 % 19 ,7 % 22 ,2 % 10 ,5 % 11 ,7 % 9, 1% 9, 8% 21 ,8 9, 4 7, 1% 8, 2% 9, 1% 8, 6% 5, 9% 6, 3% 2, 7% 2, 8% 2, 9% 2, 0% 4 ,5 % 3, 1% 0, 6% 2, 8% 2, 1% 2, 1% 0, 1% 0, 6% 2, 7% 1, 1% 3 ,4 % 0, 3% 0, 4% 0, 8%6 3 3 1 1 13 5 6 1 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjavík Spennandi kosningar eru framundan í höfuðborginni á laugardaginn. Miklar breytingar verða á skipan borgarstjórnar. BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Framsóknarflokkurinn og flugvall- arvinir fá mann kjörinn í borgar- stjórn samkvæmt nýrri könnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka í Reykjavík. Fylgi Samfylk- ingarinnar eykst frá síðustu könn- un, en fylgi Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins, Pírata og VG dalar. Samfylkingin fengi sex borg- arfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá, Björt framtíð þrjá og Píratar, Vinstri græn og Framsókn einn hver. Samkvæmt því heldur núver- andi meirihluti í borgarstjórn með níu borgarfulltrúa. Samfylkingin langstærst Könnunin var gerð dagana 21. til 26. maí og var úrtakið mun stærra en í fyrri könnunum í Reykjavík, 1.600 manns. Samkvæmt könnuninni er Sam- fylkingin langstærsti flokkurinn í Reykjavík. Af þeim sem afstöðu tóku ætluðu 37,3% að kjósa flokkinn. Þetta er aukning frá síðustu könnun sem birt var 20. maí en þá mældist fylgið 34,1%. Í kosningunum árið 2010 fékk Samfylkingin 19,1% at- kvæða og þrjá borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkur með 21% Sjálfstæðisflokkurinn er næst- stærsti flokkurinn, en fylgi hans hef- ur minnkað lítillega frá síðustu könnun. Það er nú 20,9% sem gefur þrjá borgarfulltrúa. Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk flokkurinn 33,6% atkvæða og fimm borgarfull- trúa. Verði þetta úrslit kosninganna er um að ræða verstu niðurstöðu í sögu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem á blómatíma sínum á öldinni sem leið var gjarnan með 50-60% at- kvæða í höfuðborginni og hafði hreinan meirihluta í borgarstjórn áratugum saman. Björt framtíð dalar frá síðustu könnun. Af þeim sem afstöðu tóku ætla 19,9% að kjósa flokkinn. Það tryggir honum þrjá borgarfulltrúa. Í kosningunum 2010 fékk Besti flokk- KOSNINGABARÁTTAN REYKJAVÍK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.