Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 49
UMRÆÐAN 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Kynntu þér öll stefnumálin okkar á xdreykjavik.is og kjóstu dásamlega Reykjavík Dásamlega Reykjavík ● Við ætlum að efla heimaþjónustu eldri borgara og bjóða upp á aukið val um þjónustu. ● Við ætlum að lækka leigu og húsnæðisverð með auknu lóðaframboði – en ekki á kostnað borgarbúa. Reykvíkingar eiga að hafa val um búsetukosti. ● Foreldrar eiga ekki að sitja uppi með kostnað vegna biðlista á leikskóla. Borgin á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla – og foreldrar eiga að hafa val um hvernig þeim fjármunum er ráðstafað. ● Skattar og gjöld á meðalfjölskyldu í Reykjavík hafa hækkað um 400.000 kr. á fjórum árum. Við ætlum að létta byrðar borgarbúa. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík Á laugardag verður kosið um valfrelsi borgarbúa Við skipum 10 efstu sætin á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Nýsamþykkt Að- alskipulag Reykjavík- ur 2010-2030 er hin raunverulega stefnu- skrá núverandi borg- arstjórnar. Viðamikl- um framkvæmdum þeirrar áætlunar hefur nú þegar verið hleypt af stokkunum og unnið verður kappsamlega að þeim áformum fái núverandi borgaryfirvöld til þess brautargengi í komandi kosningum. Með góðu eða illu? Borgarskipulag hefur alltaf áhrif á mannlífið með beinum og óbeinum hætti. En með þessu Aðalskipulagi er brotið blað í sögu Reykjavíkur. Nýju Aðalskipulagi er fyrst og síðast ætlað að umbreyta ferðavenjum borgarbúa á mjög róttækan hátt. Skipulaginu er ætlað að tryggja að stór hluti borgarbúa hætti að aka á bílum sínum til og frá vinnu en fari þess í stað gangandi, hjólandi eða með almenningsvögnum. Svona breytingum á ferðavenjum fólks er hægt að ná fram með góðu eða illu. Líklega myndu mun fleiri ganga, hjóla eða taka almennings- vagna til vinnu sinnar ef þeir kostir yrðu álitlegri en þeir eru í dag. Í þeim efnum má margt betrumbæta. En það fer lítið fyrir slíkum áþreif- anlegum áformum í nýju Að- alskipulagi. Ferðavenjum okkar á því ekki að breyta með góðu heldur með illu: Með því að leggja stein í götu okkar. Gullinbrú verður þrengd úr fjórum í tvær akreinar Meginhugmynd borgaryfirvalda og Aðalskipulags felst í þeim áform- um að hægja svo á allri umferð vélknúinna ökutækja að fólk gefist upp á því að aka á bílum sínum til og frá vinnu. Í Aðalskipulaginu er þetta orðað svo, sem eitt helsta markmiðið í samgöngumálum: „Götur verði endurhannaðar sem borgarrými með fjölþætt hlutverk.“ Breytingar á Hofsvallagötu, Snorrabraut og Borgartúni eru því einungis for- smekkur að því sem koma skal. Hringbrautinni á að gera sömu skil innan skamms, sem og Miklubraut, frá Lönguhlíð að Kringlumýr- arbraut. Suðurlandsbrautin verður þrengd, fjórum mikilvægum sam- gönguæðum borgarinnar verður breytt úr stofnbrautum í tengibraut- ir, tuttugu tengibrautir missa það hlutverk sitt og akreinum Gull- inbrúar verður fækkað úr fjórum í tvær, en sú brú er lífæð borgarinnar við tæplega tuttugu þúsund manna íbúðarhverfi. Hér er langt í frá allt upp talið, en skemmdarstarfsemi af þessu tagi á gatnakerfi borgarinnar á að halda áfram þar til vélknúin ökutæki í einkaeign verða nánast ónothæf í borginni. Á sama tíma verður bíla- stæðum alls staðar fækkað, hlutfall gjaldskyldra stæða stöðugt aukið og reynt að fá stórfyrirtæki til að rukka starfsmenn sína fyrir að nota stæði í eigu fyrirtækjanna. Þetta kann að hljóma lygilega en er engu að síður skýlaus stefna núverandi borgaryf- irvalda eins og hún er sett fram í Að- alskipulaginu. Tímaskattur á einkalíf og atvinnulíf Þessi samgöngustefna er glóru- laus. Hún mun innan tíðar leggja óheyrilegan tímaskatt á einstaklinga og fyrirtæki. Búast má við að ferða- tími fólks til og frá vinnustað muni tvöfaldast á næsta kjörtímabili. Í mörgum tilfellum mun ferðatími vinnandi fólks til og frá vinnustað lengjast sem nemur öllu sumarfríi þess á ársgrundvelli. Sami tíma- skattur verður lagður á gjörvallt at- vinnulífið. Samgönguhættir í borg- inni verða færðir áratugi aftur í tímann með tilheyrandi dreifing- arkostnaði á alla vöru og þjónustu sem á endanum lendir á almenningi. Auk þess mun umferðarmengun aukast meira en í réttu hlutfalli við lengingu ferðatímans, umferð- arþunginn mun í sí- auknum mæli færast inn í íbúðarhverfi þar sem börn eru að leik og á leið til og frá skólum, og öryggi borgaranna verður stórlega skert með mun lengri við- bragðstíma slökkviliðs, sjúkrabíla og lögreglu, og með því að setja al- mannavarnaráætlanir um fjöldaflutninga og rýmingu íbúð- arhverfa í fullkomið uppnám. Vegið að almennings- samgöngum í flugi Núverandi borgaryfirvöld virðast algjörlega ónæm fyrir öllum rökum er hníga að öryggisþáttum borg- arbúa og landsmanna. Þann 1. apríl sl. samþykkti borgarstjórn að leggja niður neyðarflugbraut Reykjavík- urflugvallar í ársbyrjun 2015, með tilheyrandi uppnámi fyrir allt sjúkraflug. Þetta er liður í þeim ein- dregna ásetningi borgaryfirvalda að leggja Reykjavíkurflugvöll niður, þrátt fyrir rúmlega 70 þúsund undir- skriftir borgarbúa og landsmanna um hið gagnstæða. Íslendingar eru flugþjóð og Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri er þeirra aðal „lestarstöð“. Flug- félag Íslands er að sama skapi eitt mikilvægasta fyrirtæki um almenn- ingssamgöngur hér á landi, en um flugvöllinn fara nú um 450 þúsund farþegar árlega. Það er deginum ljósara að hverfi flugvöllurinn úr Vatnsmýrinni verður stoðunum kippt undan rekstrargrundvelli þessa mikilvæga fyrirtækis í al- menningssamgöngum. Mikill meiri- hluti þessara 450 þúsund flug- farþega mun þá stíga upp í einkabíla og aka mörg hundruð kílómetra milli Reykjavíkur og fjarlægra landhluta á óburðugum þjóðvegum landsins með tilheyrandi slysatíðni og um- ferðarmengun. Á sama tíma og borgaryfirvöld telja það hlutverk sitt að útrýma einkabílum í Reykja- vík, vinna þau því markvisst að því að stórauka umferð einkabíla á þjóð- vegum landsins. Svona er nú sam- ræmið í samgöngustefnu borgaryf- irvalda. Götuvígi um alla borg Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Samgönguhættir í borginni verða færð- ir áratugi aftur í tímann með tilheyrandi dreif- ingarkostnaði á vöru og þjónustu sem á end- anum lendir á almenn- ingi. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.