Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 79

Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 79
MENNING 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Japanska stórskrímslið God-zilla hefur ratað nokkrumsinnum á hvíta tjaldið fráþví að fyrsta myndin um það var gerð árið 1954, og er grunn- þemað í þeim alltaf hið sama: Skrímsli vaknar úr dvala eða verður til vegna afskipta mannsins af nátt- úru og/eða kjarnorku, og heldur rakleitt að næstu stórborg og leggur hana í rúst. Þetta er einungis í ann- að sinn sem mynd um skrímslið er gerð alfarið í Bandaríkjunum, en fyrri myndin, sem gerð var árið 1998, var vægast sagt skelfileg í flestalla staði. Það er því mikill léttir að geta greint frá því að myndin sem nú hefur verið tekin til sýninga er miklu betri. Árið er 1999 og Joe Brody (Bryan Cranston) og kona hans, Sandra (Juliette Binoche) eru verkfræð- ingar sem vinna við Janjira- kjarnorkuverið í Japan. Allt í einu verður uppi fótur og fit þegar óþekkt bilun verður í kjarn- orkuverinu sem leggur það í rúst. Fimmtán árum síðar er Joe bug- aður maður, og sannfærður um að ófarirnar 1999 hafi ekki verið slys eins og opinbera útgáfa sögunnar segir, heldur hafi eitthvað áður óþekkt ráðist á kjarnorkuverið. Ford, sonur hans, (Aaron Taylor- Johnson, Kick-Ass) er lautinant í bandaríska sjóhernum, og trúir því að pabbi sinn sé einfaldlega búinn að missa vitið en fellst á að hjálpa hon- um að rannsaka málið nánar. En sjón er sögu ríkari, og fyrr en varir eru þrjú risaskrímsli komin á kreik og allt útlit fyrir að heimaborg Fords, San Francisco, verði ekkert nema rústir einar, en þar bíða kona hans og barn eftir honum. Godzilla er hin prýðilegasta stór- skrímslamynd og fylgir eftir formúl- unni samviskusamlega. Að þessu sinni er farin sú leið að láta Godzilla berjast við tvö önnur risaskrímsli, sem minna mest á stökkbreytt skor- dýr. Þannig tekst að gera hann að nokkurs konar hetju myndarinnar. Nokkuð er liðið á myndina áður en Godzilla sjálfur birtist, og tekst þannig að byggja upp ákveðna stemningu fyrir því þegar hann birt- ist fyrst á skjánum. Leikaravalið er að mestu mjög gott, en óneitanlega hefðu þau Juli- ette Binoche og Bryan Cranston mátt fá meiri tíma á skjánum. Cran- ston er einfaldlega frábær í hlut- verki Joe Brody, vísindamannsins sem allir halda að sé klikkaður en sem hefur í raun rétt fyrir sér. Meiri vonbrigðum veldur Ken Watanabe, sem er illa vannýttur í hlutverki vísindamanns sem talar einkum í gátum um mikilvægi nátt- úrunnar, en hann leggur fátt annað af mörkum til söguþráðarins. Þá er David Strathairn í hlutverki aðmír- álsins sem velur hernaðarlausnina fram yfir ráð vísindamannanna, en gróft áætlað má segja að um helm- ingur þeirra dauðsfalla sem sjást í myndinni séu af völdum hersins. Godzilla er því hin fínasta popp- kornsmynd, sem skilur kannski ekki mikið eftir sig, en hjálpar mönnum að minnsta kosti að gleyma hörm- unginni frá 1998. Af skrímslum og skrímslum Hetjan Godzilla er hin raunverulega hetja 28. kvikmyndarinnar um japanska skrímslið. Sambíóin Godzilla bbbmn Leikstjóri: Gareth Edwards. Handrit: Max Borenstein. Aðalhlutverk: Aaron Taylor-Johnson, Ken Watanabe, Eliza- beth Olsen, Juliette Binoche, Sally Hawkins, David Strathairn og Bryan Cranston. Bandaríkin 2014. 123 mín- útur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.