Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 84
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 149. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Enginn hefur komið í búðina í sjö ár 2. Birtu mynd af berum botni… 3. Andlát: Inga Huld Hákonardóttir 4. Ekkert var uppfyllt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Dæmisögur úr sumarlandinu nefn- ist sumarsýning Listasafns Reykja- nesbæjar sem opnuð verður í Duus- húsum í dag kl. 14. Á henni er að finna úrval nýlegra olíumálverka eftir Karólínu Lárusdóttur sem fengin hafa verið að láni frá einkaaðilum. Sérstök áhersla er lögð á stærri verk listakonunnar, sem að jafnaði eru ekki eins aðgengileg og minni mál- verk hennar, grafíkmyndir og vatns- litamyndir, segir í tilkynningu. Það „sumarland“ sem vísað sé til í sýn- ingartitli sé forðabúr minninga sem listakonan hafi unnið upp úr „dæmi- sögur“ sínar, sem fjalli framar öðru um mannlífið í Reykjavík á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. „Þótt margar þessara mynda einkennist af alvöruþunga, er einnig að finna í þeim græskulausa fyndni og djúpan mannskilning,“ segir í tilkynningu. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ing- ólfsson en hann er jafnframt höf- undur bókar um Karólínu sem kom út í fyrra. Sýningin stendur til 17. ágúst. Meðfylgjandi mynd er af einu verka Karólínu, Guðmundur kemur með matinn heim. Nýleg verk eftir Kar- ólínu á sumarsýningu  Hljóm- sveitin Dyn- fari heldur í tónleika- ferðalag um Evrópu í júlí og heldur 12 tónleika á jafnmörgum dögum í sex löndum. Seinustu tónleikar Dynfara hér á landi fyrir ferðina verða haldnir á Gamla Gauknum 8. júní kl. 21 og mun hljómsveitin We Made God einn- ig troða upp. 12 tónleikar á 12 dögum í sex löndum Á föstudag Hæg breytileg átt og bjartviðri nyrðra og eystra, annars skýjað. Hvessir sunnan- og vestanlands síð- degis, SA 8-13 m/s þar undir kvöld og rigning. Hiti 8 til 16 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Dálítil rigning eða súld með köflum um vestanvert landið. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi. VEÐUR Úrvalsdeildarlið Stjörn- unnar og Fjölnis og 1. deild- arlið BÍ/Bolungarvíkur voru meðal þeirra liða sem tryggðu sér í gærkvöld sæti í sextán liða úrslitum Borg- unarbikars karla í knatt- spyrnu. Stjarnan vann stór- sigur á Selfyssingum, 6:0, í Garðabæ, Fjölnir lenti í miklu basli með 2. deildarlið Dalvíkur/Reynis og BÍ/ Bolungarvík vann Fjarða- byggð. »1 Sex Stjörnumörk í bikarkeppninni „Það er hrikalega leiðinlegt að missa af þessum leikjum við Bosníu en ég veit að strákarnir eiga eftir að klára það verkefni með sóma þótt Bosníu- menn séu svo sannarlega sýnd veiði en ekki gefin,“ sagði Aron Rafn Eð- varðsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik karla, sem varð að draga sig út úr ís- lenska landsliðinu í gær. Hann tekur þar af leiðandi ekki þátt í umspilsleikj- unum við Bosníu í næsta mánuði en úrslit þeirra leikja ráða því hvort ís- lenska lands- liðið tekur þátt í HM í Katar á næsta ári eða ekki. »4 Aron Rafn verður ekki með í Bosníuleikjunum Ramune Pekarskyte, landsliðskona í handknattleik, er gengin til liðs við eitt sterkasta lið Frakklands, Le Havre, og samdi við það til tveggja ára, þó með uppsagnarákvæði eftir ár. „Mér líst mjög vel á að prófa eitt- hvað nýtt og geta einbeitt mér alveg að handboltanum,“ sagði Ramune í gær þegar hún var að pakka niður föggum sínum í Danmörku. »4 Ramune er á leið til Le Havre í Frakklandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðni Einarsson gudni@mbl.is Björg Hulda Sölvadóttir var heiðruð í gær á starfsmannafundi Trygg- ingastofnunar ríkisins (TR). Tilefnið var að hún hafði náð 50 ára starfs- aldri hjá stofnuninni. „Ég var 16 ára þegar ég byrjaði að vinna hjá Tryggingastofnun ríkisins árið 1962,“ sagði Björg. „Það eru því í raun 52 ár síðan ég byrjaði en ég hætti tvisvar, eitt ár í senn, þegar ég átti börnin mín.“ Eldri systir Bjarg- ar, Edda Kristín, vann hjá TR og út- vegaði Björgu vinnu þar eftir að hún lauk gagnfræðaprófi. „Ég byrjaði fyrst að vinna á skrif- stofu forstjóra sem þá var Sverrir Þorbjörnsson. Forstjórarnir eru búnir að vera fjórir síðan ég byrj- aði,“ sagði Björg. Síðan fór hún í vél- ritunardeild og varð svo gjaldkeri og vann við það í nokkur ár. Einnig vann hún í sjúkratryggingadeild. Árið 2009 var sú deild flutt til Sjúkratrygginga Íslands. Þann 1. janúar 1990 var Björg skipuð yf- irgjaldkeri TR. Hún gegndi því starfi í rúmlega 16 ár. Á þeim árum runnu mjög margir milljarðar í gegnum hennar hendur. „Ég hef verið í hálfu starfi í fjár- reiðudeild frá því ég hætti sem yf- irgjaldkeri 1. maí 2006,“ sagði Björg. Maðurinn hennar, Sævar Vilhelm Bullock, hefur unnið hjá TR frá 1995 og er þar í fullu starfi. Björg sagði ekki hægt að bera saman Tryggingastofnun í dag og þegar hún byrjaði þar fyrir 52 árum. „Mesta breytingin var í kringum 1983 þegar byrjað var að tölvuvæða alla hluti,“ sagði Björg. Hún hefur unnið öll árin í húsi TR við Laugaveg fyrir utan árið 1998 sem hún var „í útlegð“, eins og hún orðar það, í Tryggvagötu 28 þar sem Sjúkrasamlag Reykjavíkur var til húsa. Þá var verið að breyta húsi TR og voru gjaldkerar stofnunarinnar í Tryggvagötunni meðan á breyting- unum stóð. „Ástæðan fyrir því hvað ég hef verið hér lengi er að mér hefur líkað vel. Þótt ég hafi unnið hjá sömu stofnun hef ég gegnt mörgum störf- um,“ sagði Björg. Hún sagði það hafa komið fram í máli Sigríðar Lill- ýjar Baldursdóttur, forstjóra TR, á starfsmannafundinum í gær að fólk hrósaði stofnuninni heilmikið í tölvu- póstum og á annan hátt. „Almennt virðist fólk vera ánægt með stofn- unina í dag. Ef ég var spurð fyrir 20 árum hvar ég ynni sagði fólk: „Oj bara, vinnur þú hjá Trygginga- stofnun?“ Ímynd stofnunarinnar hefur breyst mikið síðan þá. Sér- staklega síðustu tíu árin, vil ég meina. Hún varð svo miklu betri.“ Hálfa öld í Tryggingastofnun  Björg Hulda Sölvadóttir var heiðruð í gær Morgunblaðið/Þórður 50 ára starfsaldur Björg Hulda Sölvadóttir byrjaði að vinna hjá Tryggingastofnun ríkisins 1962 en hætti í tvö ár vegna barneigna. Hún var heiðruð fyrir langan starfsaldur á starfsmannafundi TR sem haldinn var í gær. „Ég byrjaði fljótlega að vinna sem gjaldkeri á útborgunardögum. Þá var ellilífeyrir borgaður út 10. hvers mánaðar. Þann 12. var ör- orkulífeyrir borgaður út og fjöl- skyldubætur þann 15. Þetta var bara talið og borgað yfir borðið. Það var alltaf fullur salur, alveg út úr dyrum. Þetta voru miklir álags- tímar,“ sagði Björg. Í kringum 1980 var farið að hvetja fólk til að fá greiðslurnar beint inn á banka. „Gamla fólkið var sérstaklega tregt til þess. Því fannst gaman að koma hingað og hitta gamla félaga og vini. Það var mikið líf og fjör á útborgunardögunum í gamla daga,“ sagði Björg. Starfsmenn Búnaðarbankans komu með pen- ingana fyrir útborgunardagana. Peningarnir voru geymdir í traustri öryggishvelfingu sem er í húsi TR og geymdi einnig skuldabréf Líf- eyrissjóðs ríkisstarfsmanna. Fullt var út úr dyrum LÍFEYRIR OG BÆTUR VORU BORGAÐAR YFIR BORÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.