Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Page 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Page 33
RIFIÐ SVÍNAKJÖT Handa 8 200 g púðursykur 1 msk. reykt paprika 2 msk. paprika 2 msk. laukduft 1 msk. hvítlauksduft 1 msk. borðsalt 2 tsk. nýmulinn svartur pipar 2,5 kg svínahnakki í 1-2 heilum stykkjum. Setjið púðursykur, papriku og krydd í miðlungsstóra skál og blandið vel saman. Takið til ofnpott með loki. Setjið svínahnakkann í pottinn ásamt helmingnum af kryddblöndunni. Nuddið blöndunni vel inn í aðra hlið kjötsins, snúið svo kjötinu við og gerið það sama við hinn helm- inginn af kryddblöndunni. Þetta lít- ur út fyrir að vera rosalega mikið krydd en það er þörf á því öllu! Setjið lokið á pottinn og látið mar- inerast inni í ísskáp í 12-16 klukku- stundir. Takið kjötið út klukkutíma áður en það á að fara í ofninn til að það nái stofuhita. Hitið ofninn í 120°C. Setjið pottinn með lokinu á inn í ofn og eldið kjötið í 5 klst. Takið það svo úr ofninum og rífið það í sundur ofan í pottinum með tveim- ur göfflum. Blandið öllum kjötsaf- anum og kryddinu vel saman við kjötið. Berið kjötið fram með tor- tillakökum og alls kyns meðlæti. Það er mjög gaman að hafa eins konar „tacobar“ og leyfa gestum að setja saman sín eigin taco með því sem þeim finnst gott. Þá er gott að hafa t.d. súrsaðan rauðlauk, sýrðan rjóma, chipotle-sósu, guacamole, salsa, grillaðan maís, ferskan kóreander, nachos, rifinn ost o.s.frv. SÚRSAÐUR RAUÐLAUKUR 1 stór rauðlaukur ½ tsk. sykur ½ tsk. salt 3⁄4 bollar eplaedik Sjóðið lítra af vatni. Sker- ið laukinn á meðan í sneið- ar; hálfhringi. Setjið laukinn í sigti og hellið sjóðandi vatninu hægt og rólega yfir hann. Setjið sykur, salt og edik í miðlungsstóra skál og hrær- ið vel saman. Setjið laukinn saman við og veltið upp úr edikblöndunni. Setjið plast- filmu yfir skálina og látið inn í ísskáp. Laukurinn þarf að bíða í a.m.k. 30 mínútur áð- ur en hann er borinn fram en er alls ekki síðri eftir nokkra klukkutíma í ísskáp. Tortillur með hægelduðu rifnu svínakjöti og súrsuðum rauðlauk 11.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extraminnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.