Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Síða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014 Viðtal C handrika Gunnarsson stendur fyrir utan Austur-Indíafjelagið þegar mig ber að garði. Lykla- laus og kemst ekki inn. „Ég botna ekkert í þessu. Það voru iðnaðarmenn hérna fyrir fáeinum mínútum. Ætli þeir hafi ekki skroppið í kaffi?“ segir hún. Chandrika tekur upp símann og fyrr en varir kemur starfsmaður veitingahússins á harða kani niður Hverfisgötuna og hleypir okkur inn. Fyrir innan göngum við í fangið á iðnaðarmanni og Chandrika lætur hann í léttum tón vita að hún hafi lamið allt að ut- an. „Einmitt. Þess vegna er ég með þetta,“ segir hann sposkur og bendir á höfuðtólin. Þau hlæja. Við blasir glænýr staður. Allt hefur verið tekið í gegn. Fyrir það fyrsta hefur rýmið stækkað til vesturs en Austur-Indíafjelagið festi kaup á litlum sal sem áður heyrði til Bíó Paradís og Regnboganum sáluga þar á undan. Eigi að síður hefur sætum fyrir gesti ekki fjölgað nema um sex. Markmiðið var miklu frekar að létta á rýminu til að freista þess að láta gestum líða sem allra best. „Austur-Indíafjelagið er og verður persónu- legur veitingastaður og þess vegna sáum við ekki ástæðu til að fjölga borðum,“ segir Chandrika. Hún kveðst gríðarlega ánægð með breyt- ingarnar. Þær gætu ekki hafa lukkast betur. „Okkur þótti mikilvægt að koma með yfirlýs- ingu á tvítugsafmæli staðarins og hér er hún. Gjöriði svo vel!“ Allt frá Indlandi Undirbúningur að breytingunum hófst í mars á síðasta ári þegar Chandrika og Gunnar Gunnarsson bóndi hennar fóru til Indlands til að leita fanga. Uppleggið var að hafa alla innviði þaðan og það tókst. Smekk- fullur gámur lagði í haf með vorinu. „Þegar fólk sækir okkur heim á því að líða eins og það sé statt á Indlandi og þess vegna var mikilvægt að allt kæmi þaðan, viðurinn, stól- ar og borð, ljós og listaverk, diskar og hnífa- pör. Þá er áferð á gólfi og veggjum sú sama og á dæmigerðu indversku heimili. Nostrað hefur verið við hvert smáatriði,“ segir Chandrika. Þess má geta að viðurinn í innrétting- unum er úr 150 ára gömlu húsi í útjaðri Mumbai. Ekkert hefur verið átt við hann. Staðurinn er óður til sögu Indlands. „Ind- land er stórt og mikið land með litríka sögu og þá sögu viljum við að staðurinn end- urspegli. Ekki bara gegnum matseðillinn, heldur heildarupplifunina. Þetta á að vera ferð gegnum sögu Indlands allt aftur til tíma Mógúlveldisins. Þaðan gegnum nýlendu- tímabilið og fram á okkar dag,“ segir Chandrika. Athygli vekur að klósettin eru með bresku ívafi, Burlington-klósettskálar og öllu til- heyrandi. Stólarnir eru dönsk hönnun en Indland og Ísland eiga það sameiginlegt að hafa átt danska nýlenduherra. „Kósí“ og vinalegt andrúmsloft var mark- miðið og það hefur sannarlega tekist. Þar munar ekki minnst um nýjan biðsal, eins- konar faðm Indlands. Spurð hvort ekki þurfi að draga gesti þaðan út þegar borð þeirra losna svarar Chandrika því hlæjandi til að það hafi alveg komið fyrir. „Við lendum býsna oft í því að þurfa að vísa fólki frá þar sem allt er fullt hjá okkur. Núna getum við alla vega boðið fólki að bíða þangað til borð losnar,“ segir Chandrika. Arkitektinn á staðnum Arkitektinn sem ber ábyrgð á endurbótum Austur-Indíafjelagsins er Breti af indversku foreldri, Nikhil Dhumma hjá studioKLANG í Manchester, og fylgdi hann framkvæmd- unum eftir frá upphafi til enda. „Það var mikill munur að hafa hann á staðnum meðan á framkvæmdum stóð og sparaði okkur örugglega mikinn tíma. Við erum í skýjunum með framlag arkitektsins,“ segir Chandrika. Fyrirhugað var að hefja framkvæmdirnar í desember eða janúar en það dróst vegna seinkunar á framkvæmdum við Hverfisgöt- una. Í mars var hægt að byrja á nýja rým- inu en staðnum var lokað vegna fram- kvæmdanna 1. apríl. Hann var svo opnaður aftur með pomp og prakt 1. maí. „Þetta var mikill sprettur,“ viðurkennir Chandrika. „Okkur hefði aldrei tekist að ljúka þessu nema vegna þess að við höfðum einvalalið iðnaðarmanna með okkur. Starfs- fólk okkar lagði líka mikið á sig. Stemningin og orkan í hópnum var ótrúleg og þegar ég lít til baka yfir þetta tímabil kemur orðið „stuð“ miklu frekar upp í hugann en „streð“. Þetta var rosalega skemmtilegt.“ Þegar mest var voru upp undir tuttugu manns að störfum. „Það var handagangur í öskjunni. Þetta var eins og sjónvarpsþátt- unum, þar sem fólk keppir sín á milli í að gera upp húsnæði. Og við unnum!“ Hún skellir upp úr. Ótrúlegt ferðalag Það eru líklega ekki margir veitingastaðir á Íslandi sem hafa starfað á sama stað, með sama matseðil, sömu matreiðslumeistara, sömu stjórnendur og á sömu kennitölunni í tvo áratugi. Þetta hefur Austur-Indíafjelagið gert, staðreynd sem vekur forvitni um tilurð staðarins. „Þetta hefur verið ótrúlegt ferða- lag sem við erum afskaplega stolt af,“ segir Chandrika. Hún er borinn og barnfæddur Indverji en með íslenskan ríkisborgararétt. Leið hennar til Íslands lá í gegnum Bandaríkin, þar sem hún lagði stund á háskólanám, nánar tiltekið í Suður-Karólínu. Þar kynntist hún Gunnari, sem einnig var við nám, og tókust með þeim ástir. „Ég er oft spurð að því hvernig í ósköp- Í faðmi Indlands HVAÐ EIGA HARRISON FORD, FRIÐRIK SOPHUSSON OG JAMES HETFIELD SAMEIGINLEGT? ÞEIR ERU ALLIR SÓLGNIR Í KRÁSIRNAR Á VEITINGASTAÐNUM AUSTUR-INDÍAFJELAGINU Á HVERFISGÖTUNNI. HJÓNIN CHANDRIKA OG GUNNAR GUNNARSSON HAFA STAÐIÐ KEIK Í STAFNI FRÁ ÞVÍ AÐ STAÐURINN VAR OPNAÐUR FYRIR TUTTUGU ÁRUM EN HANN HEFUR NÚ FENGIÐ ÆRLEGA ANDLITSLYFTINGU. GESTIR EIGA Í VÆNDUM FERÐALAG UM SÖGU INDLANDS, VEISLU SEM ER Í SENN SAÐSÖM OG SJÓNRÆN. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Chandrika Gunnarsson er í skýjunum með endurbæt- urnar á Austur-Indíafjelaginu. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.