Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014 Kristinn Már Pálmason myndlistarmaður opnar á laugardag klukkan 14 fimmtu sýningu Myndlistarhátíðar 002, en það er samnefnt gallerí, rekið í blokkaríbúð í Hafnarfirði að Þúfubarði 17. „Draumurinn um regluna“ kallar Kristinn sýninguna. Eftir að honum var boðið að leggja íbúðina undir sig, hefur hann nokkrum sinnum komið í hana og byrjaði strax að skissa hugmyndir sem hann fékk. „Næsta skref er að raða skissunum inn í rýmið, lið fyrir lið, eftir tilfinningunni sem ég vil ná inn í rýminu, eldhúsið vill fá þessa hug- mynd, þessi hugmynd fer á loftið í stofunni og svo framvegis. Í þessu ferli gerði ég mér grein fyrir þörfinni fyrir að finna hugmynd- unum farveg í einhverskonar vinnuplani. Þetta er draumur minn um að koma reglu á hugmyndirnar,“ segir hann. KRISTINN MÁR SÝNIR REGLAN Í 002 Kristinn Már Pálmason hefur lagt íbúðina, þar sem 002 gallerí er rekið, undir sig. Morgunblaðið/Golli Sigurður Halldórsson, Ingunn Hildur Hauks- dóttir og Ármann Helgason koma fram. Kammerhópurinn Camerarctica leikur á síð- ustu tónleikum vertíðarinnar í 15:15 tón- leikasyrpunni í Norræna húsinu á sunnudag klukkan 15.15. Tónleikana ber upp á mæðradaginn og af því tilefni verður flutt viðamikið Tríó eftir franska kventónskáldið Louise Farrenc, sem var uppi á 19.öld. Einnig verða flutt tvö lög eftir Max Bruch, þar sem það síðara byggir á rúmensku stefi sem hljóðfærin spinna í kring- um, en lokaverkið á efnisskránni er Tríó eftir ítalska tónskáldið Nino Rota sem er hvað þekktastur fyrir tónlist í kvikmyndum. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Vortríó“, þar sem leikið er á litbrigði vorsins. Flytj- endur eru Ármann Helgason klarinettuleik- ari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Ing- unn Hildur Hauksdóttir píanóleikari. CAMERARCTICA Á TÓNLEIKUM VORTRÍÓ Kóresk-bandarískur píanóleikari, Hyunsoon Whang, hefur verið hér á landi undanfarna daga og kennt masterklassa í Allegro Suzuki-tónlistar- skólanum. Hún heldur tónleika í Kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, á laugardag kl. 16, og er aðgangur ókeypis fyrir alla píanónemendur. Efniskráin er helguð bernskunni og leikur Hyunsoon Whang meðal annars „Kinder- szenen“ eftir Schumann og „Tilbrigði við ABCD“ eftir W.A. Mozart. TÓNLEIKAR HYUNSOON TIL BERNSKU Hyunsoon Whang Á sýningunni „Meistarahendur“ sem opnar í Ásmundarsafni viðSigtún í dag, laugardag klukkan 16, getur að líta verk semspanna allan feril Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) og sýna vel þróunina sem varð á löngum og gifturíkum ferli hans. Meðal verkanna á sýningunni er sveinsstykki Ásmundar, útskorinn stóll frá námsárum hans 1915 til 1919 hjá Ríkarði Jónssyni, sem þyk- ir tæknilega afar vel útfærður og fáir hafa séð. Í náminu lærði Ás- mundur frumatriði í dráttlist og hefðbundin handbrögð í tréskurði. Þá eru einnig sýndar höggmyndir sem Ásmundur gerði síðar sem nemandi við sænska myndlistarakademíið. Þá getur að líta hin stór- brotnu meistaraverk, sem hann gerði kominn heim frá námi, þar sem hann hyllir íslenska alþýðu, sagnir og náttúru, og loks er á sýning- unni fjöldi abstraktverka sem listamaðurinn vann á síðustu áratugum ævi sinnar. Ásmundur Sveinsson var einn helsti frumkvöðull íslenskrar högg- myndalistar og sótti innblástur fyrst og fremst í íslenska náttúru og bókmenntir, en einnig í sögu þjóðarinnar. En þótt myndefni hans hafi verið þjóðleg, þá tileinkaði hann sér engu að síður meginstrauma alþjóðlegrar listsköpunar eins og ekkert stæði honum nær og gaf henni um leið íslenskt yfirbragð – íslenskt inntak. NÝ SÝNING OPNAR Í ÁSMUNDARSAL Meistarahendur Ásmundar Ásmundur við sveinsstykki sitt í tréskurðarnáminu hjá Ríkarði Jóns- syni, forláta stól sem hann skar út árið 1919 og er á sýningunni. Ljósmynd/Sigríður Zoëga Á NÝRRI SÝNINGU ERU VERK SEM SÝNA VEL ÞRÓUNINA SEM VARÐ Á FERLI ÁSMUNDAR SVEINSSONAR. Menning Þ etta er stórkostlegt tækifæri fyrir mig, að takast á við tónverk sem margir telja stærra en lífið sjálft!“ segir finnski hljómsveit- arstjórinn Osmo Vänskä. Hann mun stjórna flutningi Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, Vox Feminae, Stúlknakórs Reykjavíkur og bandarísku söngkonunnar Jamie Barton, á Þriðju sinfóníu Gustavs Mahler á Listahátíð í Reykjavík föstudagskvöldið 23. maí næstkom- andi. Þetta verður aðeins í annað skipti sem þetta viðamikla og víðfræga verk verður flutt hér á landi. „Þessi sinfónía er eins og heilir tónleikar. Hún er eitt af meistaraverkum Mahlers, verk sem er afar gefandi, fyrir áheyrendur sem flytjendur, en vekur jafnframt fjölda spurn- inga,“ segir hann og bætir við að hann taki undir þá lýsingu á verkinu að það sé eins og lífið sjálft. „Í því er margt afar fallegt, og kröftugt, og svo þættir sem við skiljum ekki fyllilega en þurfum engu að síður að meðtaka. Þetta er margbrotið tónverk.“ Osmo Vänskä er íslenskum tónlistarunn- endum að góðu kunnur. Hann var aðalstjórn- andi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 1993 til 96 og hefur síðan komið og stýrt hljómsveitinni sem gestastjórnandi, við frábær- ar viðtökur tónleikagesta sem gagnrýnenda. Vänskä hefur stjórnað mörgum af kunnustu sinfóníuhljómsveitum samtímans, meðal annars sveitunum í Chicago, Boston og San Francisco, og fílharmóníuhljómsveitunum í Berlín og New York. Þá hefur hann verið talsvert í fréttum upp á síðkastið vegna starfa sinna sem list- rænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Minnesota síðustu ár, en hann sagði starfinu lausu eftir stormasöm samskipti við yfirstjórn hennar, eftir að hljóðfæraleikararnir voru sett- ir í langt verkbann í kjaradeilum sem þeir áttu í. Hljómsveitin hlaut á dögunum Grammyverð- laun fyrir hljóðritun sína á sinfóníum 1 og 4 eftir Sibelius undir stjórn Vänskä, en upptök- urnar voru gerðar áður en kjaradeilurnar hleyptu upp starfi sveitarinnar. Vänskä sneri aftur í vor, þegar deilurnar voru leystar með talsverðum launahækkunum, og stjórnaði flutningi á verðlaunaverkunum við frábærar viðtökur. Hart var lagt að honum að taka aftur við starfinu sem listrænn stjórnandi hljóm- sveitarinnar og á dögunum var formlega til- kynnt að hann hafi þegið starfið. Harpa hefur góð áhrif á þjóðina Þegar Vänskä er spurður að því hvort hann sé fyrir löngu búinn að geirnegla hvernig hann vilji að Þriðja sinfónía Mahlers hljómi, og hvernig eigi að nálgast hana, þá svarar hann með hlátri. „Nei, alls ekki,“ segir hann síðan. „Þetta verður nefnilega í fyrsta skipti sem ég stjórna verkinu!“ Sem kemur vissulega á óvart, þegar svo reyndur hljómsveitarstjóri á í hlut. „Ég hef stjórnað öllum hinum sinfóníunum hans og er afar glaður yfir því að ég hafi nú loks tækifæri til að takast á við þá Þriðju á Íslandi. Það er eins og gömul reynsla og gamlar sögur úr lífi mínu séu nú að mætast, og þá er ég að hugsa til allra þeirra tónleika sem ég hef stjórnað á Íslandi; mér finnst allt- af gott að snúa aftur til Íslands – og nú fæ ég að gera það með þetta risastóra verk í far- angrinum.“ Mikil breyting hefur orðið á starfsemi Sin- fóníuhljómsveitar Íslands síðan Vänskä var aðalstjórnandi hennar; nú þarf hún ekki leng- ur að leika í kvikmyndasal. „Það er svo sannarlega breyting,“ segir hann. „Nú leikur hljómsveitin ekki lengur í Háskólabíói heldur í Hörpu. Ég dái Hörpu, hún er frábært tónleikahús og byggingin er öll mjög vel lukkuð, auk þess sem hún er afar vel staðsett við höfnina. Þetta er góð saga sem fór vel, og það er ein ástæða þess að ég vil koma aftur og aftur því loksins getur hljómsveitin starfað við eðlilegar aðstæður. Eldborgarsalurinn er eins og hljóðfæri fyrir hana að leika á. Já, þetta er gríðarlega mikil breyting sem hefur haft afgerandi áhrif til batnaðar á líf hljómsveitarinnar. Og ég tel að Harpa hafi haft, og komi til með að hafa, gríðarlega góð áhrif á íslenskt OSMO VÄNSKÄ STJÓRNAR 3. SINFÓNÍU MAHLERS Á LISTAHÁTÍÐ Kemur með risa- verk í farangrinum „ÞETTA ER MARGBROTIÐ TÓNVERK,“ SEGIR FINNSKI STJÓRNANDINN OSMO VÄNSKÄ UM SINFÓNÍU MAHLERS SEM HANN STJÓRNAR Í FYRSTA SKIPTI Í HÖRPU Á LISTAHÁTÍÐ. HANN NÝTUR ÞESS AÐ SNÚA AFTUR TIL ÍSLANDS OG HEFUR TEKIÐ VIÐ SÍNU FYRRA STARFI Í MINNEAPOLIS. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.