Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014 HEIMURINN n Kaóhan rguánarkonun ák m. F liaf völdu við k, teku fhe u veann Ka ungur ðan og975 rt hluttó v k þ ringjastj tt H BRASIL BRASILÍA við tímann heimsmeis hefst 12. jú ofanálag ha ót glundroða kvaðst áby gestgjöfum HM í fra á skilyrðum Alþjóðak hefði lofað að vellir y ekki dugað fyrir hálfu stjórnvöldum FRAKKLAND MERCOLLEVILLE-SUR k ObamaaBar gengu á laði hermenniBandaríkjanna, heiðra íf sitt til aðfðuum, þeir heí Normandí fyrir 70 á ð hugrekki sínuasismanum. Mefrelsa Evrópu undan n og frelsi okkarog fórnum hefðu þeir sömuleiðistíma. Fjöldi fyrirmenna rásinni 6. júnífyrrverandi hermenn, 1944, þeirr r verið af hafi.f mennig sleppt lausu í Tókýó. Seg framleið- endurnir vél se hl u við gt hefði egt 70- Hefja unum.á f að ínu um 250br Mullah Mohammad Fazl var einn uppreisnarmannanna fimm úr röðum talibana, sem sleppt var úr fangelsinu í Gu- antanamo fyrir bandaríska hermanninn Bowe Bergdahl. Fazl hefur verið sakaður um hrottalega glæpi á Sho- mali-sléttunum í Afganistan. Árið 1999 kveikti hann í heimilum og tók fólk af lífi af handahófi. Mikil reiði ríkir í þorpum á sléttunni yfir því að hann skuli hafa verið látinn laus. Glæp- ir hans eru þeim í fersku minni. „Af hverju sleppa Banda- ríkjamenn óvinum friðar, óvinum Afgan- istans?“ spurði Mohammad Arif, bóndi á svæðinu. Á kvörðun Baracks Obama Bandaríkja- forseta á að skipta á fimm talibönum, sem hafa verið í haldi við Guantanamo-flóa, og liðþjálfanum Bowe Bergdahl, sem var í gíslingu í fimm ár, hefur vakið harkaleg við- brögð. Gagnrýnendurnir koma bæði úr röðum repúblikana og demó- krata. Þeir spyrja hvort fangaskipt- in hafi verið lögleg, hvort frelsi Bergdahls hafi verið of dýru verði keypt og hvort yfir höfuð eigi að semja við talibana. Obama varði ákvörðun sína á fimmtudag þegar hann var spurður á blaðamannafundi á fundi leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims og sagði að það hefði verið skylda sín að frelsa Bergdahl. Skiljum engan eftir „Við höfum grundvallarreglu,“ sagði hann. „Við skiljum engan í banda- rískum einkennisbúningi eftir.“ Hann sagðist hafa látið til skarar skríða vegna þess að heilsu Berg- dahls hefði farið hrakandi. „Við sáum tækifæri og gripum það og ég þarf ekki að afsaka það.“ Gagnrýnendur forsetans segja að hann sé farinn að tefla á tæpasta vað. Hann eigi undir högg að sækja í utanríkismálum og nú hafi hann bætt gráu ofan á svart með því að semja við talibana. Í þokkabót hafi hann ekki látið þingið vita. Obama hafi viljað slá sér upp þegar hann til- kynnti lausn Bergdahls í Hvíta hús- inu með foreldra hans sér við hlið, en það hafi snúist í höndunum á honum. Dianne Feinstein, formaður leyni- þjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sakaði Obama um að hafa brotið lög með því að láta ekki vita með 30 daga fyrirvara að flytja ætti fanga burt úr Guant- anamo. Feinstein er demókrati. Forsetaembættið hefur skýrt það með ýmsum hætti. Fyrst var sagt að heilsa og öryggi Bergdahls hefðu verið í húfi. Síðan kom sú skýring að töf hefði stangast á við stjórnar- skrárbundna skyldu forsetans að vernda líf Bandaríkjamanna. Heimildarmaður AFP í starfs- mannaliði öldungadeildarinnar sagði að stjórnvöld hefðu haft „trúverð- ugar upplýsingar um að yrði eitt- hvað í sambandi við skiptin op- inbert yrði Bergdahl drepinn“. Ýmsar spurningar hafa vakn- að eftir að greint var frá frels- un Bergdahls um tildrög þess að hann var tekinn í gíslingu. Fram hafa komið hermenn sem saka hann um liðhlaup og hefur Bandaríkjaher til- kynnt að rannsaka eigi hvort Bergdahl hafi framið agabrot. Sumir hafa gengið lengra og sakað hann um að bera sök á dauða sex til átta hermanna. Fréttastofan CNN greindi frá því sem staðreynd að „minnst sex her- menn“ hefðu látið lífið við leit að Bergdahl eftir að hann hefði farið úr búðum sínum. Á miðlinum Daily Beast birtist grein eftir fyrrverandi félaga úr herdeild Bergdahls, Nat- han Bradley Bethea liðþjálfa, sem tengdi leitina dauða átta hermanna, sem hann nefndi á nafn. „Hann hef- ur loks snúið aftur,“ skrifar Bethea. „Þessir menn fá aldrei tækifæri til þess.“ Hin óvægna umræða um Bergdahl varð til þess að í heimabæ hans, Hai- ley í Idaho, var hætt við fagnaðar- höld yfir því að hann væri laus úr prísundinni. Þurrkuðu út tístin Þingmenn sem í upphafi lýstu yfir fögnuði yfir því að loks væri Berg- dahl laus hafa snúið við blaðinu. Að minnsta kosti sjö þingmenn höfðu á fimmtudag þurrkað út tíst á Twitter þar sem þeir lofuðu Bergdahl. Einn þeirra er Thad Cochran. „Velkominn heim, Bowe Bergdahl liðþjálfi. Þakk- lát Bandaríki þakka þér þjónustu þína,“ tísti hann. Á miðvikudag var tístið horfið. Nú kallar hann fanga- skiptin „alvarleg mistök“. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain segir að fangaskiptin séu „hættulegt fordæmi“ og heldur því fram að 30% þeirra, sem sleppt hafi verið úr haldi í Guantanamo séu farin að berjast með talibönum á ný. 614 af þeim 775 föngum sem þar hafa verið í haldi hefur verið sleppt, þar af 532 í tíð George W. Bush, forvera Obama. Bandaríkjamenn taka tvisvar á ári saman skýrslu um fangana sem látnir hafa verið lausir. Samkvæmt nýjustu skýrslunni er „staðfest“ að 104 af 614 fyrrverandi föngum séu komnir til liðs við hryðjuverka- eða uppreisnarmenn á ný. 74 eru grunaðir um að vera komnir í eldlínuna á ný. Það eru um 30%. Hryðjuverkasérfræðingurinn Pet- er Bergen rannsakaði málið og seg- ir hinar opinberu tölur ýkjukenndar. Hann gat staðfest 54 tilfelli þar sem fangar höfðu tekið þátt í aðgerðum gegn Bandaríkjamönnum eða öðr- um. Það eru níu prósent. Talibanarnir fimm sem látnir voru lausir í skiptum fyrir Bergdahl verða að dvelja í Katar í eitt ár og mega snúa aftur til Afganistan eftir það. Fangaskipti vekja harðar deilur FRELSUN LIÐÞJÁLFANS BOWE BERGDAHL EFTIR FIMM ÁR Í HALDI TALIBANA VAKTI FÖGNUÐ Í UPPHAFI EN SÍÐAN HEFUR KOMIÐ FRAM HÖRÐ GAGNRÝNI. BARACK OBAMA BANDARÍKJAFORSETI VER ÁKVÖRÐUNINA. Íbúi á Shomali- sléttunni. REIÐI Í AFGANISTAN Rammi úr myndbandi frá talibönum frá 2010 sýnir Bowe Bergdahl (t.v.), liðþjálfa úr Bandaríkjaher, og foringja úr röðum talibana. Bowe hvarf úr herdeild sinni 30. júní 2009 og var í haldi í fimm ár. Hann er nú í umsjá Bandaríkjahers. AFP * 30 prósent þeirra, sem sleppt hefur verið úr Guant-anamo, eru aftur farin að berjast.John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.