Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014
Heilsa og hreyfing
C
rossfit hefur notið sívax-
andi vinsælda undan-
farin ár um allan heim
og Ísland er engin und-
antekning. „Árið 2005 voru 15
crossfitstöðvar í heiminum, árið
2014 eru þær vel yfir 9.000 í heim-
inum enda er crossfit í raun ekki
ein íþrótt heldur sambland af öllum
mögulegum og ómögulegum íþrótt-
um þar sem lögð er áhersla á út-
hald, styrk og liðleika. Fjölhæfar
æfingar crossfit eru ekki síst
ástæða vinnsælda þess,“ segir Ólaf-
ur Tryggvason, þjálfari hjá Cross-
fit Reykjavík.
Þeir sem stunda crossfit eru
hvattir til að æfa sem fjölbreytt-
astar íþróttir og í þeim anda tóku
nokkrir meðlimir Crossfit Reykja-
vík þátt í IronMan-keppni árið
2012 en það varð til þess að fljót-
lega uppgötvuðu þeir möguleikan á
því sem í dag nefnist hjólacrossfit.
„Hjólreiðar eru orðnar stærri þátt-
ur í lífi margra og nú gefst þeim
sem hafa áhuga á að styrkja sig og
getu sína færi á að mæta á æfingar
hjá okkur sem eru hannaðar með
það í huga að bæta einstaklinga á
þeim sviðum sem reynir mest á við
hjólreiðar.
Byrjaði með þátttöku í
keppnum
Eftir þátttöku okkar fólks í
IronMan-keppninni 2012 fór að
bera æ meira á áhuga á hjólreið-
um. Ekki skemmdi fyrir að hjól-
reiðar voru partur af heimsleik-
unum í crossfit sama ár. Þannig
má segja að lítill hópur hafi fljót-
lega farið að vinda upp á sig og
byrjað var að taka þátt í hjólreiða-
keppnum eins og Bláalónsþrautinni
og WOW Cyclothon,“ segir Ólafur
en árið 2013 var Crossfit Reykja-
vík með tvö fjögurra manna lið í
WOW Cyclothon; kvennaliðið end-
aði í þriðja sæti og karlaliðið í tí-
unda.
Hjólaþálfun hófst í kjölfarið hjá
Crossfit Reykjavík en þegar illa
viðraði til útiæfinga veturinn 2011
til 2012 voru þær færðar inn og þá
fóru þær að taka á sig þá mynd
sem þær eru í dag. „Þegar Crossfit
Reykjavík flutti sig í stærra og
betra húsnæði í Faxafeni kviknaði
sú hugmynd að setja upp var-
anlega æfingaaðstöðu fyrir hjól-
reiðamenn þar sem hægt væri að
stunda æfingar allan
ársins hring. Við
sömdum í kjölfar-
ið við Örninn um
búnað fyrir inni-
æfingar frá Elite
en í æfingastöð-
unni hjá Crossfit
Reykjavík eru
núna 20 watta
trainerar frá
Elite.
Wattatrain-
erar gera
hjólreiða-
manninum
kleift að sjá power output við æf-
ingarnar sínar og gera þær því
markvissari.“
Eins og áður sagði er crossfit
blanda af mörgum íþróttum og
segir Ólafur því ávallt leitað til
bestu þjálfara hverju sinni þegar
kemur að sérhæfðum æfngum.
„Við leituðum til Hákons Hrafn
Sigurðssonar, margfalds meistara í
hjólreiðum og þríþraut, til að ráð-
leggja okkur sem höldum utan um
hjólacrossfitæfingarnar, þ.e. mér
og Hirti Grétarssyni, en við stönd-
um að hjólreiðaæfingaaðstöðunni í
Crossfit Reykjavík.“
Sprengdu strax utan
af sér aðstöðuna
Vinsældir hjólreiða ættu ekki að
hafa farið framhjá neinum þótt
flestir leggi hjólinu yfir háveturinn.
Inniæf-
ingar eru því kærkomin viðbót og
geta hjólreiðamenn haldið sér í
góðu hjólaformi yfir veturinn þó
svo veðrið hamli þeim í að munda
hjólið úti. „Síðasta haust var inni-
æfingaaðstaðan opnuð og æfingar
hófust 6. október 2013 og var fljót-
lega ljóst að þeir trainerar sem til
taks voru í byrjun dugðu ekki og
fljótlega var boðið upp á aðstöðu
fyrir 20 hjólara að æfa saman inni.
Einnig býðst geymsla á hjólum á
staðnum. Var þessi nýlunda gíf-
urlega vinsæl þar sem iðkendur
losna við að ferja hjól sitt fram og
til baka og geta gengið að því vísu
hvenær sem er sólarhringsins. Í
vetur voru yfir 40 hjól í geymslu,“
segir Ólafur en hann segir að boðið
hafi verið upp á fimm hjólaæfingar
á viku. „Við vorum með þrjár
traineræfingar þar sem hver og ein
hafði það markmið að bæta
ákveðna eiginleika hjólreið-
anna og tvisvar í viku voru
crossfitæfingar sem
miðuðust að því
að bæta styrk og
úthald. Þegar sól
hækkaði á lofti
færðust æfingar
út og hjólar þá
hópurinn sam-
an og æfir
fjölmarga
þætti hjól-
reiða eins og
t.d. að hjóla í
hópi til að
nýta það sem kallast draft, brekku-
spretti og fjallahjólreiðar.“
Hjólaæfingar eru
hannaðar fyrir alla
Hjólreiðar eru góð leið til að vinna
upp þol og kynnast umhverfi sínu
með öðrum hætti en í bíl. Flestir
geta stundað hjólreiðar og eru
hjólaæfingar Crossfit Reykjavík
þannig úr garði gerðar að allir
geta tekið þátt í þeim. „Æfing-
arnar henta öllum og er mið tekið
af getu hvers og eins. Á æfingum
er þeim sem mæta skipt upp í
hópa eftir getu hvers og eins svo
allir fái eitthvað við sitt hæfi enda
snýst crossfit um keppni við sjálfan
sig þar sem við vinnum að því að
bæta okkar eigin styrk og þol með
öðrum en ekki í keppni við aðra.“
Í vetur var stofnað Hjólreiða-
félagið CFRvk sem er í umsókn-
arferli að ÍSÍ. Í sumar hefur félag-
ið verið áberandi í
hjólreiðakeppnum það sem af er
tímabilinu. „Flestir ef ekki allir fé-
lagsmenn eru að stíga sín fyrstu
skref í keppnishjólreiðum en hafa
þó verið að vinna til verðlauna í
byrjendaflokkum í ýmsum keppn-
um,“ segir Ólafur.
Það er ljóst að Crossfit Reykja-
vík og Hjólreiðafélag CFRvk eru
komin til að vera í keppnis-
hjólreiðum á Íslandi og munu
halda áfram að hlúa að hressum
hópi hjólara og er hjólreiðamót á
vegum félagsins á teikniborðinu.
ÍÞRÓTTIR OG TÓMSTUNDIR FYRIR ALLA SAMEINAST Í EITT
Hjólað í
crossfitform
Hressir hjól-
reiðakappar úr
hjólacrossfit
hópi CFRvk.
CROSSFIT NÝTUR SÍFELLT VAXANDI VINSÆLDA Á ÍSLANDI OG HEFUR FJÖLDI IÐKENDA
MARGFALDAST Á EINUM ÁRATUG. HJÓLREIÐAR HAFA EINNIG VERIÐ AÐ SÆKJA Í SIG
VEÐRIÐ OG ERU ÍSLENDINGAR FARNIR AÐ FERÐAST MEIRA UM Á HJÓLINU OG ÞÁ SÉR-
STAKLEGA YFIR SUMARTÍMANN. NÚ HEFUR HINS VEGAR VERIÐ KOMIÐ Á FÓT HJÓLA-
CROSSFITÆFINGUM HJÁ CROSSFIT REYKJAVÍK OG GETA HJÓLREIÐAMENN SEM EKKI
TREYSTA SÉR TIL AÐ HJÓLA ALLT ÁRIÐ UM KRING ÚTI SÓTT INNIÆFINGATÍMA Í HJÓLA-
CROSSFIT YFIR VETURINN OG ÆFT ÚTI Á SUMRIN.
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is
Tungumálakunnátta er nauðsynleg í því alþjóðaumhverfi sem við hrærumst mörg í. Nú hefur
verið sýnt fram á það að fullorðið fólk sem tekur sig til og lærir nýtt tungumál hægir á öldrun
heilans. Það eru því ekki bara stærðfræðiþrautir sem þjálfa heilann heldur einnig tungumála-
kennsla sem að auki gerir okkur skiljanlegri fyrir stærra hlutfall mannkynsins.
Lærum nýtt tungumál
Fjallgöngur eru stórkostleg leið til upplifa
náttúrufegurð Íslands um leið og við bætum
andlega og líkamlega heilsu okkar. Fyrir utan
aukið þol og styrk losnar úr læðingi orka sem
kallar á endorfínáhrif en það er vellíðunar-
hormón líkamans. Í rólegri náttúrunni kemst
fólk einnig frá erli dagisns og út í ferskt fjalla-
loftið. Hluti af fjallgöngum er einnig að sigrast
á áskorunum en það veitir okkur aukið sjálfs-
traust til að takast á við nýjar áskoranir í lífinu
og setja okkur háleitari markmið. Fjallgöngur
eru heilsusamlegar og skemmtilegar og um að
gera að byrja rólega og vinna sig upp í stærri
og erfiðari tinda.
NÝTUM NÁTTÚRUNA Í KRINGUM OKKUR RÉTT
Heilsurækt á fjöllum
Mikill áhugi á fjallgöngum og göngum um Ísland
er engin tilviljun enda eftir mörgu að sækjast.
Morgunblaðið/Eyþór
Ráðlagt er að borða fimm skammta af græn-
meti og ávöxtum á dag eða a.m.k. 200 grömm af
ávöxtum og 200 grömm af grænmeti. Íslend-
ingar uppfylla ekki þessa lág-
markskröfu þrátt fyrir að
neysla ávaxta og græn-
metis hafi aukist á und-
anförnum árum. Rífleg
neysla grænmetis og
ávaxta getur haft já-
kvæð áhrif á þyngdarstjórn
þar sem við fáum mettunar-
tilfinningu eftir að hafa borðað ann-
aðhvort grænmeti eða ávexti. Einnig
hjálpar það meltingunni að fá trefjaríkar fæðu-
tegundir og sætuefnið í ávöxtum er góður kost-
ur í stað sælgætis eða matvöru með viðbættum
sykri.
Hollusta ávaxta er ekki síður fólgin í
fjölda nauðsynlegra efna svo sem
ýmissa vítamína t.d. C- og E-
vítamíns; annarra efna á borð
við kalíum, magnesímum, an-
doxunarefni, karótenóíð og
trefjar. Venjum okkur á að
borða nokkra skammta af
ávöxtum og grænmeti á dag
og höfum valið fjölbreytilegt.
NÁUM EKKI RÁÐLÖGÐUM DAGSKAMMTI
Meira af ávöxtum og grænmeti