Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 13
8.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Þórdís Jónsdóttir á Akureyrier þekkt fyrir afar fallegapúða sem hún saumar, svo
og veggmyndir og kolla. Verk
hennar prýða nú heimilisiðn-
aðarsafnið á Blönduósi, á árlegri
sumarsýningu
„Ég hef sýnt með systrum mín-
um og finnst gott að hafa einhvern
mér við hlið þegar ég held sýningu,
en þegar Elín forstöðumaður hafði
samband við mig í janúar ákvað ég
að tími væri til kominn að prófa;
ég yrði fimmtug á árinu og ákvað
að taka sénsinn! Fimmtug kona
hlyti að geta haldið sýningu ein
og ég er mjög glöð að hafa gert
það,“ segir Þórdís.
Nær öll verk á sýningunni
eru ný. „Ég vann mjög mikið
frá því í janúar og fram að
sýningu og naut þess virki-
lega. Mest eru þetta púðar en
líka myndir og fótaskemlar.“
Svo eru það kerlurnar, sem
hún kallar svo; og sjá má á mynd-
inni hér til hliðar. „Í safninu eru
margir fallegar íslenskir búningar
og ég saumaði þessar kerlur sér-
staklega fyrir sýninguna; fannst ég
geta tengt verkin mín vel inn í
safnið með því. Þetta eru púðar
sem passa vel í stól en þó þess eðl-
is að alveg eins er hægt að hengja
þá upp á vegg ef maður vill.“
Sýninguna kallar Þórdís Sporin
mín, ekki síst vegna þess að hún á
það til að fara eigin leiðir. „Það má
segja að ég fari oft út af sporinu,
óhefðbundnar leiðir með því að
hafa sporin mislöng og blanda
ýmsu saman. Ég geri þetta mér til
gleði og þá bera verkin frekar mitt
einkenni.“
Þórdís segir dálítið spennu-
fall hafa orðið eftir opnun
þessarar fyrstu einkasýn-
ingar. „Ég spyr sjálfa mig:
Hvað nú? En það eru mörg
verkefni framundan. Ég
þarf að fara að taka upp
nálina aftur en ætla samt að
vera í fríi í nokkra daga enn.
Það tekur á fingur og hend-
ur að sitja eins mikið við og
ég gerði.“
Hún dásamar Heimilisiðn-
aðarsafnið og segir sérstaklega
gott að vinna með Elínu for-
stöðukonu. „Maður er yfirleitt
eitthvað að drífa sig þegar komið
er að Blönduósi og gleymir að
snúa stýrinu aðeins. Það er hins
vegar vel þess virði að koma við á
Heimilisiðnarsafninu. Það er mjög
fallegt safn í fallegu umhverfi.“
www.textile.is
BLÖNDUÓS
Tók séns á tímamótum
að halda einkasýningu
ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR SÝNIR
ÚTSAUM Á BLÖNDUÓSI
Þrír púðar, eða veggskraut, sem Þór-
dís gerði sérstaklega fyrir sýninguna.
Þórdís Jónsdóttir listakona og Elín S. Sigurðardóttir, forstöðukona Heimilis-
iðnaðarsafnsins á Blönduósi, við upphaf sumarsýningarinnar þar á dögunum.
Brátt hefst vinna við að merkja og hreinsa upp núm-
erslausa bíla af lóðum og götum í Vestmannaeyjum.
Eigendum verður gefinn vikufrestur til að fjarlægja
bílana, annars verður það gert á kostnað þeirra.
Burt með druslurnar
Eyðibýli og yfirgefin hús á Austurlandi og Suðvesturlandi
verða rannsökuð og skráð í sumar. Það hefur verið gert í
öðrum landshlutum og er ætlunin að stuðla að björgun
áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægra húsa.
Rannsaka og skrá eyðibýli
Margt er skrýtið í kýrhausn-um, eins og karlinn sagði,og á árum áður hefði
örugglega þótt einkennilegt að bóndi
færi á milli bæja og „klippti negl-
urnar“ á beljum. Nú er þetta veru-
leikinn: Þorsteinn Logi Einarsson í
Egilsstaðakoti í Flóa fer um Suður-
land vítt og breitt við annan mann og
hefur klaufskorið tæplega 17 þúsund
kýr á undanförnum árum.
„Þetta er fyrst og gremst gert til
að auka vellíðan kúnna. Það er svipað
og með neglurnar á okkur eða hófa á
hryssum; það þarf að snyrta. Með
betri fóðrun og meiri afköstum kúnna
eykst líkamsstarfsemi og þar með
klaufvöxtur.“
Þorsteinn Logi segir bændur ekki
hafa velt slíkri snyrtingu fyrir sér á
árum áður en mikil vakning hafi orðið
eftir að kynbótastöðin í Laugar-
dælum, sem er í eigu Búnaðar-
sambands Suðurlands, keypti sér-
stakan bás til þess arna árið 2006.
Þorsteinn tók verkefnið að sér í
desember 2008 og nú klippir hann um
5000 kýr á ári, í Árnes- og Rang-
árvallasýslu og Skaftafellssýslunum
báðum, allt austur í Hornafjörð.
„Við förum á suma bæi á hverju
ári, jafnvel tvisvar, en það er mismun-
andi hvað er nauðsynlegt. Það fer t.d.
eftir því hvers konar undirlagi kýrnar
ganga á úr fjósi og út í haga og hvern-
ig aðstæður eru í fjósi.“
Ef vel gengur klippa þeir Þor-
steinn Logi 25-30 kýr á klukkutíma,
mest 220 á einum degi. „Ég reyni að
vera sem styst í burtu hverju sinni
því það þarf að líta eftir fénu,“ segir
hann, en Þorsteinn Logi býr sjálfur
með 350 kindur í Egilsstaðakoti.
„Þetta er mjög skemmtileg og gef-
andi vinna. Ég fer á um það bil 140
bæi og það er óhemju gaman að
kynnast fólki heima við eldhúsborð
og við vinnu úti í fjósi í kringum
skepnurnar. Víðast þar sem maður
kemur til sveita er lenska að taka vel
á móti fólki og slegið upp veislu. Það
er því erfitt að vera í megrun á meðan
maður sinnir þessu! Þótt maður vinni
kófsveittur allan daginn bætir maður
frekar á sig en í hitt í þessum vinnu-
ferðum!“ segir Þorsteinn og hlær.
SUÐURLAND
Mikilvægt að
kúnum líði vel
Þorsteinn Logi Einarsson við snyrtibásinn góða sem hann flytur á milli bæja.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Löppum kúnna er komið þannig fyrir
að auðvelt er að athafna sig.
„Sumar kýr verða reiðar þegar
þær eru settar inn á básinn, en
það fer vel um skepnurnar og lít-
ið hefur verið um skakkaföll eða
slys þótt alltaf geti eitthvað
gerst,“ segir Þorsteinn Logi.
„Þegar beljan er komin inn í bás-
inn eru tvær ólar settar undir
kviðinn og henni lyft upp í góða
vinnuhæð og lappirnar dregnar
rólega á sinn stað með glussa-
drifnu spili svo þær meiði sig
ekki. Þær sparka lítið en það hef-
ur þó komið fyrir. Einu sinni
slitnaði band og beljan náði að
sparka í kviðinn á mér þannig að
ég datt í flórinn! En ég slapp vel.
Þetta eru öflugar skepnur og
þrátt fyrir svona smáóhöpp er
gaman að þessu.“
Datt einu sinni í flórinn!
Morgunblaðið/Sigurður Bogi