Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014 Úttekt S enuþjófar hafa verið fjöl- margir á HM gegnum tíðina. Knattspyrna er leikur liðsheildarinnar en eigi að síður eru dæmi um að einstakir leikmenn hafi borið heilu liðin á herðum sér í átt að bikarnum. Fyrst koma upp í hugann Garrincha og Brasilía 1962, Pelé og Brasilía 1970 og Diego Maradona og Argentína 1986. Téðir menn eiga þessi mót með húð og hári. Það er helst að Pelé hafi feng- ið stuðning frá félögum sínum í þunna loftinu í Mexíkó enda Brasilía annó 1970 af mörgum talið besta knattspyrnulið allra tíma. Argentínumaðurinn Mario Kemp- es átti kannski ekki mótið 1978 en framlag hans var afgerandi. Sömu sögu má segja af Ítalanum Paolo Rossi fjórum árum síðar og Bras- ilíumanninum Romário 1994. Ekki fer alltaf saman hljóð og mynd, eins og karlinn sagði, og besti leikmaður mótsins hefur ekki alltaf komið úr röðum sigurliðsins. Fræg dæmi um það eru Ungverjinn Ferenc Puskás 1954 og Hollending- urinn Johan Cruyff 1974. Flestir geta verið sammála um að fram- ganga þeirra á þeim mótum hafi verðskuldað heimsmeistaratign. Það er raunar merkilegt að á síð- ustu fjórum mótum hefur besti maðurinn í þrígang komið úr silf- urliðinu og einu sinni liðinu sem hafnaði í fjórða sæti. Úrúgvæinn Diego Forlán í Suður-Afríku 2010. Þykkur skuggi Ætli dagar erkispyrnisins séu jafn- vel taldir á HM? Það er að segja manna sem bera höfuð og herðar yfir samherja sína. Argentínska undrið Lionel Messi og portúgalska séníið Cristiano Ronaldo hafa alltént átt erfitt uppdráttar á HM til þessa. Verður breyting þar á í sumar? Ýmsir halda því fram að Messi og mögulega þeir Ronaldo báðir standi bæði Pelé og Maradona framar en dræmt gengi þeirra á HM varpar eigi að síður þykkum skugga á ann- ars makalausan árangur þessara dáðadrengja. Pelé, Maradona og Garrincha voru nefndir í sömu andrá hér að framan. Tvær helstu hetjur spark- sögunnar og svo maður sem mörg- um er nú gleymdur. Garrincha, eða „Litli fuglinn“, eins og hann var gjarnan kallaður, tók þátt í þremur heimsmeistara- mótum með brasilíska landsliðinu, 1958, 1962 og 1966. Hann brilleraði á tveimur fyrri mótunum, sérstak- lega í Síle 1962 eftir að Pelé gekk úr skaftinu vegna meiðsla. Eftir að hafa tætt Spánverja og Englendinga í sig skipti Garrincha enn um gír gegn heimamönnum í undanúrslit- unum. Honum héldu engin bönd í 4:2-sigri. Eftir leikinn spurðu fjöl- miðlar agndofa: „Frá hvaða plánetu er Garrincha?“ Aðrir sáu um markaskorun í úr- slitaleiknum gegn Tékkóslóvakíu en það var aðeins einn maður mótsins – „Litli fuglinn“. Hann skoraði ekki bara mörk, heldur lagði þau upp líka. Það var í raun hans sérgrein. Flinkari leik- maður er vandfundinn í sögunni og Garrincha hefði ekki sómt sér síður í sirkus en á knattspyrnuvelli. Fátt færði honum meiri unað en að fífla andstæðinga sína á hægri vængn- um, leika jafnvel á þá aftur – og aft- ur. Svo þeir rötuðu ekki heim á eft- ir. Minntu tilburðirnir á köflum á nautaat enda er hermt að hvatning- arópið fræga „ólé, ólé“, sem Spán- verjar hafa löngum sungið nauta- bönum sínum til dýrðar, hafi fyrst heyrst á knattspyrnuvelli, þar sem Garrincha lék listir sínar. Kappanum gekk mun verr að fóta sig utan vallar. Kvennamál hans voru alræmd og er hann sagður eiga fjórtán börn – hið minnsta. Þar af átta stúlkur með fyrstu eiginkonu sinni. Hjákonurnar voru fjölmargar. Garrincha varð ungur alkóhólism- anum að bráð og var um tíma sett- ur út úr landsliðinu vegna ólifnaðar. Eftir að hann lagði skóna á hilluna sneri hann sér alfarið að flöskunni. Og varð ekki bjargað. Garrincha lést árið 1983, 49 ára að aldri. Bana- mein hans var skorpulifur. Með her á herðunum TUTTUGASTA HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Í KNATTSPYRNU HEFST Í BRASILÍU Á FIMMTUDAGINN. AF ÞVÍ TILEFNI RIFJAR SUNNUDAGSBLAÐIÐ UPP ÝMSAR SÖGULEGAR STAÐREYNDIR OG VELTIR VÖNGUM YFIR HINUM OG ÞESSUM KEMPUM SEM YLJAÐ HAFA SPARKELSKUM Á FYRRI MÓTUM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Diego Armando Maradona með heimsbikarinn í Mexíkó 1986. Action Images / Sporting Picture Garrincha á harðakani upp kantinn. HM staðreyndir Mót Heimsmeistari Bestur Markakóngur Mörk 1930 Úrúgvæ Úrúgvæ José Nasazzi, Úrúgvæ Guillermo Stábile, Argentínu 8 1934 Ítalía Ítalía Giuseppe Meazza, Ítalíu Oldrich Nejedlý,Tékkóslóvakíu 5 1938 Frakkland Ítalía Leônidas, Brasilíu Leônidas, Brasilíu 7 1950 Brasilía Úrúgvæ Zizinho, Brasilíu Ademir, Brasilíu 8 1954 Sviss Vestur-Þýskal. Ferenc Puskás, Ungverjaland Sándor Kocsis, Ungverjaland 11 1958 Svíþjóð Brasilía Didi, Brasilía Just Fontaine, Frakkland 13 1962 Síle Brasilía Garrincha, Brasilía FlóriánAlbert, Ungverjaland 4 Valentin Ivanov, Sovétríkin 4 Garrincha, Brasilía 4 Vavá, Brasilía 4 Leonel Sánchez, Chile 4 Dražan Jerkovic, Júgóslavía 4 1966 England England Bobby Charlton, England Eusébio, Portúgal 9 1970 Mexíkó Brasilía Pelé, Brasilía Gerd Müller,V-Þýskaland 10 1974 V-Þýskaland Vestur-Þýskal. Johan Cruyff, Holland Grzegorz Lato, Pólland 7 1978 Argentína Argentína Mario Kempes, Argentína Mario Kempes, Argentína 6 1982 Spánn Ítalía Paolo Rossi, Ítalía Paolo Rossi, Ítalía 6 1986 Mexíkó Argentína Diego Maradona, Argentína Gary Lineker, England 6 1990 Ítalía Vestur-Þýskal. Salvatore Schillaci, Ítalía Salvatore Schillaci, Ítalía 6 1994 Bandaríkin Brasilía Romário, Brasilía Oleg Salenko, Rússland 6 Hristo Stoichkov, Búlgaría 6 1998 Frakkland Frakkland Ronaldo, Brasilía Davor Šuker, Króatía 6 2002 Japan/S-Kórea Brasilía Oliver Kahn, Þýskaland Ronaldo, Brasilía 8 2006 Þýskaland Ítalía Zinedine Zidane, Frakkland Miroslav Klose, Þýskaland 5 2010 Suður-Afríka Spánn Diego Forlán, Úrúgvæ Thomas Müller, Þýskaland 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.