Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 34
Á vorin fyllast hillur matvöruverslana af ferskumávöxtum og grænmeti. Fimm skammtar á dager það sem landlæknir ráðleggur, eða um 500grömm af ávöxtum og grænmeti á hvert manns-
barn daglega.
Kostir ávaxta og grænmetis eru meðal annars fólgnir í
því að í þeim má finna ríkulegt magn af trefjum, vítam-
ínum, steinefnum og öðrum hollum efnum. Rífleg neysla
grænmetis og ávaxta virðist minnka líkur á mörgum lang-
vinnum sjúkdómum. Uppskriftir að gómsætum réttum úr
því sem er ferskast þessa dagana eru fengnar af vefnum
www.islenskt.is. Þar er að finna fjölda uppskrifta eftir
Nönnu Rögnvaldardóttur, Helgu Mogensen og fleiri, þar
sem unnið er með íslenskt grænmeti og ávexti.
TÓMATAR
Ekki fellur endilega öllum vel við tómata, en venjulegir tómatar eiga það til að vera dálítið súrir. Kirsjuberjatóm-
atar eru hins vegar örlítið sætari og alltaf jafn gómsætir, hvort sem það er út á salatið eða sem smábitar í nesti.
Eitt afbrigði kirsjuberjatómata er Piccolo-tómatar, sem eru eitt bragðmesta tómataafbrigði í heiminum, afskaplega
sætir og bragðgóðir. Konfekttómatar eru líka svakalega góðir, en þeir eru meira í lögun eins og paprika og aðeins
stærri en kirsuberjatómatarnir.
Tómatarnir eru, eins og gúrkur, mjög vatnsmiklir, en í 100 grömmum eru 94 grömm af vatni. Tómatar
innihalda líka mikið af vítamínum og steinefnum eins og A-, B2-, B-1 og C-vítamíni. Ásamt því eru
þeir einnig steinefna-, járn- og kalkríkir.
Uppskrift að kaldri tómatsúpu sem nefnist Gazpacho.
1,5 kg vel þroskaðir íslenskir tómatar
1 íslensk agúrka, flysjuð
1 rauðlaukur
1 meðalstór paprika
3 hvítlauksrif
4 sneiðar af hvítu brauði, ristaðar og skorpulausar
1 bolli extra virgin ólífuolía
salt og nýmalaður pipar til bragðbætis
Hreinsið tómatana og skerið í burtu greinasár. Setjið í mat-
vinnsluvél og maukið vel. Sigtið í frekar grófu sigti, hendið hrat-
inu og haldið safanum eftir. Skerið því næst allt annað grænmeti í bita og maukið eins fínt
og kostur er í matvinnsluvél. Blandið saman við tómatsafann. Setjið allt saman
aftur í matvinnsluvél (þið gætuð þurft að gera það í skömmtum) og blandið ólífu-
olíunni saman við.
Berið fram í fallegri skál. Setjið gjarnan nokkra ísmola út í til að kæla
og dreifið nokkrum brauðmolum yfir rétt áður en borið er fram.
Skerið agúrkur í lítil strá og berið fram með í skál, einnig brauðmola,
ólífuolíu, salt og pipar. Hver og einn gestur getur þá bætt í súpuna að
eigin vali. Frábær tilbreyting er að mauka vatnsmelónu í matvinnsluvél og
bæta út í súpuna. Einnig má bera fram melónusafann í könnu svo hægt
sé að bæta út í að vild, jafnvel bara í síðasta skammtinn.
GÚRKUR
Gúrkur hafa verið sagðar grenn-
andi, en þá er vísað í að aðeins
eru 12 hitaeiningar í 100 grömm-
um. Innihaldið í 100 grömmum er
að mestu vatn, eða 96 grömm.
Næringargildi gúrkunnar er að-
allega í hýðinu og innihalda þær A-,
B- og C-vítamín auk kalks og járns.
Gúrkur er hægt að setja ofan á
brauð, hafa með mat, setja í salöt
og jafnvel súrsa. Auk þess er hægt
að mauka eða rífa þær og blanda
saman við jógúrt ásamt krydd-
jurtum og gera úr þeim kaldar
súpur, sósur og ídýfur.
Hugmynd að rétt sem inniheldur
gúrkur:
Austurlenskur réttur með gúrkum
og papriku eftir Nönnu Rögnvalds-
dóttur.
1 íslensk gúrka
salt
1 íslensk paprika
½ chili-aldin
3 msk. olía
1 lítil dós ananas í bitum
2 msk. ostrusósa
1 msk. sojasósa
1-2 msk. salthnetur (má
sleppa)
Gúrkan er skorin í bita og þeir
settir í sigti og dálitlu salti stráð
yfir. Bitarnir eru látnir standa í
nokkra stund og svo skolaðir og
þerraðir á eldhúspappír. Blað-
laukurinn er því næst skorinn í
ræmur, paprikan fræhreinsuð og
skorin í bita og chili-aldinið sax-
að smátt. Olían er hituð á
pönnu og blaðlaukurinn steiktur
við meðalhita í nokkrar mínútur.
Gúrkum, papriku og chili er bætt
á pönnuna og steikt er áfram í
nokkrar mínútur og hrært oft á
meðan. Ananasinn er svo settur
á pönnuna ásamt safanum úr
dósinni, ostrusósu, sojasósu og
salthnetum, og látið malla þar til
ananasinn er heitur í gegn. Að
lokum er smakkað til og borið
fram heitt. Tilkomið er að bera
réttinn fram með hrísgrjónum
eða núðlum.
SVEPPIR
Fátt er sumarlegra en fylltir, ís-
lenskir sveppir beint á grillið. Til
dæmis má fylla svepphattinn með
döðlum, camembert-osti og gras-
lauk, gráðosti, hvítlauk eða öðru
gómsætu. Sveppir eru próteinríkari
en flest annað grænmeti ásamt því
að vera ríkir af B-vítamíni, stein-
efnum, járni, kalí og seleni.
Hér er ein uppskrift af fylltum
sveppum eftir Helgu Mogensen
8 stk. sveppir meðalstórir
1½ laukur fínt skorinn
1 mjúkur avókadó
1 stk. hvítlaukur
1 lítil dós rjómaostur
Byrjað er á því að þrífa sveppina
og fjarlægja stilkana. Því næst skal
rífa niður parmesanost, ½ msk. á
hvern svepp. Þá er smá salti og
pipar, hnífsoddi af cayennepipar
og smá steinselju stráð yfir. Lauk-
urinn er saxaður smátt og steikt-
ur á pönnu ásamt 2 -3 msk. olíu.
Lauknum, hvítlauknum og krydd-
unum er þá blandað saman út á
pönnuna ásamt smátt söxuðum
sveppastiklum. Osturinn er því
næst bræddur vel út í og avókadó
blandað saman við. Að lokum
skal fylla sveppina og baka í ofni í
ca. 10 mín við 190 °C. Hægt er
að skreyta með steinselju.
KOKKAÐ ÚR ÍSLENSKU HRÁEFNI
Ferskt úr
gróðurhúsunum
NEYSLA ÁVAXTA OG GRÆNMETIS ER
MIKILVÆG FYRIR GÓÐA HEILSU OG SPENNANDI
ER AÐ SKOÐA HVAÐ HÆGT ER AÐ GERA
VIÐ ÞAÐ SEM ER HVAÐ FERSKAST Í
VERSLUNUM ÞESSA DAGANA.
Andrea Guðrún Hringsdóttir agh@mbl.is
JARÐARBER
Jarðarber eru æðislega gómsæt og nota má
þau í fjöldann allan af réttum, hvort sem það
eru salöt, eftirréttir eða annars konar réttir.
Sumir kjósa að setja berin í þeytinga, sem gef-
ur sætt bragð, og sumir nota jafnvel jarðarber
í stað ísmola. Jarðarber er best að borða
þegar þau eru búin að standa dálitla stund
eftir að þau hafa verið tekin úr kæli því þau
eru bragðmeiri ef þau eru ekki of köld. Eins
og gúrkur og tómatar eru jarðarber vatns-
mikil, en í hverjum 100 grömmum eru 90
grömm af vatni. Til fróðleiks fyrir þá sem hafa
ofnæmi fyrir jarðarberjum er hægt að komast
hjá áhrifum ofnæmisins með því að merja
jarðarberin í gegnum sigti og bæta kalki við.
Jarðarberjatriffli með mascarpone-rjóma – eft-
ir Nönnu Rögnvaldsdóttur
250 g mascarpone-ostur
250 ml rjómi
4 msk. flórsykur, eða eftir smekk
1 tsk. vanillusykur
3 msk. jarðarberjasulta
1 pakki fingurkex (ladyfingers) eða
makkarónukökur
sætt sérrí eða appelsínusafi
250 g íslensk jarðarber
Mascarpone-osturinn er tekinn úr kæli og
látinn mýkjast. Rjóminn er því næst stíf-
þeyttur. Mjúkum ostinum er hrært saman
við og bragðbættur með flórsykri og van-
illusykri eftir smekk. Blöndunni er svo skipt
í tvennt og jarðarberjasultu hrært saman
við helminginn. Fingurkexið er brotið í bita
(ekki mulið) og sett á botninn á sex ábæt-
isglösum. Því næst er bleytt í með svolitlu
sérríi eða appelsínusafa. Nokkur jarðarber
eru söxuð og þeim dreift yfir. Kúfaðri skeið
af jarðarberjakreminu er þá jafnað yfir og
síðan er kúfuð skeið af hvíta kreminu sett
ofan á. Jarðarberin sem eru eftir eru skorin
í helminga og dreift yfir.
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014
Matur og drykkir
Vandaðir hitamælar
fyrir matvælaiðnað
Stangarhyl 1a, 110 R • S:5678030 www.rj.is