Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Kanínuparadís við strendur Japans Brosandi nagdýr býð- ur ferðamenn vel- komna til eyjunnar. *Okunoshima er lítil eyja úti fyrir ströndumJapans þar sem þúsundir kanína halda nú til.Eyjan hefur í dag öllu krúttlegri ímynd en á ár-unum 1929-1945 þegar Japanir nýttu hana tilað framleiða um 6.000 tonn af eiturgasi fjarrimannabyggð. Ferðamenn geta keypt mat ogfóðrað kanínurnar. Eyjan er jafnframt vinsæll áfangastaður Japana, enda eru gæludýr bönn- uð í flestum íbúðum þar í landi. Hér baða mávarnir sig í gosbrunnum. Ég sá einn í gær þjóta vængjalausan undir gám. Svo eru rottur hér og þær þjóta líka. Undir gáma og inn í rör, sum- ar eru stærri en pínulítil börn. Um daginn læddist að mér gamall kall seint um kvöld, rétti út hendina og ég æpti en þá var í lófanum hans lítil hvít mús með rauð augu og hann sagði ,,maður heldur alltaf að maður sé með eitthvað í höndunum“. Svo gaf hann mér músina og labbaði burt brosandi. Ég hafði hugsað mér að smíða handa henni höll með bogadregnum speglasölum og semja um hana sögu. Hún heitir Snara le cha perdu. Vinur minn byrjaði að smíða fyrstu drögin að slíkri höll úr viftuloki og verk- færakassa. Þessi borg geymir stærstu rotturnar og hvítustu mýsnar, skítug stræti, hreint vatn, þurr fjöll og fallegan sjó, ódýrar ferskar döðlur og maður finnur fyrir hringiðunni. Ekki eins oddhvöss hringiða og rokið í Reykjavík, heldur er þessi iða dekkri og mýkri, ekki eins rafmögnuð en í spennandi lofthæð. Það er eins og maður dansi á línu milli lukkupeninga, og það er fullt af þeim hér, fullt af hálfverðlausu koparlituðu klinki á götunni sem getur mögulega gert gæfumun. Ásta Fanney Sigurðardóttir Músarhöll úr viftuloki Ég spilaði líka á gítar um stund fyrir blanka menn á götunni. PÓSTKORT F RÁ MARSEIL LE S uður af London Fields-garði í austur- hluta Lundúna og niður að Regent’s Canal liggur Broadway Market, fal- leg og hugguleg gata þar sem hald- inn er matarmarkaður á hverjum laugar- degi. Vikulega eru settir upp básar í röð niður götuna þar sem kaupmenn raða upp vörum sínum, vönduðum og heimagerðum sælkeravörum af ýmsum toga. Flestir bás- arnir eru opnir milli níu og fimm á daginn. Á markaðnum er hægt að fá flest það sem hugurinn girnist, hvort sem um er að ræða óteljandi ostategundir, heimagert pestó, margvíslegar matarolíur eða nýbakaðar kök- ur og brauð. Hungruðum stendur einnig til boða fjölþjóðlegt úrval skyndibitarétta sem matreiddir eru á staðnum, til að mynda kjúklingaréttir frá Karíbahafi, lífrænir beint- frá-býli-hamborgarar úr breskri sveitasælu og vegan-máltíðir. Í húsum götunnar er svo fjöldi veitingastaða, sælkeraverslana og kaffihúsa þar sem íbúar borgarinnar hvíla sig eftir amstur liðinnar viku, nærast og fylgjast með mannlífinu. Rauðvínsflöskur og helgarblöð Andrúmsloftið á markaðnum er einhvern veginn svona. Gatan er þröng og mann- mergðin eykst hratt eftir því sem líður á morguninn. Ferðamenn og tískumeðvitaðir íbúar Austur-Lundúna ráfa á milli bása og rannsaka uppstillingar, fá að smakka, gefa frá sér sælurík andköf þegar þeir loka aug- um, draga auða tannstöngla frá saman- bitnum vörum. Allt í kring heyrast samtöl á ólíkum tungumálum, götulistamenn leika tónlist á hornum. Fólk ark- ar út úr verslunum í kring með rauðvínsflöskur eða helgarútgáfur dagblaða skorðaðar af í handarkrikum. Fyrir utan pöbba sitja menn með þykka handleggi og kröft- ugar raddir við viðarborð, kaupmenn kalla tilboð sín fram og útlista innihaldslýsingar fyrir áhugasömum viðskiptavinum. Smám saman mjakast fjöldinn áfram í átt að kan- alnum. Broadway Market er tilvalinn áfanga- staður á laugardegi fyrir gesti stórborg- arinnar. Þar er hægt að öðlast góða tilfinn- ingu fyrir lífinu í borginni á afslappaðan hátt. Markaðurinn er jafnframt í hjarta Hackney, skammt frá vinsælum hverfum á borð við Shoreditch og Dalston. FJÖLBREYTT SÆLKERAVARA Spjall, smjatt og tónlist Á HVERJUM LAUGARDEGI STREYMA ÍBÚAR NORÐAUSTURHLUTA LUNDÚNA TIL MATARMARKAÐARINS Á BROADWAY MARKET Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Á Broadway Market er að finna girnilega mat- vöru af öllum toga og blómlegt mannlíf. Heimamenn og sælkerar frá öllum heimshornum flykkjast til markaðarins á hverjum laugardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.