Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 36
Lykillinn að öllu saman er að hægt er að gera sfelltminni og minni stafrænar myndavélar og þegar þæreru orðnar nógu litlar er hægt að setja utan um þær hús til að verja þær fyrir vatni og ryki og höggum og svo má skrúfa festingar undir allt saman. Eins og getið er um hér fyrir neðan er GoPro braut- ryðjandi í sportmyndavélum og má nánast segja að fyrirtækið hafi búið markaðinn til; þeg- ar GoPro-vélarnar komu á markað áttuðu fjöl- margir sig á því að þeir höfðu einmitt verið að leita að slíku apparati, aukinheldur sem halda má því fram að vélarnar hafi ýtt undir allskonar hegðan sem gaman er að mynda og sýna öðrum. Garmin er leiðandi í sölu á GPS- búnaði og hefur haft mikla yfir- burði á því sviði, þó símaframleið- endur hafi sótt sér sneið af þeim markaði á undanförnum árum með því að setja GPS-gjörva í snjallsíma. Garmin selur þó meira en hreinræktuð GPS-tæki, til að mynda fiskleitartæki, farsíma (Garmin-Asus nüvifone) og ýmis æfingatæki. Nýverið bættist sport- myndavél í flóruna, Garmin Virb. Ég prófaði Virb Elite, sem býr yfir öllum möguleikum Virb- grunngerðarinnar og að auki með innbyggt GPS, þráðlaust net, hröð- unarmæli og ANT+ stuðning. Hún er nokkuð sérstök í útliti, 3,2 cm að hæð, 5,3 á breidd og 11,1 á lengd. Hún er líka nokkuð þung, 178 grömm með raf- hlöðu, en húsið á henni er mjög traustvekj- andi, þakið stömu gúmmíi. Hún er vatnsheld að IPX7, sem gefur 1 m dýpi í 30 mín., en hægt að kaupa hlíf utan um hana sem dugir niður á 50 m dýpi. Það er sáraeinfalt að byrja að taka vídeó, bara kveikja á vélinni og síðan renna sleða á vinstri hlið hennar upp og þá er hún komin í gang. Skjárinn á henni er 1,4", ekki bjartur enda hannaður til að eyða sem minnstri orku, en hentar mjög vel til brúks utan dyra og gott að geta séð af hverju maður er að taka mynd. Það er talsverður kostur að mér finnst, þó það sé náttúrlega hægt að kaupa bak með skjá á þær vélar samkeppnisaðila sem ekki eru búnar slíku. Skjáinn má líka nota til að skoða myndskeið og hann er vitanlega notaður þegar átt er við stillingar á vélinni. Þægi- legra er þó að stilla hana í gegnum far- símatengingu, því þar er hægt að eiga meðal annars við linsustillingar (hristivörn og sjónsvið), myndgæði, víd- eógæði, tímastillingar og margt fleira í Garmin Virb- appinu. Einkar aðgengilegt og þægilegt og svo er nátt- úrlega hægt að nota símann sem aukaskjá, þ.e. maður sér í símanum það sem vélin er að mynda. Það er í sjálfu sér einfalt að lesa gögn af vélinni; hægt er að gera það með sérstökum hugbúnaði eða ein- faldlega í gegnum Garmin Connect-vefsíðuna, sem treyst- ir á viðbót í vafra, en eins og Garmin er siður þá er notendaviðmótið hvorki aðlaðandi né aðgengilegt. Að því sögðu þá er mun betra og gagnlegra að nota ókeypis hugbúnað frá Garmin, Virb Edit, sem er að vísu ekki brúklegur til að vinna með myndbönd af neinu viti, en leggur tölulegar upplýsingar yfir myndbandið, til að mynda hraða, hæð og fleira forvitnilegt sem gaman er að skoða. Mjög góð dæmi um hvernig nota má græjuna rakst ég á hjá Elvari Erni Reynissyni, matreiðslumanni og hjóla- kappa, sem heldur úti síðunni http://www.ismadurinn.net/ og birtir þar myndskeið sem hann hefur tekið með Garmin Virb og lagt tölulegar upplýsingar yfir. Ég gerði það reyndar líka sjálfur, myndaði hjólaferðir í vinnuna og lagði yfir hraða og þvíumlíkt. Hefði viljað hafa púls- mæli með ANT+ stuðningi til að ná þeim upplýsingum líka, en Virb Elite styður slík tæki og gefur því kost á að tengja myndavélina við púlsmæli og líka hitamæli, nú eða snúningshraðamæli fyrir þá sem halda vilja réttum snúningi í hjólatúrnum. Það má líka stilla vélina eftir því hvaða íþrótt er verið að stunda, til að mynda getur hún farið sjálfkrafa af stað þegar lagt er í hann niður skíðabrekkuna og stopp- að líka sjálf þegar niður er komið. GPS-VÆDD SPORTMYNDAVÉL ÞAÐ VERÐUR SÍFELLT ALGENGARA AÐ FÓLK HENGI UTAN Á SIG MYNDAVÉLAR TIL AÐ KVIK- MYNDA ÞAÐ SEM ÞAÐ ER AÐ FÁST VIÐ, HVORT SEM ÞAÐ ER Á SKÍÐUM, FJALLAHJÓLI, Í FALLHLÍF- ARSTÖKKI, RALLBÍLUM, FLÚÐASIGLINGUM OG HVAÐ ÞAÐ ER ANNARS SEM FÓLKI DETTUR Í HUG OG VILL SEGJA FRÁ. * Ekki reyndi nóg á rafhlöðuna hjá mér, lét nægja að takaupp hjólatúr í vinnuna og svo aftur heim síðar um daginn sem voru samtals um tveir tímar, en endingin fer vitanlega meðal annars eftir því í hvaða upplausn er verið að taka. Framleiðandi segir að hún ætti að duga í allt að þrjá tíma á Full HD 1080p upplausn. * GPS í vélinni er einkar næmt og fljótvirkt, nema hvað,og skráir staðsetningu, hraða og hæð. Einfalt er að tengja hana við þráðlaust net og hægt að sækja ókeypis hugbúnað í snjallsíma til að sýsla með hana. Þetta á þó bara við Virb Elite, enda litlir tengimöguleikar í einfaldari týpunni og ekkert vit í öðru en að fá sér Elite-gerðina. * Virb-myndavélin er með 16 MP myndflögu og tekur1080p HD vídeó. Hægt er að velja ýmis myndasnið og rammafjölda; 1080p@30, 960p@48, 720p@30/60 og 848x480@120. Myndböndin eru framúrskarandi, sérstaklega HD-vídeó, og litir eðlilegir. Garmin VIRB Elite kostar 69.900 kr. í Garmin-búðinni í Ögurhvarfi 2. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Græjur og tækni Morgunblaðið/Eggert Star Trek hefur ver- ið fyrirmynd fjölda uppgötvana. *Breskum og bandarískum vísindamönnum fráSouthampton-háskóla og Illinois Wesleyan-háskóla hefur tekist að smíða dráttargeislaeða Tractor beam eins og fyrirbærið kallast áensku. Í stað þess að nota ljósgeisla eru not-aðar hljóðbylgjur til að draga efni í átt aðupphafspunkti geislans eða öllu heldur hljóð- tíðninnar. Vonast er til að tæknin geti nýst víða, m.a. í læknavísindum. Enn eitt Star Trek-tækið orðið að veruleika GoPro ruddi brautina í sportmyndavélum, nettum myndavélum til að festa á hjálminn, hjólið, skíðin, brettið eða hvað sem mönnum dettur í hug. Fyrsta GoPro Hero vélin kom á markað fyrir tólf árum og var 35 mm filmuvél (!) sérhönnuð fyrir íþróttamenn og spennufíkla almennt. Fyrsta stafræna vélin kom á markað tveim- ur árum síðar og síðan koll af kolli, en nýjasta útgáfa vélarinnar er Hero3+ sem kom út í október sl. og minni og nettari en fyrri gerðir og umtalsvert tæknilegri; tekur vídeó og ljós- myndir í meiri upplausn og rafhlaðan endist að auki þriðjungi betur. Keppinautar GoPro eru legíó, nefni sem dæmi Polaroid XS7, JVC GC-XA1EU, Rollei Actioncam S-50, Toshiba Camileo X-Sports, Panasonic HX-AH100 og Braun Master, sem fjallað var um á þessum stað í byrjun ársins, og er helst frábrugðin GoPro-vélunum að því leyti að í stað einfald- leikans sem einkennir stjórnkerfi Hero- vélanna er nokkuð stór LCD-skjár ofan á Braun-vélinni og líka gaumljós og hnappar, meðal annars hnappur til að smella af mynd og annar til að stoppa vélina. Sony hefur líka haslað sér völl á þessu sviði með HDR-AS15-vélinni sem er mjög for- vitnileg á pappírnum í það minnsta, kannski kemst ég yfir eintak til að skoða seinna, en eins og sjá má er hún ekki eins kassalaga og GoPro- og Braun-vélarnar og reyndar hafa ýmsir framleiðendur reynt að fara sömu leið, þ.e. að hafa vélarnar ekki kassalaga og sumir, t.d. Garmin og JVC, sent frá sér vélar sem ekki þarf sérstakt hús utan um. Það er líka hægt að fá ódýrari gerðir og gott ef ég sá ekki kassalaga vél í Rúmfatalagernum fyrir stuttu og þá á Rúmfatalagersverði. GoPro Hero3+ Black. Braun Master með baki. Sony HDR-AS15. Sport- myndavélar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.