Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014 Þ að vakti talsverða athygli þegar fyrirlesarinn, jóginn og náms- skeiðahaldarinn með meiru: Guð- jón Bergmann, ákvað, ásamt fjöl- skyldu sinni, að kveðja Ísland fyrir um fjórum árum og fréttatilkynning þess efnis birtist í fjölmiðlum. Þeir búferla- flutningar áttu sér lengri sögu en virtist og saga þeirra hjóna, Guðjóns og Jóhönnu Bóel- ar Bergmann, hefur verið skrautleg, for- vitnileg, stundum erfið en einnig einkar gleði- leg síðustu árin. Og einhvern veginn æxlaðist það svo að hinn alíslenski Guðjón Bergmann er orðinn það sem fólk hvaðanæva af fær neitun um alla ævi: bandarískur ríkisborgari. Þetta er ekki alveg einföld saga. Og kemur ekki á óvart að Guðjón hafi nú fest hana á blað og gefið hana út á bandarískum mark- aði. „Ég ákvað kvöldið sem ég varð bandarísk- ur ríkisborgari að skrifa bók um þessa lífs- reynslu. Hvernig ég og Jóhanna urðum bandarískir ríkisborgarar og hvernig okkur gekk að aðlagast hér úti. Þetta hafa verið hæðir og lægðir, lærdómsríkt og gaman. Kannski hefðum við aldrei farið út ef við hefðum séð fyrir hvað við myndum þurfa að takast á við. En það er nú eins og með svo margt. Þá myndi heldur enginn líklega eign- ast börn,“ segir Guðjón og hlær. Það er morgunn í Austin í Texas og þau hjónin hafa komið sér notalega fyrir með kaffibolla í eldhúsinu og börnin leika sér í kring meðan við spjöllum á Skype. Þau eru reyndar í 30.000 manna smábæ rétt fyrir ut- an Austin og voru að flytja inn í hús sem þau festu kaup á. Jóhanna segir að hún hafi aldr- ei búist við að finna slíkt hús í Texas – hús eins og hún hafði látið sig dreyma um: með hvítum rómantískum girðingum að utan, fal- legri verönd og rólum. Þau eru aðeins 25 mínútur að keyra inn í miðbæ Austin. Og ekki nema fimm mínútur að aka inn í algera sveitasælu. Jóhanna segir að suðurrísk gest- risni sé ekta í gegn. Við vorum ekki að flýja neitt Flest sem Guðjón kom að hér heima náði einhvern veginn alltaf að vekja athygli. „Ég var fyrst á milli tannanna á fólki sem út- varpsmaður á Rás 2, en ætli jógakennslan hafi ekki komið mér á kortið og svo auðvitað þættirnir sem ég var með á Skjá 1,“ segir Guðjón og vísar þar í hina víðfrægu tantra- þætti sem voru tímamótasjónvarpsefni hér- lendis. Þar var fjallað um samlíf fólks og hvernig tantra gæti gagnast í að bæta það en þættirnir voru sýndir á Skjá einum. „Verk- efnin sem mér þótti vænst um voru fyrir- lestranámskeiðin mín, bæði reykleysis- námskeiðin og svo námskeiðin sem ég hélt undir fyrirsögninni „Þú ert það sem þú hugs- ar“ frá 2006 til 2008. Ég fékk mikið af já- kvæðum viðbrögðum og margir breyttu lífi sínu til hins betra eftir að hafa komið á nám- skeiðin. Ég naut þess að geta haft jákvæð áhrif.“ Var ekkert erfitt að taka þá ákvörðun að flytjast út og hafa það svona endanlegt? „Það var ekki auðveld ákvörðun en jafn- framt er ekki hægt að benda á eitthvað eitt og segja: Þetta var ástæðan fyrir því að við ákváðum það. En það viðurkennist að ástand- ið á Íslandi hjálpaði ekki til, án þess að það Voru ekki vongóð um að finna ættingjana SAGAN AF ÞVÍ HVERNIG GUÐJÓN BERGMANN OG JÓHANNA BÓEL BERGMANN URÐU BANDARÍSKIR RÍKISBORGARAR ER KOMIN ÚT Á BÓK VESTANHAFS. ÞAR ER EKKI AÐEINS FJALLAÐ ÞÁ ÓTRÚLEGU AT- BURÐARÁS HELDUR EINNIG HVERNIG DVÖLIN HEFUR VERIÐ YTRA SÍÐUSTU FJÖGUR ÁRIN. GUÐJÓN SKRIFAR BÓKINA SJÁLFUR OG LÝSIR ÞVÍ Á HREINSKILINN HÁTT HVERNIG LÍFIÐ Í TEXAS HEFUR OFT VERIÐ ERFITT EN LÍKA AFAR GLEÐILEGT. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is * „Maður hefur prófað ýmislegt á leiðinni aðþví starfi sem ég er komin með í dag, meðalannars hörmulega vinnu hjá gruggugu fyrirtæki sem hélt okkur engu að síður gangandi í ár. Það starf varð þess hins vegar valdandi að ég komst þangað sem ég er í dag“ DÆMI: Þú velur lið Brasilíu. Brasilía á leik og skorar 3 mörk. Daginn eftir færðu 15 kr. afslátt. Veldu þitt HM-lið á ob.isPIPAR\TBWA • SÍ A • 14 15 79 Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.