Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014 Viðræður Evrópusambandsins og Banda-ríkjanna um fríverslunar- og fjárfesting-arsamning hafa núna staðið yfir í eitt ár en undirbúningur viðræðnanna eitthvað lengur. Hagvöxtur beggja samningsaðila, einkum ESB, eftir hrun hefur verið langtum minni en hag- vöxtur í heiminum öllum. Án efa á það sinn þátt í samningsvilja ríkjanna nú. Í alþjóðlegu samhengi er verslun yfir Atlants- hafið minni ætla mætti. Einungis 25% af út- flutningi í heiminum á sér stað yfir hafið og 31% af innflutningi. Verslun er hins vegar ekki eini mælikvarðinn á alþjóðaviðskipti. Fjárfest- ingar milli landa skipta jafnvel meira máli og þar er þungavigtin yfir Atlantshafið. Um 71% af allri erlendri fjárfestingu í heiminum er fjárfest- ing Bandaríkjanna í ESB eða öfugt. Þessar fjár- festingar eru grundvöllur atvinnu og hagsældar beggja vegna Atlantsála. Með fríverslunarsamn- ingi vonast menn til að hægt verði að auka verslunina yfir hafið. Fríverslunarviðræðurnar lúta ekki nema að litlu leyti að afnámi tolla, enda lágir tollar al- mennt í Evrópu og Bandaríkjunum. Afnám alls kyns tæknilegra viðskiptahindrana er hins veg- ar gríðarlega mikilvægt markmið. Einkum er horft til þess að taka upp gagnkvæma viður- kenningu á öryggis- og heilbrigðiskröfum varð- andi matvæli og bifreiðar, samræmingu á út- boðsreglum og alls kyns reglum er lúta að þjónustu og vernd hugverka, svo dæmi séu nefnd. EFTA-ríkin eru ekki aðilar að fríverslunar- viðræðunum. Stjórnvöld á Íslandi hafa hins veg- ar fylgst náið með þeim og í vikunni sem leið var ýmsum samtökum í atvinnulífi landanna kynntur gangur viðræðnanna af hálfu Banda- ríkjamanna og gefinn kostur á að koma sjón- armiðum sínum á framfæri við samningamenn Bandaríkjanna. Ekki lítur út fyrir annað en að Bandaríkjamenn leggi mikla vigt í viðræðurnar og séu mjög áfram um að þær leiði til sam- komulags um eitthvað sem máli skiptir. Menn þar á bæ telja ekki ólíklegt að viðræðum verði lokið á árinu 2016. EES-samningurinn hefur veitt Íslandi gríð- arleg tækifæri á sumum sviðum en um leið dregið úr öðrum. Tæknilegar viðskiptahindranir gagnvart ríkjum utan ESB, sem leiða má af lög- gjöf ESB, hafa tvímælalaust dregið úr þeim ár- angri sem fríverslunarsamningurinn við ESB hefði getað skilað okkur. Það er afleitt fyrir litla þjóð í miðju Atlantshafi sem hefur átt í löngu og farsælu viðskiptasambandi við báðar heimsálf- urnar að vera stillt þannig upp við við vegg með sín viðskipti. Ísland og EFTA-ríkin verða að nota hvert tækifæri sem gefst á vettvangi EES til þess að tala máli frjálsra viðskipta og hvetja til fríverslunarsamnings við Bandaríkin. Það er sameiginlegt verkefni stjórnvalda og atvinnulífs. TTIP * Transatlantic Trade andInvestment Partnership– verk að vinna. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Nú er góða veðr- ið loksins farið að láta á sér kræla fyrir alvöru. Lang- flestir grípa gæsina meðan hún gefst og njóta útiverunnar í faðmi fjöl- skyldu og vina. Edda Her- mannsdóttir, fjölmiðlakona, gerði einmitt það í lok viku. „Skítt með vinnu og skóla. Við mæðgur erum túristar í dag! Þvílík sæla,“ skrifaði Edda á Fésbókarsíðu sína og birti mynd af sér og dóttur sinni í Bláa lóninu þar sem sólin skein. Sóley Tómas- dóttir, borgar- fulltrúi, skrifaði stöðufærslu í kringum síðasta borgarstjórn- arfundinn með söknuð í hjarta. „Síðasti borg- arstjórnarfundur kjörtímabilsins. Það er svolítið skrítið. Ég á eftir að sakna þeirra borgarfulltrúa sem nú eru að kveðja. Karl Sigurðsson, Páll Hjaltason, Eva Einarsdóttir, Einar Örn, Oddný Sturludóttir, Hildur Sverrisdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Jón Gnarr hafa sannarlega gert þessa borg betri, hvert á sinn hátt. Ég lít á þau sem vini mína og er viss um að þau eiga eftir að halda áfram að gera góða hluti.“ Margir nota Fésbókina til að miðla hvers kyns boðskap og spak- mælum og er Sigmar Vilhjálms- son, athafnamaður, þar ekki und- anskilinn. „Þetta eru orð að sönnu: „Every person you meet has a story to tell, a lesson to teach and a dream to share“.“ Felix Bergsson, fjölmiðlamaður og leikari með meiru, skrifaði: „það er snákur í stígvélinu mínu“ á Fésbókarsíðu sína. Svarað var „Rólegur Viddi“ á meðan annar mislas stöðufærsluna og taldi hann hafa skrifað að það væri strákur í stígvélinu hans. „svo uppgötvaði ég að enginn myndi fatta þennan gay humor,“ bætti við- komandi við. AF NETINU Ólögleg spil Mótmælendur hvetja fólk til að mæta með eigin borðspil. Morgunblaðið/Ómar Friðsamleg mótmæli munu eiga sér stað á Austurvelli á hvítasunnudag en mótmælin snúa að lögum þeim er segja að ólöglegt sé að stunda happdrætti, bingó eða önnur spil á al- mannafæri á hvítasunnu. Lögin segja einnig fyrir um að listsýningar, tónleikar, leik- og kvikmyndasýningar megi ekki hefjast fyrr en eftir kl. 15. Vettvangur Berlin Soup-listahátíðin verður haldin í annað skipti dagana 11.-15. júní í Kaupmannahöfn. Fulltrúar Íslendinga á hátíðinni verða Anna S. Björnsdóttir, Hulda Ólafsdóttir, Sigurður Þórir, Sigurður Örlygsson og Þór Stefánsson og munu þau koma fram á Prags Boulevard og í Kvarterhuset. Hátíðin er haldin árlega á ólíkum stöðum. Hún var haldin í fyrsta skipti í Berlín í fyrra og stefnt er að því að hún fari svo fram hér á landi árið 2015. List í Köben Hulda Ólafsdóttir, Þór Stefánsson, Sigurður Ör- lygsson, Sigurður Þórir og Anna S. Björnsdóttir. Eftir vel heppnaða sirkushátíð í Vatnsmýr- inni síðasta sumar efndi Sirkus Íslands til söfnunar fyrir fyrsta íslenska sirkustjaldinu en það kom til landsins í byrjun apríl. Ferða- lag Sirkuss Íslands hefst miðvikudaginn 25. júní á Klambratúni í Reykjavík. Margrét Erla Maack, einn aðstandenda sirkussins, segir ferðinni síðan heitið til Ísafjarðar, Ak- ureyrar, Selfoss og Keflavíkur. „Yfir tuttugu sirkuslistamenn verða með í för og þrjár sýn- ingar koma með á flakkið um landið. Við verðum með sýninguna SIRKUS fyrir yngri börn þar sem ýmsar litríkar persónur birtast sem börnin þekkja,“ segir Margrét en einnig verður í för fjölskyldusýningin Heima er best. „Í fjölskyldusýningunni verða gripl, húla, loftfimleikar, trúðar og margt fleira fyr- ir alla fjölskylduna og síðan verður fullorðins- sirkusinn Skinnsemi, sem er kabarettsýning með sirkusívafi.“ Fjölskyldusýn- ingin Heima er best býður upp á trúða og fleira sem gleðja ætti alla fjölskylduna. Sirkusferðalag um Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.