Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 4
Hvað er ÁHK? Árleg hlutfallstala kostnaðar er prósentutala sem segir til um vexti, gjöld og allan kostnað við töku láns, reiknuð upp á ársvexti. Talan er hugsuð þannig að neytendur geti borið saman þessa einu tölu og fundið út hvaða lán er hagstæðast. Því lægri sem talan er því hagstæðara er lánið. ÁHK segir ekki til um vexti. Sem dæmi getur ÁHK af láni sem ber vexti verið lægri en ÁHK af láni sem ber enga vexti. Allur kostnaður við lántökuna er tekinn inn í dæmið þegar ÁHK er reiknuð út. ÁHK má ekki fara yfir 50% að viðbættum stýrivöxtum. Neytendur eiga oft erfitt með að bera saman kostnað við ólík lán. Í nýjum lögum um neytendalán er lögð meiri áhersla en fyrr á að lán- veitendur birti svokallaða árlega hlutfallstölu kostnaðar, skamm- stafað ÁHK. Talan er reiknuð út samkvæmt reglugerð byggðri á Evróputilskipun. Einhverjir hafa ef- laust rekið augun í þessa skamm- stöfun í bæklingum og vefsíðum fyr- irtækja sem veita kortalán fyrir vörukaupum. En hvaða tala er þetta og hvernig geta neytendur vitað hvort lán er „dýrt“ eða „ódýrt“? Kortanotkun Íslendinga tók smá- vægilega dýfu eftir hrun en hefur verið að aukast síðustu fjögur ár. Samkvæmt upplýsingum frá korta- fyrirtækjunum hefur einnig færst í vöxt að nýju að fólk taki kortalán eða skipti greiðslum. Svokölluð vaxtalaus lán eru vinsæl en um er að ræða sama fyrirbæri og áður var kallað raðgreiðslur. Neytendur átta sig oft ekki á þeim kostnaði sem fylgir því að taka kortalán sem aug- lýst eru sem vaxtalaus eða „0%.“ Nokkir þúsundkallar í kostnað við lánið virðast ekki svo mikil fórn í skiptum fyrir að að eignast nýtt sjónvarp hratt og örugglega. Eina sem þarf að gera er að mæta í verslunina með kreditkortið á lofti og að lokinni snöggri samningsgerð og nokkrum undirskriftum er hægt að halda heim með varninginn. Lántökugjöld og greiðslu- gjöld vega þungt Sunnudagsblað Morgunblaðsins skoðaði kjör á vaxtalausum korta- lánum og yfirdráttarlánum til 6 og 12 mánaða. Þegar borin eru saman svo ólík lán er hlutfallstalan ÁHK það sem neytendur ættu að horfa á. Lán með ÁHK = 20% er tvöfalt dýrara en lán með ÁHK = 10%. Eins og sjá má í töflunni að ofan eru lán sem auglýst eru sem vaxta- laus lán oft dýrari en ef neytandinn færi hreinlega í bankann og óskaði eftir að fá yfirdrátt fyrir sömu upp- hæð og greiða niður á jafnlöngum tíma. Þó skal bent á að yfirdrátt- arlán eru ekki jafn aðgengileg, fyrst þarf að fá samþykki útibús og það getur tekið lengri tíma en að fá kor- talán sem er afgreitt í versluninni sjálfri. Í fimm dæmum af átta í töfl- unni eru kortalánin dýrari kostur en yfirdráttarlán. Lántökugjöld af vaxtalausum lánum eru 3,5% og gjöld eru tekin af hverri greiðslu. Breki Karlsson hjá Stofnun um fjármálalæsi bendir á að best sé auðvitað að eiga fyrir hlutnum áður en hann er keyptur. „Ef hins vegar á að taka lán á annað borð þá er ágætt að hafa í huga að það er ákveðin þumalputtaregla að því auð- veldara sem er að fá lánið því óhag- stæðara er það. Oft hefur verið mið- að við það að yfirdráttarlán séu þau dýrustu á markaðnum. Fólki ætti því að hugsa sig tvisvar um áður en það tekur lán sem er enn dýrara en yfirdráttarlán,“ segir Breki. Vaxtalaust en ekki ókeypis VAXTALAUS LÁN SEM HÆGT ER AÐ FÁ TIL AÐ FJÁRMAGNA KAUP Á ÝMSUM VARNINGI ERU Í SUMUM TILVIKUM DÝRARI EN YFIRDRÁTTARLÁN. NEYTENDUR ÆTTU AÐ KYNNA SÉR FYRIRBÆRIÐ ÁHK TIL AÐ BERA SAMAN LÁNAKOSTI. ÞVÍ LÆGRI SEM ÁHK = ÁRLEG HLUTFALLSTALA KOSTNAÐAR ER – ÞEIM MUN HAGSTÆÐARA ER LÁNIÐ. Hvað kostar að fjármagna stóru innkaupin? Heimild: Borgun,Valitor, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki. Útreikningar eru lánveitenda sjálfra. * Borgun veitir sams konar lán til sinna viðskiptavina: 0% vextir, 3,5% lántökugjald, 340 króna gjald á hverja greiðslu. ** Í dæmunum er miðað við vexti samkvæmt vaxtatöflum hvers banka og gert ráð fyrir að neytandi greiði yfirdráttinn niður með mánaðarlegum greiðslum. Vextir á yfirdráttarlánum geta verið hærri eða lægri allt eftir því hvaða þjónustuleið er valin. Miðað var við vexti af sambærilegum þjónustuleiðum: Vextir Vörðufélaga í Landsbankanum eru 12,10%, hjá Íslandsbanka eru vextir í Platínum þjónustu 12,05% og hjá Arion eru vextir í Platinum þjónustu 11,80%. Tekið skal fram að aðgengi að kortalánum er jafnan auðveldara en að yfirdráttarlánum. Auk þess eru mánaðargreiðslur ekki alltaf jafnar í tilfelli yfirdráttarlána. ***Hjá Arion banka þarf viðskiptavinur að öllu jöfnu að greiða skjalagerðargjald sem nemur 750 krónum ef sótt er um yfirdráttarlán í netbanka en 1.950 krónum (750 + 1.200 krónur) ef sótt er um í útibúi. Það gjald er innifalið í útreikningum á ÁHK. Dæmi 1 Þvottavél 100.000 kr. stgr. Dæmi 3 42” sjónvarp 200.000 kr. stgr. Dæmi 2 Gasgrill 150.000 kr. stgr. Dæmi 4 Sófi 300.000 kr. stgr. Vaxtalaust kortalán* Yfirdráttarlán** Vaxtalaust lán hjá Borgun: 0% vextir, 3,5% lán- tökugjald, 340 kr. gjald pr. greiðslu Vaxtalaust lán hjáValitor : 0% vextir, 3,5% lán- tökugjald, 330 kr. gjald pr. greiðslu Yfirdráttarlán með 12,10% vöxtum hjá Landsbankanum Yfirdráttarlán með 12,05% vöxtum hjá Íslandsbanka Yfirdráttarlán með 11,80% vöxtum hjá Arion banka*** Alls greitt Greiðsla á mánuði Heildarkostnaður ÁHK 12 m án . 107.580 kr. 107.460 kr. 106.674 kr. 106.527 kr. 108.466 kr. 8.965 kr. 8.955 kr. 8.890 kr. 8.877 kr. 9.039 kr. 7.580 kr. 7.460 kr. 6.674 kr. 6.527 kr. 8.466 kr. 14,6% 14,1% 12,8% 12,8% 16,7% Alls greitt Greiðsla á mánuði Heildarkostnaður ÁHK 6 m án . 105.540 kr. 105.480 kr. 103.559 kr. 103.515 kr. 105.459 kr. 17.590 kr. 17.580 kr. 17.260 kr. 17.253 kr. 17.577 kr. 5.540 kr. 5.480 kr. 3.559 kr. 3.515 kr. 5.459 kr. 20,2% 19,6% 12,8% 12,8% 20,3% Alls greitt Greiðsla á mánuði Heildarkostnaður ÁHK 12 m án . 159.330 kr. 159.210 kr. 160.012 kr. 159.791 kr. 161.662 kr. 13.278 kr. 13.268 kr. 13.334 kr. 13.316 kr. 26.944 kr. 9.330 kr. 9.210 kr. 10.012 kr. 9.791 kr. 11.662 kr. 11,9% 11,6% 12,8% 12,8% 15,3% Alls greitt Greiðsla á mánuði Heildarkostnaður ÁHK 6 m án . 157.290 kr. 157.230 kr. 155.338 kr. 155.272 kr. 157.180 kr. 26.215 kr. 26.205 kr. 25.890 kr. 25.879 kr. 26.197 kr. 7.290 kr. 7.230 kr. 5.338 kr. 5.272 kr. 7.180 kr. 17,8% 17,2% 12,8% 12,8% 17,7% Alls greitt Greiðsla á mánuði Heildarkostnaður ÁHK 12 m án . 211.080 kr. 210.960 kr. 213.349 kr. 213.054 kr. 214.858 kr. 17.590 kr. 17.580 kr. 17.779 kr. 17.755 kr. 17.905 kr. 11.080 kr. 10.960 kr. 13.349 kr. 13.054 kr. 14.858 kr. 10,6% 10,3% 12,8% 12,8% 14,6% Alls greitt Greiðsla á mánuði Heildarkostnaður ÁHK 6 m án . 209.040 kr. 208.980 kr. 207.117 kr. 207.029 kr. 208.900 kr. 34.840 34.830 kr. 34.520 kr. 34.505 kr. 34.817 kr. 9.040 kr. 8.980 kr. 7.117 kr. 7.029 kr. 8.900 kr. 16,5% 16,0% 12,8% 12,8% 16,3% Alls greitt Greiðsla á mánuði Heildarkostnaður ÁHK 12 m án . 314.580 kr. 314.460 kr. 320.024 kr. 319.581 kr. 321.250 kr. 26.215 kr. 26.205 kr. 26.669 kr. 26.632 kr. 26.771 kr. 14.580 kr. 14.460 kr. 20.024 kr. 19.581 kr. 21.250 kr. 9,2% 9,2% 12,8% 12,8% 13,9% Alls greitt Greiðsla á mánuði Heildarkostnaður ÁHK 6 m án . 312.540 kr. 312.480 kr. 310.676 kr. 310.544 kr. 312.342 kr. 52.090 kr. 52.080 kr. 51.779 kr. 51.757 kr. 52.057 kr. 12.540 kr. 12.480 kr. 10.676 kr. 10.544 kr. 12.342 kr. 15,2% 15,0% 12,8% 12,8% 15,0% Lægsta ÁHK Hæsta ÁHK 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014 Neytendastofa hefur eftirlit með því að lögum um neytendalán sé fram- fylgt. Fram til þessa hefur stofnunin einbeitt sér að því að fylgjast með því að fyrirtæki birti neytendum þær upplýsingar sem lögin gera ráð fyrir. Að sögn Þórunnar Önnu Árna- dóttur, sviðsstjóra hjá Neyt- endastofu, hefur mikil vinna fylgt innleiðingu löggjafarinnar. Stofn- unin hafi ekki getað haldið úti eins virku eftirliti með lögunum og lagt hafi verið upp með við gildistöku þeirra. Það komi meðal annars til vegna þess að ekkert fjármagn hafi fylgt frá inn- anríkisráðuneyt- inu þegar Neyt- endastofu var falið að hafa eft- irlit með því að lögunum væri framfylgt. Þá séu breytingar, til dæmis á skil- málum lána og samningum, sem fyrirtækin sjálf þurfi að gera vegna breyttra laga mjög umfangsmiklar. Vafatilvik við túlkun laganna hafa einnig verið fleiri en gert var ráð fyrir. „Alþingi taldi þörf á að heilu stöðugildi yrði bætt við hjá Neytendastofu í kjölfar lagasetningarinnar en innanrík- isráðuneytið setti enga fjármuni í það. Við höfum reynt eftir fremsta megni að fylgjast með því að lög- unum sé framfylgt miðað við þá fjár- muni sem við höfum. Mesta púðrið hefur farið í að fylgja því eftir að fyrirtækin veiti þær upplýsingar sem lögin gera ráð fyrir. Lögin snúast að miklu leyti um aukna upplýsingagjöf til neytenda og einnig er sett hámark á þann kostnað sem má innheimta af neyt- endum með hámarki á ÁHK. Neyt- endastofa hefur orðið vör við að fyr- irtæki eigi í erfiðleikum með að reikna út ÁHK. Stofnunin vinnur að leið til að geta yfirfarið útreikninga frá fyrirtækjunum þannig að hægt sé að staðfesta að útreikningar séu réttir. Þá ættu neytendur að geta treyst því að uppgefin ÁHK frá fyr- irtækjum sé rétt,“ segir Þórunn. Fé skortir til að fram- fylgja lögum Alþingi taldi þörf á að heilu stöðu- gildi yrði bætt við hjá Neyt- endastofu í kjöl- far lagasetning- arinnar en innanríkisráðu- neytið setti enga fjármuni í það ÁHK er gefin upp fyrir vörur sem hægt er að kaupa með vaxtalausu láni Borgunar í ELKO bæklingum. Athuganir blaðamanns leiddu í ljós að þær tölur eru of lágar miðað við reglugerð um ÁHK. Samkvæmt upplýsingum frá Óttari Erni Sigurbergssyni, innkaupastjóra ELKO, er beð- ið eftir því að Borgun útbúi reiknivél fyrir árlega hlutfalls- tölu kostnaðar. Tekin hefur verið ákvörðun um að ELKO muni ekki birta upplýsingar um ÁHK fyrr en réttur út- reikningur frá lánveitanda ligg- ur fyrir. Að sögn Hauks Odds- sonar forstjóra Borgunar er vinna nú þegar hafin við að leiðrétta útreikninga á ÁHK. ELKO HÆTTIR AÐ BIRTA ÁHK VEGNA VILLU HJÁ BORGUN *Ný lög um neytendalán tóku gildi 1. nóvember 2013.Meiri kröfur eru gerðar til lánveitenda um að veita neyt-endum upplýsingar um alla mögulega kostnaðarliði lána. ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.