Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 57
8.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Rás 1 Ríkisútvarpsins og
Listasafn Íslands frumflytja
samtímis á hvítasunnudag
klukkan 14 útvarpsþáttinn
„Píanó: Fúga fyrir undirbúin píanó“.
Þátturinn er unninn í samstarfi við
Listahátíð og sýninguna Píanó undir
stjórn Tinnu Þorsteinsdóttur.
2
Í blíðunni á hvítasunnudag
er kjörið að heimsækja bæ-
inn Krók á Garðaholti í
Garðabæ, á leiðinni út á
Álftanes. Krókur er lítill bárujárns-
klæddur burstabær sem var endur-
byggður úr torfbæ árið 1923. Þar er
starfrækt safn á sumrin og opið á
sunnudögum kl. 13 til 17.
4
Nimrod Ron heldur út-
skriftartónleika í Salnum á
sunnudag kl. 19.30. Hann er
að ljúka BMus-námi í túbuleik
í tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt en
m.a. verða frumflutt tvö verk.
5
Hinni athyglisverðu sýningu
„Hnallþóra í sólinni, úrval
prent- og bókverka eftir
Dieter Roth (1930-1998)“
lýkur í Hafnarborg á mánudag. Á sýn-
ingunni er lögð áhersla á framlag
Dieters Roth til prentmiðilsins, sem
hann hafði mikinn metnað fyrir. Sýnd
eru grafík- og bókverk frá árunum
1957-1993. Sýningarstjóri er Björn
Roth.
3
Hljómsveitin Myndra heldur
útgáfutónleika í Norræna hús-
inu á laugardagskvöld klukkan
20 og kynnir efni af nýrri
plötu, „Songs From Your Coll-
arbone“. Nokkrir vinir stækka hljóm-
sveitina og kunna þetta að vera síð-
ustu tónleikar sveitarinnar.
MÆLT MEÐ
1
Blásarakvintett Reykjavíkur kemur framá stofutónleikum á Gljúfrasteini ásunnudag og hefjast þeir klukkan 16.
Tónleikana kallar kvintettinn „Rapp og ridd-
arar á Skerplu“ og á efnisskránni eru „La
cheminée du roi René“ eftir Darius Milhaud,
„Íslenskt rapp - Rondo fantastico“ eftir Atla
Heimi Sveinsson og „Fornir ungverskir
dansar“ eftir Farkas.
Titill tónleikanna vísar til rapps Atla
Heimis og kvintetts Dariusar Milhaud, en
hann fjallar um miðaldarómantík og ridd-
aramennsku. Annar mánuður í sumri eða
skerpla hófst 24. maí og lýkur 23. júní.
Blásarakvintett Reykjavíkur skipa þau
Hallfríður Ólafsdóttir á flautu, Daði Kol-
beinsson á óbó, Einar Jóhannesson klarín-
ettuleikari, Jósef Ognibene á horn og Darri
Mikaelsson fagottleikari.
„Það er komið nýtt blóð í kvintettinn,
Hallfríður og Darri á flautu og fagott,“ segir
Einar sem er einn stofnfélaganna. „Við höfð-
um komið okkur upp mjög persónulegum
stíl, sem ekki er alltaf hægt að halda sig við
og hann kemur til með að breytast eitthvað.
Hvað hljómheiminn varðar höfum við oft
hugsað út fyrir kammermúsíkrammann og
höfum hljómað eins og lítil hljómsveit en
með nýju fólki kemur nýr kraftur. Við öld-
ungarnir yngjumst allir upp við það,“ segir
hann og hlær.
Einar segir kvintettinn ekki æfa reglulega.
„En í mörg ár gerðum við það og lögðum
ótrúlega mikla vinnu í að búa til þennan
kvintett sem ferðaðist út um allan heim og
hafði þennan sérstaka hljóm. Nú komum við
saman fyrir einstök verkefni.
Við þrír sem erum eftir búum að því sem
við æfðum upp, höfum í raun geipilega víð-
feðma efnisskrá, en Hallgerður og Darri
verða að setjast niður og læra,“ segir hann.
Hvað efnisskrá tónleikanna á sunnudag
varðar segist Einar hafa tekið að sér að
setja hana saman og hafi hann síðan tilkynnt
þeim hinum hver hún væri. „Varðandi tit-
ilinn hafði ég rappið hans Atla Heimis í
huga, en það hefur kvintettinn ekki leikið í
nokkur ár, auk árstíðarinnar. Stykkið eftir
Milhaud hefur fylgt okkur lengi en við höf-
um heldur ekki leikið það lengi og það er
gaman að rifja það upp með nýja fólkinu. Þá
endum við á dýrðlegri þjóðlagatónlist eftir
Farkas.“
Blásarakvintett Reykjavíkur var stofnaður
1981. Hann er einn virtasti kammerhópur
landsins og hefur borið hróður íslenskrar
tónmenningar víða um lönd. Hópurinn hefur
haldið tónleika í mörgum Evrópulöndum, í
Bandaríkjunum, Asíu og Ástralíu. Mörg tón-
skáld hafa samið verk sérstaklega fyrir hóp-
inn og hin virtu hljómplötufyrirtæki Chandos
og BIS hafa gefið út leik kvintettsins og
dreift víða. Blásarakvintett Reykjavíkur var
tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norður-
landaráðs árið 1995 og var opinber kamm-
erhópur Reykjavíkurborgar 1998 til 2000.
BLÁSARAKVINTETT REYKJAVÍKUR LEIKUR Á GLJÚFRASTEINI
Kvintettinn með nýju blóði
NÝIR BLÁSARAR HAFA TEKIÐ SÉR
STÖÐU Í HINUM REYNSLUMIKLA
BLÁSARAKVINTETT REYKJAVÍKUR.
ÞAU KOMA FRAM Á SUNNUDAG.
Blásarakvintett Reykjavíkur eins og hann er
skipaður í dag. Hann hefur leikið víða um lönd á
síðustu áratugum, við góðar undirtektir.
en félagar hennar búa hins vegar víða um
Evrópu og koma saman í „æfingabúðum“ og
tónleikaferðum, en flest eru þau í slíkum
ferðum í yfir 150 daga ár hvert.
„Þetta verður fyrsta heimsókn okkar
flestra til Íslands. Við erum spennt. Mikið
hefur verið rætt um ferðina innan hópsins,“
segir franski fiðluleikarinn Geffroy Chied,
einn stofnfélaga MCO. Undir það tekur
þýski fiðluleikarinn Henja Semmler þegar
blaðamaður ræðir við þau fyrir tónleika í
Bergen. „Já, það er spenningur í hópnum.
Margir vina minna hafa komið til Íslands og
sumir voru svo hrifnir að þeir hugleiddu að
flytja til landsins!“ segir hún og brosir.
Þegar spurt er hvort lagt hafi verið upp
með það við stofnun hljómsveitarinnar að
hún myndi ferðast þetta mikið segja þau að
markmiðið hafi verið að spila saman og til að
geta gert það urðu þau að ferðast.
„Starf hljómsveitarinnar snýst um verk-
efni,“ segir Chied. „Við komum saman til að
ráðast í ákveðin verkefni sem hafa verið vel
undirbúin og ferðirnar eru hluti af þeim.
Við förum að heiman og er gert kleift að
einbeita okkur á ferðalögum að því sem við
gerum best; ég tel það mikilvægt fyrir
hljómsveitina hvað við náum góðri einbeit-
ingu á verkefnin á ferðalögunum.“
Þau segja að á æfingatímabilum starfi þau
venjulega sem gestir í tónlistarhúsum, oft til
að mynda í Ferrera á Ítalíu þar sem komið
hefur fyrir að þau séu tvisvar til þrisvar á
ári; þar þekki þau orðið tónleikasalinn afar
vel og áheyrendur. „Nú förum við að koma
þrisvar á ári til Íslands,“ segir Semmler
hlæjandi. Þau segja hljómsveitina byggða
upp eins og lítið lýðveldi, þar sem allir hafa
jafnan atkvæðisrétt og eru mjög samtaka.
Þar fyrir utan hafi listræn markmið haldið
hópnum saman í nær tvo áratugi.
„Það er tónlistin sem er mikilvægust; æf-
ingarnar og tónleikarnir. Við getum rifist um
smáatriði en þegar allt kemur til alls er það
ástin á tónlistinni sem heldur okkur saman.
Við viljum miðla þeirri ástríðu og tónverk-
unum sem við leikum til áheyrenda. Það er
áhrifaríkt og alltaf jafnspennandi,“ segir
hún. Chied bætir við: „Ekkert leysir upplifun
á tónleikum af hólmi. Hljóðritanir hafa alltaf
verið fyrir mér eins og skuggar eða minn-
ingar. Fólk þarf að heyra og sjá tónlistar-
menn, þannig er best að njóta tónlistar.“
Tónleikagestir hylltu Mahler Chamber Orchestra og einleikarann Leif Ove Andsnes hressilega, með klappi og hrópum, eftir tónleika í Bergen.
Morgunblaðið/Einar Falur
„Það er tónlistin sem er mikilvægust,“ segja
Henja Semmler og Geoffrey Chied.
Morgunblaðið/Einar Falur