Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014 Þ að er stundum haft á orði að þeim, sem komnir séu á efri ár, þyki flestu hafa farið aftur, frá því sem var „á meðan þeir voru og hétu“, hvort sem horft sé til menningar, málfars og ekki síst til þess sem kalla mætti framkomu, viðmót, virðingu og siðferði. Gagnlaust nöldur Í leiðinni er því gjarnan slegið föstu að nöldur og fjas hafi hvarvetna fylgt þeim sem eru á lokaspretti lífs- ins. Þeirri niðurstöðu fylgir oft tilvitnun á borð við þessa (í ólíkum útgáfum): Æskufólkið sækir í óhóf og munað. Það er illa siðað, andæfir eðlilegu agavaldi, sýnir eldra fólki vanvirðingu, stendur uppi í hárinu á foreldrum sínum og er jafnvel með uppsteyt við sína eigin kennara.“ Eftir hæfilega kúnstpásu er því ljóstrað upp að þessi nútímalega og kunnuglega kvörtun komi raunar úr munni sjálfs Sókratesar, þegar hann opinberaði ergelsi sitt mörgum öldum fyrir Kristsburð. Þarf þá ekki fleiri vitni vegna þess máls og áheyrandanum er gert að gleypa niðurstöð- una eins og Sókrates innihaldið úr seinasta beiska sopa bikarsins. Þó er það samt svo, og sést þegar gluggað er í við- töl við fólk hér í blaðinu, sem komið er á efri ár, man langt fram og hefur frá mörgu að segja, að helsti samnefnarinn í þeim samtölum er, hvílík um- skipti til góðs það hafi fengið að lifa, ævintýraleg umskipti. Þótt gæðum sé sjálfsagt misskipt eins og annars staðar og endranær, þykir þessu fólki augljóst að langflest hafi snúist til betri vegar, næstum eins og frá gjallöld til gullaldar. Þrátt fyrir það, að talað sé um að misvel sé skammtað, þá búi allir eins og við allsnægtir, miðað við það sem var, sé horft til baka um rúma hálfa öld eða litlu meira. Feilfríar framfarir? En þótt þannig líti stóra myndin út og það ætti að vera óumdeilanlegt, þá útlokar það ekki, að í lofuðum og prísuðum framförum og stórbættum ytri lífs- gæðum gæti hugsanlega sitthvað verið með betri brag. Og sú tilgáta kemur hvorki Sókratesi við, né er hún merki um að aðfinnslumenn, eins og hann, kunni ekki að hafa sitthvað til síns máls, þrátt fyrir allt. Og þótt enginn sækist eftir sæti í tímavélinni sem skrúf- að geti hann aftur í tímann aðra leiðina og þótt flestir hljóti að vera stoltir og þakklátir yfir framförum á Ís- landi á nýliðinni öld, skaðar ekki að hlusta á ábend- ingar og athugasemdir, jafnvel þær sem eru dálítið nöldurslegar. „Framfarir“ eru í senn víðfeðmt orð og jákvæð ein- kunn. Varla getur nokkur maður verið á móti fram- förum. Minnisstætt er þó lítið atvik sem varð eitt sinn í troðfullum sal á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins. Orðmargur ræðumaður í púlti sagði eitthvað á þessa leið: „Við sjálfstæðismenn erum allir hlynntir framförum.“ Allar líkur stóðu til að þessi yfirlýsing flyti fram án þess að sérstaklega væri eftir henni tek- ið eða hún yrði minnisstæð. En þegar hún var sögð í sakleysi ræðumannsins var hrópað út úr sal: „Nei“. Það hrópaði sá góði maður Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður, sem andmælti hinum óand- mælanlegu sannindum skýrri rödd, með sínum ein- kennandi Engeyjar-hljóm, sem eldri sjálfstæðis- Neil, Gróa og galdarstafir tækninnar * Þótt gæðum sé sjálfsagt mis-skipt eins og annars staðarog endranær, þykir þessu fólki augljóst að langflest hafi snúist til betri vegar, næstum eins og frá gjallöld til gullaldar. Reykjavíkurbréf 06.06.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.