Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 22
Margir sækjast eftir því að upplifa það að spila golf í dagsbirtu á nóttunni en fáir staðir í heiminum bjóða upp á þann einstaka möguleika líkt og Ísland. Morgunblaðið/Eggert V eturinn var grasflötum höfuðborgar- svæðisins erfiður og riðlaði heima- leikjum stærstu knattspyrnuklúbba landsins sem treystu sér ekki til að spila á kalskemmdu grasinu. Margir óttuðust að stærstu golfvellir landsins hlytu sömu ör- lög en raunin varð önnur og eru margir golf- vellir orðnir iðjagrænir og fallegir. Edwin Roald golfvallahönnuður segir marga hafa óttast um ástand golfvalla enda mikil klaka- myndun verið í vetur. „Áhyggjurnar voru miklar enda erfitt að eiga við kalskemmdir. Það sem gerist er að grasið undir klakanum deyr og myndar eitur í jarðveginum. Þess vegna gengur illa að rækta upp gras á svæð- inu aftur.“ Ísland gósenland kylfingsins Golfvellir höfuðborgarsvæðisins hafa sloppið mjög vel miðað við aðstæður og golfsumarið komið á fullt. „Ég hef ekki séð flatirnar á öllum völlum á stór-höfuðborg- arsvæðinu en þær sem ég hef séð líta ágætlega út,“ segir Edwin en hann telur Ísland vera gósenland kylfinga. „Hér á landi er golf að- gengilegt öllum og það er loftslag- inu hér að þakka, landrýminu og birtuskilyrðum yfir sum- arið. Þrátt fyrir að veturinn sé oft langur er loftslag hér á landi með þeim hætti að við getum hannað og lagt golf- velli sem þurfa minna inngrip en vellir víða annars staðar, t.d. vestanhafs eða í sunn- anverðri Evrópu. Grasið sem við notum hér á landi er svokallað vingulgras, hið sama og er unnið með á mörgum þekkt- ustu golfvöllum Skot- lands. Það þrífst vel við íslenskar aðstæður og því er minna við- hald við vellina.“ Fámenni og stærð Íslands hefur einnig verið golfíþróttinni hér til happs að sögn Edwins en víða um heim er ekki jafnauðvelt að fá landrými undir stóra golfvelli. „Inn- an höfuðborgarsvæðisins ertu yfirleitt ekki lengur en fimm til tíu mínútur að keyra á næsta golfvöll við þig. Þetta eru lífsgæði sem fáir búa við í er- lendum stórborgum.“ Síðast en ekki síst tel- ur Edwin íslenska sumarið gera almenningi kleift að spila oftar golf en iðkendum flestra annarra landa. „Birtuskilyrðin hér eru slík að almenningur getur farið daglega eftir vinnu út á golfvöll yfir sumartímann. Þetta geta fæstir sem búa erlendis þar sem dimm- ir fyrr og vinnandi fólk bundið við að nýta helgar og sumarfrí. Íslenskir golfiðkendur búa því við frábærar aðstæður sem minnka kostnað við viðhald valla sem skilar sér í lægra verði og birtuskilyrði sem gerir vinn- andi fólki kleift að spila oftar. Þetta er án efa stór þáttur í vinsældum golfsins á Ís- landi.“ Það er ljóst að golfsumarið er komið á fullt og Íslendingar geta notið íþróttar- innar í náttúrulegu umhverfi, fersku lofti á fallegum völlum þar sem náttúran fær að njóta sín – langt frameftir sumri. Íslenskir golfvellir nýta sér víða nátt- úruna og umhverfið sem þeir eru byggðir við og víðast hvar er útsýn- ið og ferska loftið hluti af upplifun golfspilarans. GOLFÍÞRÓTTIN SÆKIR ENN Í SIG VEÐRIÐ Náttúrulegt umhverfi golfvalla ÍSLENSKIR GOLFVELLIR ERU EINSTAKIR FYRIR MARGAR SAKIR OG HAFA AÐSTÆÐUR HÉR Á LANDI SÍNA KOSTI OG GALLA. ÓTTUÐUST MARGIR AÐ KAL- SKEMMDIR MYNDU FARA ILLA MEÐ MARGA GOLF- VELLI OG GOLFSUMARIÐ HEFJAST SEINT VEGNA ÞESSA. SÚ REYNDIST EKKI RAUNIN OG ERU VELL- IRNIR ORÐNIR IÐJAGRÆNIR OG FARIÐ AÐ SPILA Á ÞEIM FLESTUM. NÁTTÚRULEGT UMHVERFI VALLANNA, FJÖLDI ÞEIRRA OG STAÐSETNING BJÓÐA ÖLLUM ÁHUGASÖMUM GÓÐA HREYF- INGU Í FALLEGU UMHVERFI. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Guðrún Brá Björgvins- dóttir slær af krafti. Morgunblaðið/Styrmir Kári Heilsa og hreyfing Orkumikið millimál Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Ernir Bananar hafa verið ræktaðir í gróðurhúsum á Íslandi en einungis í litlum mæli. *Bananar hafa fyrir löngu sannað gildi sitt semorkurík fæða og holl. Það ætti því engan aðundra að íþróttamenn og -konur fá sér gjarn-an banana rétt áður en vel skal tekið á því.Golfiðkendur ættu að hafa það í huga endabanani fullur af nauðsynlegum efnum líkt ogpróteinum, kolvetnum, fosfor og A- og B- vítamíni auk járns. Tilvalinn biti rétt áður en haldið er á golfvöllinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.