Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 21
8.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
SUMARFRÍ MEÐ ALLT IN
NIFALIÐ
FYRIR ALLA FJÖLSKYLD
UNA!
OKKAR ÓDÝRASTA
ALLT INNIFALIÐ
BON APART -ALANYA
Gildir eingöngu nýjar bókanir,
með minnst tvo saman í herbergi.
ÍSLENSKIR
BARNAKLÚBBAR!
PEGASOS WORLD -SIDE
Gildir eingöngu nýjar bókanir,
með minnst tvo saman í herbergi.
1 vika 2 vikur
16/7 129.599 229.599
23/7 129.599 229.599
30/7 129.599 Örfá sæti laus
20/8 119.599 189.599
1 vika 2 vikur
11/6 89.599 Örfá sæti laus
18/6 89.599 Örfá sæti laus
25/6 79.999 99.999
02/7 89.999 115.599
nazar.is · 519 2777
Til Tyrklands frá Keflavík
F
lugstöð 2 á Heathrow, einum
fjölfarnasta flugvelli í heimi,
verður áfram kennd við
drottninguna en Elísabet II.
Englandsdrottning vígði fyrri flug-
stöðina árið 1955. Fram að því höfðu
gömul hertjöld verið notuð til að
hýsa farþega í millilandaflugi.
Fyrsta flugvélin, vél United Air-
lines frá Chicago, lenti á miðviku-
daginn og gekk afgreiðsla farþega
vel fyrir sig. Tekið var á móti þeim
með pomp og prakt og komu tíð-
indin flatt upp á þá flesta. Í þeim
hópi var Jimmy nokkur Wales,
stofnandi alfræðiritsins Wikipedia á
netinu. Hann hefur greinilega
gleymt að kíkja inn á síðuna sína
um morguninn.
Nokkurrar eftirvæntingar gætti á
miðvikudag en þegar Flugstöð 5 á
Heathrow var opnuð fyrir sex árum
fór allt í hönk til að byrja með.
Starfsfólki gekk afleitlega að fóta
sig í nýju byggingunni og fyrsta
daginn lentu töskur fimmtán þúsund
farþega á röngum áfangastað. Eitt-
hvað hefur verið blótað þá – á ýms-
um tungumálum. Þá féllu hundruð
flugferða niður fyrsta kastið.
Álag aukið í áföngum
Ólíkt sumum kunna Bretar að læra
af reynslunni og fyrsta daginn sem
Flugstöð 2 var opin voru aðeins 34
flugvélar afgreiddar þar. Fyrir vikið
gekk allt eins og í sögu. Álagið á
nýju bygginguna verður svo aukið í
áföngum uns farþegar úr 330 flug-
vélum fara þar í gegn á degi hverj-
um á vegum 26 flugfélaga.
Þróunarstjóri Heathrow, John
Holland-Kaye, var að vonum í skýj-
unum. „Flugstöð 2 er hápunkturinn
á gríðarlegri fjárfestingu sem hefur
gjörbreytt Heathrow fyrir farþega.
Við mælum ekki árangurinn út frá
því hvernig til tókst fyrsta daginn;
við munum örugglega geta lagað sitt
af hverju. Lokatakmark okkar er að
farþegar líti á Flugstöð 2 sem eina
bestu flugstöð í heimi um ókomin
ár,“ sagði hann en kostnaður við
Flugstöð 2 er hálfur þriðji millj-
arður sterlingspunda.
Nútímaleg og rúmgóð
Ólíkt Flugstöð 5, sem er í útjaðri
Heathrow, var svigrúm við fram-
kvæmdir við Flugstöð 2 afar tak-
markað enda er hún inni í heildar-
mannvirkinu miðju. Gárungarnir
líktu verkefninu við að skipta um föt
með fætur og hendur bundnar.
Þetta virðist hafa heppnast vel, all-
tént eru fyrstu viðbrögð almennt já-
kvæð. Byggingin þykir í senn nú-
tímaleg, þægileg og rúmgóð. Betur
mun þó reyna á síðastnefnda þáttinn
þegar umferðin eykst á komandi
vikum.
Markmiðið er að farþegar komist
hraðar gegnum tollskoðun og vega-
bréfaeftirlit en tíðkast hefur. Hver
kannast ekki við raðirnar á Heat-
hrow, einkum á álagspunktum.
Þannig aukast þægindi farþega og
þeir verða auðvitað um leið líklegri
til að eyða peningum í 33 verslunum
og sautján veitingahúsum í nýju
byggingunni.
Flugstöð er hlið að hverju landi
og húsbændur á Heathrow lögðu
mikla áherslu á að hafa Flugstöð 2
veglega og íburðarmikla. Það myndi
gefa fögur fyrirheit um það sem biði
gestanna sem sækja Bretland heim.
orri@mbl.is
Eins og að klæða
sig með hendur og
fætur bundnar
FLUGSTÖÐ 2 Á HEATHROW Í LUNDÚNUM VAR TEKIN Í
NOTKUN Í VIKUNNI EN HÚN LEYSIR AF HÓLMI ELDRI
FLUGSTÖÐ SEM JÖFNUÐ VAR VIÐ JÖRÐU. FYRSTU VIÐ-
BRÖGÐ VIÐ „FLUGSTÖÐ DROTTNINGAR“ ERU JÁKVÆÐ.
Biðsalurinn í Flugstöð 2 þykir með glæsilegra móti. Þar ætti að verða hægð-
arleikur að stytta sér stundir meðan beðið er eftir flugi út í hinn stóra heim.
AFP
Sextíu afgreiðsluborð eru í nýju flugstöðinni og 66 kassar fyrir sjálfsinnritun.
AFP