Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 21
8.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 SUMARFRÍ MEÐ ALLT IN NIFALIÐ FYRIR ALLA FJÖLSKYLD UNA! OKKAR ÓDÝRASTA ALLT INNIFALIÐ BON APART -ALANYA Gildir eingöngu nýjar bókanir, með minnst tvo saman í herbergi. ÍSLENSKIR BARNAKLÚBBAR! PEGASOS WORLD -SIDE Gildir eingöngu nýjar bókanir, með minnst tvo saman í herbergi. 1 vika 2 vikur 16/7 129.599 229.599 23/7 129.599 229.599 30/7 129.599 Örfá sæti laus 20/8 119.599 189.599 1 vika 2 vikur 11/6 89.599 Örfá sæti laus 18/6 89.599 Örfá sæti laus 25/6 79.999 99.999 02/7 89.999 115.599 nazar.is · 519 2777 Til Tyrklands frá Keflavík F lugstöð 2 á Heathrow, einum fjölfarnasta flugvelli í heimi, verður áfram kennd við drottninguna en Elísabet II. Englandsdrottning vígði fyrri flug- stöðina árið 1955. Fram að því höfðu gömul hertjöld verið notuð til að hýsa farþega í millilandaflugi. Fyrsta flugvélin, vél United Air- lines frá Chicago, lenti á miðviku- daginn og gekk afgreiðsla farþega vel fyrir sig. Tekið var á móti þeim með pomp og prakt og komu tíð- indin flatt upp á þá flesta. Í þeim hópi var Jimmy nokkur Wales, stofnandi alfræðiritsins Wikipedia á netinu. Hann hefur greinilega gleymt að kíkja inn á síðuna sína um morguninn. Nokkurrar eftirvæntingar gætti á miðvikudag en þegar Flugstöð 5 á Heathrow var opnuð fyrir sex árum fór allt í hönk til að byrja með. Starfsfólki gekk afleitlega að fóta sig í nýju byggingunni og fyrsta daginn lentu töskur fimmtán þúsund farþega á röngum áfangastað. Eitt- hvað hefur verið blótað þá – á ýms- um tungumálum. Þá féllu hundruð flugferða niður fyrsta kastið. Álag aukið í áföngum Ólíkt sumum kunna Bretar að læra af reynslunni og fyrsta daginn sem Flugstöð 2 var opin voru aðeins 34 flugvélar afgreiddar þar. Fyrir vikið gekk allt eins og í sögu. Álagið á nýju bygginguna verður svo aukið í áföngum uns farþegar úr 330 flug- vélum fara þar í gegn á degi hverj- um á vegum 26 flugfélaga. Þróunarstjóri Heathrow, John Holland-Kaye, var að vonum í skýj- unum. „Flugstöð 2 er hápunkturinn á gríðarlegri fjárfestingu sem hefur gjörbreytt Heathrow fyrir farþega. Við mælum ekki árangurinn út frá því hvernig til tókst fyrsta daginn; við munum örugglega geta lagað sitt af hverju. Lokatakmark okkar er að farþegar líti á Flugstöð 2 sem eina bestu flugstöð í heimi um ókomin ár,“ sagði hann en kostnaður við Flugstöð 2 er hálfur þriðji millj- arður sterlingspunda. Nútímaleg og rúmgóð Ólíkt Flugstöð 5, sem er í útjaðri Heathrow, var svigrúm við fram- kvæmdir við Flugstöð 2 afar tak- markað enda er hún inni í heildar- mannvirkinu miðju. Gárungarnir líktu verkefninu við að skipta um föt með fætur og hendur bundnar. Þetta virðist hafa heppnast vel, all- tént eru fyrstu viðbrögð almennt já- kvæð. Byggingin þykir í senn nú- tímaleg, þægileg og rúmgóð. Betur mun þó reyna á síðastnefnda þáttinn þegar umferðin eykst á komandi vikum. Markmiðið er að farþegar komist hraðar gegnum tollskoðun og vega- bréfaeftirlit en tíðkast hefur. Hver kannast ekki við raðirnar á Heat- hrow, einkum á álagspunktum. Þannig aukast þægindi farþega og þeir verða auðvitað um leið líklegri til að eyða peningum í 33 verslunum og sautján veitingahúsum í nýju byggingunni. Flugstöð er hlið að hverju landi og húsbændur á Heathrow lögðu mikla áherslu á að hafa Flugstöð 2 veglega og íburðarmikla. Það myndi gefa fögur fyrirheit um það sem biði gestanna sem sækja Bretland heim. orri@mbl.is Eins og að klæða sig með hendur og fætur bundnar FLUGSTÖÐ 2 Á HEATHROW Í LUNDÚNUM VAR TEKIN Í NOTKUN Í VIKUNNI EN HÚN LEYSIR AF HÓLMI ELDRI FLUGSTÖÐ SEM JÖFNUÐ VAR VIÐ JÖRÐU. FYRSTU VIÐ- BRÖGÐ VIÐ „FLUGSTÖÐ DROTTNINGAR“ ERU JÁKVÆÐ. Biðsalurinn í Flugstöð 2 þykir með glæsilegra móti. Þar ætti að verða hægð- arleikur að stytta sér stundir meðan beðið er eftir flugi út í hinn stóra heim. AFP Sextíu afgreiðsluborð eru í nýju flugstöðinni og 66 kassar fyrir sjálfsinnritun. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.