Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 59
8.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
Í sálfræðitryllinum Öngstræti
(Apple Tree Yeard) eftir Louise
Doughty segir frá Yvonne sem
er erfðafræðingur, gift og
tveggja barna móðir. Hún hittir
ókunnugan mann og fyrr en var-
ir eiga þau í eldheitu ástar-
sambandi. Það samband hrindir
af stað ófyrirsjáanlegum og
skelfilegum afleiðingum fyrir þau
bæði.
Bókin hefur hlotið mjög góða
dóma erlendis. New York Tim-
es sagði til dæmis að frásögnin
væri meistaralega spunnin og
bókin skrifuð af miklu sál-
fræðilegu innsæi. Guardian
sagði að höfundi tækist frábær-
lega að draga upp mynd af
hversdagslegum harmleik.
Sálfræðitryllir
um framhjáhald
Ný ævisaga Eleanor Marx, dóttur Karls Marx, er
komin út í Bretlandi. Bókin nefnist einfaldlega
Eleanor Marx: A Life og er eftir Rachel Hol-
mes. Bókin þykir hin athyglisverðasta og vera bæði
grípandi og vel sögð, en ævi Eleanor var einkar við-
burðarík og um leið harmræn.
Eleanor lést árið 1898, 43 ára. Einhverjir fjöl-
skyldumeðlima og vina Eleanor töldu að hinn ótrúi
og óheiðarlegi ástmaður hennar, Edward Aveling,
hefði myrt hana. Hegðun hans eftir dauða hennar
þótti afar einkennileg og hann var staðinn að lygum
við réttarrannsókn. Almennt hefur þó verið talið
að Eleanor hafi fyrirfarið sér eftir að hafa frétt að
ástmaður hennar hefði leynilega gifst ungri leik-
konu.
Eleanor var merkileg kona á sinni tíð, hún þýddi
hina frægu skáldsögu Gustaves Flauberts, Frú
Bovary, á ensku fyrst allra og hún var einlægur
aðdáandi verka Henriks Ibsens. Hún var gall-
harður sósíalisti og kvenfrelsiskona og beitti sér í
verkalýðsmálum. Hún vann árum saman af mikilli
fórnfýsi fyrir föður sinn sem ritari og lagðist einnig í
mikla rannsóknarvinnu fyrir hann. Hún hóf ritun
ævisögu föður síns en lauk ekki við hana.
Eleanor Marx átti við-
burðaríka ævi en ekki að
sama skapi hamingjuríka.
SAGA SANNRAR BARÁTTUKONU
Von er á tveimur ljóðabókum frá Forlaginu í
júní en það eru bækurnar Kisan Leónardó
og önnur ljóð eftir Véstein Lúðvíksson
og Hverafuglar eftir Einar Georg. Vé-
steinn Lúðvíksson hefur á umliðnum áratug
verið ötull að senda frá sér ljóðabækur sem
vakið hafa athygli, en fyrrum var hann þekkt-
astur fyrir skáldsögur sínar, smásögur og leik-
rit. Ljóð Einars Georgs þekkja flestir Íslend-
ingar þótt þeir geri sér ef til vill ekki grein
fyrir því. Einar Georg er faðir tónlistarmann-
anna Ásgeirs Trausta og Þorsteins í
Hjálmum og hafa þeir bræður báðir samið
lög við texta Einars sem hljómað hafa í eyr-
um landsmanna. Ásgeir Trausti myndskreytir
einnig Hverafugla. Varla er annað hægt en að
tala um sannkallað ljóðasumar hjá Forlaginu
en á undanförnum mánuðum hafa komið út
nýjar ljóðabækur eftir Þórarin Eldjárn
(Tautar og raular) og Anton Helga
Jónsson (Tvífari gerir sig heimakom-
inn). Auk þeirra kom út heildarsafn ljóða
Gerðar Kristnýjar og úrval ljóða Steins
Steinars var endurútgefið.
GJÖFULT LJÓÐASUMAR
Hverafuglar er ljóðabók eftir Einar
Georg sem er faðir Ásgeirs Trausta
og Þorsteins í Hjálmum.
Þessi týpa eftir Björgu Magn-
úsdóttur er sjálfstætt framhald
fyrri bókar höfundar Ekki þessi
týpa og söguhetjurnar eru sem
fyrr vinkonurnar Bryndís, Reg-
ína, Inga og Tinna. Í bókinni
blandast saman gaman og al-
vara og Björg fjallar meðal ann-
ars um vináttu, kynhneigð og
kynferðisofbeldi. Fyrri bók
hennar Ekki þessi týpa fékk
ágætar viðtökur og þeir sem
lásu hana sér til ánægju munu
örugglega líka lesa þessa.
Framhald af bók
um vinkonur
Spennutryllir,
týpur og úrval
af því besta
NÝJAR BÆKUR
BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR SENDIR FRÁ SÉR SKÁLD-
SÖGU SEM ER FRAMHALD AF FYRSTU BÓK
HENNAR. ERLENDUR SPENNUTRYLLIR ER KOMIN
Á ÍSLENSKU OG SÖMULEIÐIS NÝ BÓK Í SERÍUNNI
GAME OF THRONES. ÞRJÁR BÆKUR HAFA SVO
BÆST VIÐ HINA VINSÆLU GJAFABÓKASERÍU FOR-
LAGSINS.
Sverðagnýr eftir George R.R.
Martin er hluti af sagnabálkinum
Game of Thrones, en eins og
kunnugt er njóta samnefndir
sjónvarpsþættir gríðarlegra vin-
sælda víða um heim, en þeir eru
meðal annars teknir upp á Ís-
landi. Baráttan um Járnhásætið
hefur aldrei verið ofsafengnari
og grimmilegri en í þessari bók
þar sem spenna og óvænt at-
burðarás halda lesandanum við
efnið.
Grimmileg barátta um hásætið
Þrjár nýjar bækur eru komnar út í hinni fallegu gjafa-
bókaseríu Forlagsins en Alexandra Buhl sér þar um
útlitshönnun. Íslenskir málshættir og snjallyrði er
ein þessara bóka og Nanna Rögnvaldardóttir valdi.
Íslenskar úrvalsstökur og íslensk úrvalsljóð eru hin-
ar tvær og þar er það Guðmundur Andri Thorsson
sem sá um valið. Þetta eru einstaklega fallegar bæk-
ur og upplagðar til gjafa.
Fallegt og vandað
úrval
* Ég er bara maður. Það er svo sem nógumikil köllun. Pär Lagerkvist BÓKSALA 28. MAÍ-3. JÚNÍ
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Þessi týpaBjörg Magnúsdóttir
2 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson
3 Frosinn - þrautirWalt Disney
4 Íslenskar þjóðsögurBenedikt Jóhannesson/Jóhannes
Benediktsson tóku saman
5 Gæfuspor - gildin í lífinuGunnar Hersveinn
6 Eldað með EbbuEbba Guðný Guðmundsdóttir
7 ÖngstrætiLouise Doughty
8 Íslenskir málshættir og snjallyrðiNanna Rögnvaldardóttir valdi
9 Stjörnurnar á HMIllugi Jökulsson
10 Íslensk orðsnilldIngibjörg Haraldsdóttir valdi
Kiljur
1 Þessi týpaBjörg Magnúsdóttir
2 ÖngstrætiLouise Doughty
3 LífsmörkAri Jóhannesson
4 DægradvölBenedikt Gröndal
5 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes
6 ParadísarfórnKristina Ohlsson
7 Húsið við hafiðNora Roberts
8 Eða deyja ellaLee Child
9 Stúlkan frá Púertó RíkóEsmeralda Satiago
10 HHhHLaurent Binet
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.