Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 30
Matur og drykkir Tilbreyting með chia-fræjum *Chia-fræ eru skemmtileg tilbreyting fráhinum hefðbundnu sesam- og hörfræjum. Þaueru rík af trefjum og omega-3-fitusýrum og mát.d. nota í þeytinga, granóla, út á morgunkorneða jógúrt og í bakstur. Fyrir þá sem eru vanirað fá sér hafragraut í morgunmat getur chia-grautur verið kærkomin nýjung við morg- unverðarborðið. Fræin má vitaskuld einnig borða hrá. É g segi oft að þetta sé frekar list en bakstur,“ segir Sigurveig Káradóttir, eigandi Matarkistunnar, um bakstur makkaróna. „Að mörgu er að hyggja við baksturinn – ekki er sama hvernig veðrið er þegar baksturinn fer fram og oft þarf ég að bíða heillengi eftir rétta veðrinu! Þetta er mikil list – bakstur er mín sköpun.“ Sigurveig opnaði á dögunum Sælkerabúð Sigurveigar á Berg- staðastræti 4, þar sem hún selur ýmsar kræsingar, m.a. makka- rónur og aðrar kökur. Hafrak- lattar Matarkistunnar, sem not- ið hafa vinsælda síðustu ár, fást þar einnig og þegar fram í sæk- ir verður boðið upp á léttan hádegisverð sem hægt verður að grípa með sér í amstri dags- ins. Í góðu veðri má jafnvel tylla sér fyrir ut- an verslunina, því þar er skjólríkur lítill garð- ur. Óhætt er að segja að Sigurveig leggi metn- að í vinnu sína, því auk matreiðslunáms við Le Cordon Bleu gerði hún sér ferð til Parísar til að læra að baka makkarónur. Hún leggur einkum áherslu á góð hráefni og persónlega nálgun. „Eldhúsið mitt á að vera fram- hald af eldhúsi gestanna minna,“ segir Sigurveig. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana, því amma hennar og nafna var mikil bakst- urskona og átti þátt í að kveikja áhuga Sigurveigar á elda- mennsku. Mikil fjölbreytni er í bakstri Sigurveigar en aðspurð hvaðan innblásturinn komi svarar Sig- urveig því til að reynslan sé mikilvægust. „Hugmyndirnar koma oftast til mín af sjálfs- dáðum. Mér finnst líka gaman að ferðast og þá sér maður margt sem seinna nýtist,“ segir sælkerinn í Bergstaðastræti. Sigurveig deilir með lesendum uppskrift að sunnudagsköku. SIGURVEIG OPNAR NÝJA SÆLKERAVERSLUN Bakstur er mín sköpun VANDFUNDINN ER SÁ SÆLKERI SEM STAÐIST GETUR FREISTINGARNAR Í NÝOPNAÐRI SÆLKERABÚÐ SIGURVEIGAR. ÞAR MÁ FINNA ÝMSAR KRÆSINGAR EN LITRÍKAR MAKKARÓNUR ERU Í FORGRUNNI. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Sigurveig Káradótt- ir, eigandi, og Svava Rafnsdóttir, starfs- maður, eru að von- um ánægðar með opnun Sælkera- búðarinnar. Í BOTNINN FÓR: 100 g ristaðar heslihnetur 30 g kakósmjör (eða smjör) 30 g pálmasykur (eða sykur) „Malaði heslihneturnar fínt og bræddi kakósm- jörið í skaftpotti. Bætti möluðum heslihnetum og pálmasykri í pottinn og þjappaði frekar þunnu lagi af blöndunni í form. Lét þetta síðan kólna í ísskápn- um og gerði fyllinguna á meðan.“ FYLLINGIN VAR EINFÖLD: 200 g dökkt súkkulaði 100 g hnetusmjör banani bláber eftir smekk „Bræddi súkkulaðið og blandaði hnetusmjöri vel saman við. Setti banana ofan á botninn, súkkulaði- blönduna þar yfir og stráði að lokum nokkrum blá- berjum yfir. Lét þetta stífna í ísskápnum í tvo tíma en ágætt er að taka hana út nokkru áður en hún er skorin svo hún molni ekki. Verði ykkur að góðu!“ Nokkurn veginn allslaus súkku- laðikaka Sigurveigar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.