Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 30
Matur
og drykkir
Tilbreyting með chia-fræjum
*Chia-fræ eru skemmtileg tilbreyting fráhinum hefðbundnu sesam- og hörfræjum. Þaueru rík af trefjum og omega-3-fitusýrum og mát.d. nota í þeytinga, granóla, út á morgunkorneða jógúrt og í bakstur. Fyrir þá sem eru vanirað fá sér hafragraut í morgunmat getur chia-grautur verið kærkomin nýjung við morg-
unverðarborðið. Fræin má vitaskuld einnig
borða hrá.
É
g segi oft að þetta sé frekar list en
bakstur,“ segir Sigurveig Káradóttir,
eigandi Matarkistunnar, um bakstur
makkaróna. „Að mörgu
er að hyggja við baksturinn –
ekki er sama hvernig veðrið er
þegar baksturinn fer fram og
oft þarf ég að bíða heillengi eftir
rétta veðrinu! Þetta er mikil list
– bakstur er mín sköpun.“
Sigurveig opnaði á dögunum
Sælkerabúð Sigurveigar á Berg-
staðastræti 4, þar sem hún selur
ýmsar kræsingar, m.a. makka-
rónur og aðrar kökur. Hafrak-
lattar Matarkistunnar, sem not-
ið hafa vinsælda síðustu ár, fást
þar einnig og þegar fram í sæk-
ir verður boðið upp á léttan hádegisverð sem
hægt verður að grípa með sér í amstri dags-
ins. Í góðu veðri má jafnvel tylla sér fyrir ut-
an verslunina, því þar er skjólríkur lítill garð-
ur.
Óhætt er að segja að Sigurveig leggi metn-
að í vinnu sína, því auk matreiðslunáms við
Le Cordon Bleu gerði hún sér ferð til Parísar
til að læra að baka makkarónur.
Hún leggur einkum áherslu á góð
hráefni og persónlega nálgun.
„Eldhúsið mitt á að vera fram-
hald af eldhúsi gestanna minna,“
segir Sigurveig. Hún á ekki langt
að sækja hæfileikana, því amma
hennar og nafna var mikil bakst-
urskona og átti þátt í að kveikja
áhuga Sigurveigar á elda-
mennsku.
Mikil fjölbreytni er í bakstri
Sigurveigar en aðspurð hvaðan
innblásturinn komi svarar Sig-
urveig því til að reynslan sé mikilvægust.
„Hugmyndirnar koma oftast til mín af sjálfs-
dáðum. Mér finnst líka gaman að ferðast og
þá sér maður margt sem seinna nýtist,“ segir
sælkerinn í Bergstaðastræti. Sigurveig deilir
með lesendum uppskrift að sunnudagsköku.
SIGURVEIG OPNAR NÝJA SÆLKERAVERSLUN
Bakstur er mín sköpun
VANDFUNDINN ER SÁ SÆLKERI SEM STAÐIST GETUR FREISTINGARNAR Í NÝOPNAÐRI SÆLKERABÚÐ SIGURVEIGAR. ÞAR MÁ
FINNA ÝMSAR KRÆSINGAR EN LITRÍKAR MAKKARÓNUR ERU Í FORGRUNNI.
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is
Sigurveig Káradótt-
ir, eigandi, og Svava
Rafnsdóttir, starfs-
maður, eru að von-
um ánægðar með
opnun Sælkera-
búðarinnar.
Í BOTNINN FÓR:
100 g ristaðar heslihnetur
30 g kakósmjör (eða smjör)
30 g pálmasykur (eða sykur)
„Malaði heslihneturnar fínt og bræddi kakósm-
jörið í skaftpotti. Bætti möluðum heslihnetum og
pálmasykri í pottinn og þjappaði frekar þunnu lagi
af blöndunni í form. Lét þetta síðan kólna í ísskápn-
um og gerði fyllinguna á meðan.“
FYLLINGIN VAR EINFÖLD:
200 g dökkt súkkulaði
100 g hnetusmjör
banani
bláber eftir smekk
„Bræddi súkkulaðið og blandaði hnetusmjöri vel
saman við. Setti banana ofan á botninn, súkkulaði-
blönduna þar yfir og stráði að lokum nokkrum blá-
berjum yfir. Lét þetta stífna í ísskápnum í tvo tíma
en ágætt er að taka hana út nokkru áður en hún er
skorin svo hún molni ekki.
Verði ykkur að góðu!“
Nokkurn veginn
allslaus súkku-
laðikaka Sigurveigar