Morgunblaðið - 25.10.2014, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Þúsundir manna hafa dáið af völdum
ebóluveirunnar í Afríku og í um-
ræðunni um faraldurinn hefur verið
lögð áhersla á nauðsyn þess að þróa
bóluefni og lyf við smitsjúkdómnum.
Minna hefur hins vegar verið talað
um annan smitsjúkdóm, berklaveik-
ina, sem kostaði 1,5 milljónir manna
lífið á síðasta ári þótt í langflestum
tilvikum sé hægt að koma í veg fyrir
dauðsföllin.
Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO) greindust níu milljónir
manna með berkla á síðasta ári og
1,5 milljónir dóu, þar af 360.000
manns sem höfðu einnig smitast af
HIV-veirunni.
Árangurinn ekki viðunandi
Árið áður höfðu 8,6 milljónir
manna greinst með berkla og 1,3
milljónir dáið. Þótt tölurnar hafi
hækkað milli ára eru þær ekki alveg
sambærilegar vegna þess að í fyrra
fengust í fyrsta skipti upplýsingar
um nýgengi og dauðsföll af völdum
berkla í Nígeríu, fjölmennasta ríki
Afríku, og nokkrum fleiri löndum.
Heilbrigðismálastofnunin segir að
þrátt fyrir öll þessi dauðsföll sé ljóst
að mikill árangur hafi náðst í barátt-
unni gegn berklum á síðustu árum.
Árangurinn er þó ekki viðunandi, að
sögn stofnunarinnar. „Dauðsföllin af
völdum sjúkdómsins eru enn of
mörg.“
Um aldamótin síðustu samþykktu
leiðtogar aðildarríkja Sameinuðu
þjóðanna það markmið að tölurnar
yfir nýgengi og dauðsföll lækkuðu
um 50% ekki síðar en á næsta ári
miðað við árið 1990. Í lok síðasta árs
hafði dauðsföllunum fækkað um 45%
og nýjum smittilfellum um 41%.
Heilbrigðismálastofnunin segir að
til að ná viðunandi árangri þurfi að
verja minnst átta milljörðum Banda-
ríkjadala, jafnvirði 970 milljarða
króna, í baráttuna gegn berklum. Í
ár nemur fjármagnið til baráttunnar
6,3 milljörðum dala, 765 milljörðum
króna.
Berklar berast einkum sem úða-
smit og geta sýkt nánast öll líffæri,
en lungnaberklar eru langalgeng-
astir. Þeir einkennast einkum af
hósta, sótthita, máttleysi, megrun og
andnauð. Um það bil 3,5% þeirra
sem greindust með berkla á síðasta
ári voru með afbrigði sem er ónæmt
fyrir lyfjum.
Ein af stærstu fréttum dagsins í
gær var að bandarískur læknir hefði
greinst með ebólu í New York eftir
að hafa smitast í Gíneu. Yfirvöld
hvöttu fólk til að halda ró sinni.
Minna hefur hins vegar borið á frétt-
um um berklagerilinn mannskæða.
WHO Global Report 2014
Útbreiðsla berkla á heimsvísu
0 - 9.9 10 - 19 20 - 49 50 - 124
125 - 299 300 - 499 500+
= 100.000 tilfelli
Fjöldi berklatilfella, 2013
Áætlaður fjöldi nýrra
tilfella á hverja
100.000 íbúa
22 ríki hafa verið sett í efsta forgangsflokk frá 2000.
Þar greinast 82% allra áætlaðra tilfella í heiminum.
9milljónir tilfella 2013
Þ. á m. 360.000 HIV-smitaðir
Dauðsföll: 1.5 milljón
Ríki þar sem vandinn er mikill
Heimild: Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
Indland
Pakistan
Indónesía
Suður-Afríka
Kína
Nígería
Bangladess
Filippseyjar
Austur-Kongó Eþíópía
460.000
2.100.000
tilfelli
980.000
590.000
500.000
450.000
350.000
290.000
220.000 210.000
Á heimsvísu: 126 tilfelli á hverja 100.000 íbúa
Um 1,5 milljónir
dóu úr berklum
Veikin langoftast læknanleg
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Leiðtogar aðildarríkja Evrópusam-
bandsins samþykktu í gær það
markmið að minnka losun gróður-
húsaloftegunda um a.m.k. 40% ekki
síðar en árið 2030, miðað við losunina
eins og hún var 1990. Ennfremur
verður stefnt að því að innan sextán
ára verði 27 prósent orkunotkunar
innan sambandsins fengin frá endur-
nýjanlegum orkugjöfum. Þá er
stefnt að því að orkunýtingin verði
aukin um 27%.
Leiðtogar Evrópusambandsins
fögnuðu samkomulaginu sem sögu-
legu skrefi til að stemma stigu við
hlýnun jarðar af mannavöldum. Her-
man Van Rompuy, forseti leiðtoga-
ráðs sambandsins, sagði að með
samkomulaginu hefðu ESB-löndin
sett sér „metnaðarfyllstu markmið
heimsins“ í loftslagsmálum.
Umhverfisverndarsamtök kvört-
uðu hins vegar yfir því að Evrópu-
sambandið hefði ekki gengið nógu
langt. „ESB hefur sett handbrems-
una á græna orku,“ sögðu um-
hverfisverndarsamtökin Green-
peace. „Tölurnar í markmiðunum
eru of lágar, þau hægja á tilraunum
til að auka hlut endurnýjanlegra
orkugjafa og Evrópuríkin verða
áfram háð mengandi og dýrri orku.“
Evrópusambandið hafði áður
stefnt að því að losun gróðurhúsa-
lofttegunda minnkaði um 20% ekki
síðar en árið 2020, miðað við árið
1990, og 20 prósent orkunotkunar-
innar fengjust frá endurnýjanlegum
orkugjöfum innan sex ára.
Hótuðu að hafna
markmiðunum
Fundur leiðtoganna hófst í fyrra-
dag og viðræðurnar um markmiðin
drógust fram á nótt vegna ágrein-
ings milli auðugra ríkja á borð við
Þýskaland og fátækari landa sem
eru háð jarðefnaeldsneyti, þ.e. kol-
um, olíu og jarðgasi, einkum gasi frá
Rússlandi.
Fyrir leiðtogafundinn höfðu Pól-
verjar hótað að hafna nýju markmið-
unum og koma þar með í veg fyrir
samkomulagið. Pólverjar óttast að of
dýrt verði fyrir þá að ná markmið-
unum vegna þess að um 85% orku-
framleiðslu þeirra koma frá kolum.
Í nýja samkomulaginu er einnig
stefnt að því að auka samstarf ríkja
Evrópusambandsins í orkumálum
með því að heimila þeim að flytja út
allt að 15% orkunnar þegar fram-
leiðslan er meiri en eftirspurnin
innanlands og flytja inn allt að 15%
þegar orkuframleiðsla þeirra er of
lítil.
Minnki losun-
ina um 40%
ESB með ný markmið í loftslagsmálum
Viðbótargreiðslu hafnað
» Fjármálaráðherrar ESB-
ríkjanna urðu í gær við kröfu
Davids Cameron, forsætisráð-
herra Bretlands, um aukafund
eftir að Bretum var sagt að
þeir þyrftu að greiða 2,1 millj-
arð evra, jafnvirði 320 millj-
arða króna, aukalega til Evr-
ópusambandsins vegna góðs
efnahags landsins.
» Cameron sagði að ekki
kæmi til greina að Bretar
greiddu þessa fjárhæð.
» Nokkur fleiri ríki, m.a. Hol-
land og Finnland, eru einnig
óánægð með aukagreiðslur
sem þau eiga að inna af hendi
1. desember.
» Frakkland fær hins vegar
milljarð evra í endurgreiðslu og
Þýskaland 779 milljarða evra.
Elísabet 2. Bretadrottning tísti í fyrsta skipti á sam-
félagsmiðlinum Twitter í gær þegar hún heimsótti Vís-
indasafnið í Lundúnum. Drottning tók af sér hanskann
til að gefa frá sér tístið og undirritaði það með nafninu
„Elísabet R“. Hún kom í safnið til að opna nýja deild
sem tileinkuð er sögu fjarskipta og upplýsingatækni.
Drottningin er orðin 88 ára, eignaðist farsíma árið
2001 og sendi fyrsta tölvupóst sinn fyrir fimm árum.
AFP
Bretadrottning tístir í fyrsta skipti
Milljónir skammta af tilraunabólu-
efni gegn ebólu verða framleiddar
fyrir lok næsta árs, að sögn Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO). Gert er ráð fyrir því að
nokkur hundruð þúsunda skammta
verði framleidd á fyrri helmingi
næsta árs.
Heilbrigðisstofnunin segir að
bóluefnin verði hugsanlega tekin í
notkun í Vestur-Afríku í desember
næstkomandi. Hún varar þó við of
mikilli bjartsýni og segir að bóluefn-
ið verði ekki nein „töfralausn“ sem
bindi enda á ebólufaraldurinn.
Enn sem komið er hefur ekki tek-
ist að þróa öruggt bóluefni gegn
ebóluveirunni. Tilraunir hafa verið
hafnar á tvenns konar bóluefni, ann-
ars vegar frá lyfjafyrirtækinu Glaxo-
SmithKline (GSK) og hins vegar frá
opinberri heilbrigðisstofnun í Kan-
ada.
Bóluefnið frá GSK hefur verið
prófað í Malí, Bretlandi og Banda-
ríkjunum. Tilraunir á kanadíska
bóluefninu eru að hefjast í Banda-
ríkjunum og búist er við að það verði
einnig prófað í Evrópu og Afríku á
næstunni.
Gert er ráð fyrir því að niðurstöð-
ur tilraunanna liggi fyrir í desember.
Gefi bóluefnið góða raun verður það
tekið í notkun í Vestur-Afríku, lík-
lega fyrst í Líberíu. Heilbrigðis-
starfsmenn, sem setja líf sitt í hættu
við umönnun ebólusjúklinga, verða á
meðal þeirra fyrstu sem fá tilrauna-
bóluefnið.
Boða milljónir skammta
af bóluefni gegn ebólu