Morgunblaðið - 25.10.2014, Page 25

Morgunblaðið - 25.10.2014, Page 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is 25ÁRA 1988-2013 Þar sem gervihnattabúnaðurinn fæst AFNEMUM VÖRUGJÖLD Gervihnattadiskar með meira en hundrað fríum sjónvarpsrásum 20%verðlækkun X05 hátalararnir eru tilvaldir hvar sem þú vilt njóta tónlistar í gegnum snjallsímann eða spjaldtölvuna. Rafhlaðan endist allt að 8 tíma. Sérlega vandaðir hátalarar sem eru búnir til úr burstuðu áli, fáanlegir í rauðum, svörtum og silfurlit. Farðu inn á Facebook síðu Öreindar, líkaðu við hana og þú átt möguleika á að vinna bluetooth hátalara. NÝTT ÞRÁÐLAUSIR HÁTALARAR - BLUETOOTH Verð áður 17.900 Verð nú 14.320 Verð á ður 34.800 Verð n ú 27.840 Taktu þátt í skemmtilegum facebook leik Tveir stjórnarandstöðuflokkar í Færeyjum hafa lagt til að Fær- eyingar fari sjálfir með utanríkis- og varnarmál og láti ekki stjórn- völd í Danmörku um það eins og verið hefur. Þjóðveldisflokkurinn og Fram- sókn, flokkur sem klauf sig frá Fólkaflokknum, leggja til að ríkis- sambandinu við Danmörku verði breytt til að Færeyingar geti mark- að eigin stefnu í utanríkis- og varn- armálum. Þeir segja þetta nauðsyn- legt vegna þess að hagsmunir Færeyja og Danmerkur í þessum efnum fari ekki alltaf saman. Flokkarnir benda m.a. á að Dan- mörk greip til refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna Úkraínudeilunnar án þess að ráðfæra sig við Fær- eyinga, þótt aðgerðirnar geti skað- að færeysk fyrirtæki. Núverandi fyrirkomulag komi einnig í veg fyr- ir að Færeyingar geti fengið aðild að alþjóðlegum stofnunum á borð við Heimsviðskiptastofnunina og Alþjóðahvalveiðiráðið. Fari sjálfir með utan- ríkismál  Vilja breyta sam- bandinu við Dani Morgunblaðið/Ómar Þórshöfn Hagsmunir Færeyinga og Dana fara ekki alltaf saman. Íbúar Norður-Noregs minnast þess í dag að 70 ár eru liðin frá því að her Sovétríkjanna frelsaði landshlutann úr greipum hersveita þýskra nasista. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heimsækir bæinn Kirke- nes í Finnmörk, nyrsta fylki Noregs, í tilefni af afmælinu. Margir íbúanna vonast til þess að spennan í sam- skiptum Rússlands og NATO-ríkja vegna átakanna í Úkraínu varpi ekki skugga á afmælishátíðina. „Enginn hér í Finnmörk vill að Úkraínudeilan spilli þeim vinsam- legu samskiptum sem við höfum haft við Rússland,“ hefur fréttaveitan AFP eftir norska sagnfræðingnum og rithöfundinum Arvid Petterson. „Við viljum ekki að vinátta okkar bíði hnekki vegna fjarlægs hættu- ástands sunnar í Evrópu.“ Telja 2.000 hermenn hafa fallið Þótt Noregur sé ekki í Evrópu- sambandinu hefur landið gripið til sömu refsiaðgerða og ESB-ríkin gegn Rússlandi vegna Úkraínudeil- unnar. Stjórnvöld í Moskvu svöruðu með því að banna innflutning á mat- vælum frá Noregi og ESB-löndum. Að sögn rússneskra sagnfræðinga féllu um 2.000 hermenn Rauða hers- ins í átökunum í Norður-Noregi. „Ég veit ekki hversu mikið mannfallið var en við grófum félaga okkar á hverjum degi,“ sagði Rússinn Ivan Dvonin, einn liðsmanna Rauða hers- ins í Norður-Noregi, í viðtali við norska ríkisútvarpið. bogi@mbl.is Frelsunar Noregs minnst AFP Afmæli Forsætisráðherrar Noregs og Rússlands við athöfn fyrr á árinu við styttu í Kirkenes til minningar um sovéska hermenn sem frelsuðu N-Noreg.  Vona að Úkraínudeilan spilli ekki vináttunni við Rússa Rússnesk tollayfirvöld velta nú vöngum yfir því hvernig eigi að bregðast við nýjasta smyglinu til landsins. Nýverið komu í ljós 600 tonn af kjöti frá Evrópu í gámum sem áttu m.a. að innihalda tyggjó og fleira sem ekki er bannað að flytja inn til landsins. Varningurinn fannst í frystigámum sem komu til Rússlands frá Antwerpen, Ham- borg og Rotterdam. Leitað var í 26 gámum sem áttu að vera fullir af frosnum sveppum, ávöxtum, hlaupi og tyggjói en innihaldið reyndist vera kjötvara sem er framleidd í Þýskalandi, Hollandi, Belgíu og Póllandi. Rússar bönnuðu innflutning á matvælum frá ríkjum ESB í sumar vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna Úkraínudeilunnar. RÚSSLAND Hald lagt á kjöt dulbúið sem tyggjó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.