Morgunblaðið - 25.10.2014, Page 28

Morgunblaðið - 25.10.2014, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! afsláttur Spil er frábær gjöf Sendum um allt land spilavinir.is Nýtt spurningaspil á íslensku. Við aðstoðum þig við að velja spilin og pökkum þeim inn í gjafapappír fyrir þig. Sum orðasambönd eru tilgerðarleg, t.d. að „berja augum“ og „vera meðböggum hildar“ (áhyggjufullur, kvíðinn). Jón Friðjónsson segir íMerg málsins að líkingin í síðara orðatiltækinu sé óljós. Þeim munminni ástæða til að beita henni í daglegu máli. Önnur orðasambönd eru ofnotuð, t.d. að „axla ábyrgð“. Við öxlum ábyrgð í loftslagsmálum. Og systkini þurftu að axla ábyrgð vegna föður sem lést fyrir 28 árum. Í upphaf fréttar um það efni stóð: „Ábyrgð á námslánum getur náð út fyrir líf og dauða“ (=út yfir gröf og dauða; hér mundi Eiður Svanberg (eidur.is) tala um „fréttabörn“). Ung kona á sveitasíma (feisbók) var ekki ánægð með eftirfarandi orðalag: „Víst að það er mottumars ætla ég að safna skeggi!“; og: „Víst þetta gengur svona illa ætla ég bara að hætta við.“ Athugasemdin orsakaði heita umræðu á sveitasíma. Dæmi: „Af hverju er í lagi ef maður er góður í íslensku að skíta yfir aðra sem eru það ekki, bæði í ræðu og riti? Bú- um við enn við þannig samfélag að ef íslenskan er ekki fólks sterk- asta hlið að þá má gjaldfella alla þekkingu viðkomandi?“ Um þetta „víst“ er það að segja að það sést víða á miðlum þar sem búast mátti við „fyrst“ (=úr því að). Þessi breyting virðist stafa af misheyrn. En hvað skal segja um sárindi mannsins sem „skitið var yfir“? Við getum ekki krafist þess að allir tali og skrifi óaðfinnanlega. Særum eng- an, en ræðum samt um tungumálið á heimilinu og annars staðar, og leitum upp- lýsinga á bin.arnastofnun.is og í handbókum (Íslensk orðabók, Mergur málsins o.s.frv.). En við skulum gera kröfur til blaða- og útvarpsmanna. Í útvarpinu var talað um „blikur á lofti“ í merkingunni jákvæð teikn. Þá hef- ur upprunalegri merkingu verið snúið við. Blika er „aflangur (gulhvítur) skýja- bakki, óveðursský“. Okkur líst ekki á blikuna: okkur þykir ástandið ískyggi- legt. Niðurstaða: Reynum þrátt fyrir allt að forðast nöldur. Reynum jafnvel að vera skemmtileg (og stundum tvíræð) eins og vinur á sveitasíma: „Það eina sem háir mér þessa dagana er að ég get ómögulega gert upp á milli jóla og ný- árs.“ Ég gaf honum „lík“. Það er örlítið pláss eftir. Ég var svo heppinn í vikunni að fá bók volga úr prentsmiðjunni. Hún heitir Lungnafiskarnir og er eftir Gyrði Elíasson. Þetta eru „smáprósar“. Einn prósinn kallast Slökunarmeistarinn og er um Símon: „Hann var álitinn mjög latur, og var kallaður Símon Bólívar, af því að hann var alltaf í bólinu þegar öðrum fannst að hann ætti að vera að vinna. Mig grunar að það hafi verið pabbi sem fann upp á þessu auknefni, því hann var mjög áhuga- samur um sögu og bókmenntir Suður-Ameríku“ (bls. 27). Annar prósi er um austurrískan skógarvörð sem sagðist helst ekkert lesa, nema laufblöð. Ég las tíu fyrstu prósana fyrir konuna mína og hún hefur sjaldan skemmt sér betur. Ég lauma þessu að eiginmönnum sem vilja gleðja konuna sína. Símon Bólívar Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Það er blómlegt menningarlíf á Íslandi en af ein-hverjum ástæðum eru ekki jafnblómlegar um-ræður um menningarmál. Það skortir ekki ákynningu á menningarviðburðum í fjölmiðlum en kynning er eitt og efnislegar umræður annað. Það er lífleg gagnrýni um menningarviðburði í fjölmiðlum en gagnrýni um einstaka viðburði er ekki það sama og almennar efnis- legar umræður um menningarlífið. Hvað ætli valdi? Ein ástæðan getur verið sú að það sama eigi við um menningargeirann eins og um þjóðlífið allt, sem öldum saman hefur einkennzt af of mikilli sundrungu. Það þarf ekki löng samtöl við fólk, sem er virkt í menningarlífinu, til að átta sig á, að þar ríkir ekki minni sundrung og óeining en annars staðar í samfélagi okkar. Það skortir ekki á verkefni og viðfangsefni á sviði menn- ingar í þessu litla samfélagi. Hvenær verður gerð kvikmynd um líf og ævi Jóhannesar S. Kjarval? Hvenær verður gerð kvikmynd um líf árabátasjómanna á Íslandi fyrir hundrað árum, sem Jón Kalman Stefánsson hefur skrifað magnaða sögu um? Hve- nær verður Víkingur Heiðar Ólafs- son gerður að sérstökum menning- arlegum sendiherra þjóðarinnar og gert kleift að spila í helztu tón- listarsölum heims? Hvenær verður menningarlífið á Íslandi hafið til vegs í stað þess að hrekjast um í jaðri samfélagsins? Forsenda þess að það geti gerzt er sú að fjármögnun menningarlífsins verði endur- skipulögð. Framan af 20. öldinni fór sú fjármögnun fyrst og fremst fram á vegum opinberra aðila, þótt einn og einn stórhuga einstaklingur kæmi fram á sjónarsviðið, sem ekki er ósanngjarnt að segja að Ragnar Jónsson í Smára hafi verið eins konar samnefnari fyrir. Undir lok 20. aldar og í byrjun þeirrar 21. fram að hruni var einkageirinn orðinn umsvifamikill í fjármögnun menningarviðburða. Það á ekki að gera lítið úr því framtaki en kostir þess og gallar hafa nánast ekkert verið til umræðu. Eftir hrun fer minna fyrir því að einkaaðilar fjármagni menningu, þó hef- ur fjármálafyrirtækið Gamma vakið athygli fyrir frum- kvæði á því sviði. Vandinn, sem augljóslega fylgdi fjármögnun einkaaðila á menningu á árunum fyrir hrun, var sá, að markaðsvæðing menningarinnar var orðin of mikil. Hún birtist almenningi m.a. í því að það var nánast ekki hægt að komast inn í Kjar- valsstaði án þess að brjótast fyrst í gegnum víggirðingu flaggstanga frá fyrirtæki. Sú birtingarmynd markaðs- væðingar menningarinnar sást með ýmsum hætti annars staðar. Önnur vandkvæði á þess konar fjármögnun menningar- lífsins voru þau að hún einkenndist um of af „maður-þekkir- mann“. Í daglegu tali kallast það klíkuskapur, sem á sér bæði jákvæðar hliðar og neikvæðar eins og við þekkjum. Og enn annar fylgifiskur þeirrar fjármögnunar var að lista- menn eða fólk þeim tengt þurftu að ganga á milli fyrirtækja og snapa peninga hér og þar. Hvað sem neikvæðum aukaverkunum af fjármögnun einkageirans á menningarstarfsemi líður er ólíklegt að tímar áranna fyrir hrun komi aftur. Raunar er æskilegt frá sjónarhóli samfélagsins að þeir komi ekki aftur. En hins vegar er kominn tími á að gert verði stórátak í að koma fjármögnun menningarstarfsemi í nýjan farveg, sem geti staðið til frambúðar að einhverju leyti. Til eru þeir, sem telja að menningarlífið eigi bara að sjá um sig sjálft. Finni það ekki peninga, þá það. Í þessu við- horfi er fólginn grundvallarmisskilningur. Fyrir mörgum áratugum var hér á ferð fulltrúi er- lendra fjárfesta, sem voru að íhuga uppbyggingu stóriðju á Íslandi. Hann var spurður hvað mundi ráða vali hans á landi fyrir slíka fjárfestingu ef hin fjárhagslegu kjör væru nánast þau sömu. Hann svaraði á þann veg að hann mundi velja það land, þar sem starfrækt væri sinfóníuhljómsveit. Það væri til marks um að í viðkomandi landi þrifist menningarlegt samfélag, sem hann vildi að starfsfólk sitt lifði og starfaði í. Svarið sýndi að blómlegt menningarlíf skilar fleiru en við kannski höldum. Annað dæmi: Það hefur komið fyrir að Leikfélag Akur- eyrar hefur sett á svið svo vel heppnaðar leiksýningar að fólk hefur tekið sér ferð á hendur til Akureyrar til að sjá þær sýningar. Hverjum skila slík ferðalög tekjum? Flug- félagi Íslands, olíufélögum vegna benzínsölu, hótelum á Akureyri vegna gistingar, veitingahúsum á Akureyri vegna málsverða o.s.frv. Menningarstarfsemi skilar oft tekjum til annarra en þeirra sem fyrir þeim standa. Orð eru til alls fyrst. Einkafyrirtæki hafa sýnt að þau eru tilbúin til að leggja eitthvað af mörkum til menningar. Það hefur ríkið líka gert sem og sveitarfélög. Í Kópavogi er t.d. vel heppnað tónlistarhús og þar voru fyrir nokkrum árum hugmyndir um óperuhús, sem ekki er ástæða til að deyi. Í eina tíð var það brennandi hugsjón verkalýðs- leiðtoga að uppfræða íslenzka alþýðu. Þá varð til Menn- ingar- og fræðslusamband alþýðu. Nú er tímabært að Illugi Gunnarsson menningar- málaráðherra kalli saman ráðstefnu og bjóði þangað fulltrúum menningarlífsins, einkafyrirtækja, verkalýðs- félaga og sveitarfélaga, þar sem rætt verði um að þessir aðilar sameini krafta sína um að setja á stofn öflugan menningarsjóð með framlögum frá þessum aðilum öllum, sem taki að sér fjármögnun menningarlífs á Íslandi næstu áratugi. Illugi Gunnarsson á að stefna fulltrúum menningar- lífs, fyrirtækja, verkalýðs- félaga og sveitarfélaga til fundar um fjármögnun menningarstarfsemi. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Stórátak í fjármögnun menningarlífsins Eftir að ég sótti norræna sagn-fræðingamótið í Joensuu í Finnlandi í ágúst 2014 og skoðaði gamlar vígstöðvar við smábæinn Ilomantsi, rifjaðist ýmislegt upp fyr- ir mér um samskipti Íslendinga og Finna. Stalín réðst á Finnland 30. nóvember 1939, þremur mánuðum eftir að þeir Hitler höfðu samið um að skipta Mið- og Austur-Evrópu á milli sín. Féll Finnland í hlut Stalíns. Hann taldi sig geta lagt landið undir sig á örfáum dögum, enda sendi hann fram 450 þúsund hermenn. Hann skipaði jafnframt finnska leppstjórn í bænum Terijoki, skammt frá landamærunum. Otto V. Kuusinen var forsætisráðherra, en íslenskir kommúnistar þekktu hann vel frá fyrri tíð, því að hann sá ásamt öðrum oft um Norðurlandamál í Al- þjóðasambandi kommúnista í Moskvu. Íslenskir kommúnistar könnuðust líka við dóttur hans og tengdason, Herttu Kuusinen og Tuure Lehén. Þau hjón höfðu bæði kennt í þjálfunarbúðum í Moskvu, sem um tuttugu íslenskir komm- únistar sóttu fyrir stríð. Hertta leið- beindi nemendum í að senda dul- málsskeyti, en maður hennar lýsti því, hvernig skipuleggja skyldi óeirðir, og skrifaði hann strang- leynilega handbók um það. Varð Tuure Lehén, sem var sænskumæl- andi Finni, innanríkisráðherra í leppstjórn Kuusinens. Íslendingar fylgdust vel með tíð- indum af finnsku vígstöðvunum. Þegar leið fram í mars 1940, urðu Finnar að sætta sig við flesta skil- mála Stalíns, en hetjuleg barátta þeirra varð þó til þess, að Kreml- verjar hættu við hertöku landsins. Eftir að fregnir bárust til Íslands af raunum Finna, rann mörgum í skap, ekki síst við íslenska kommúnista, sem studdu Stalín ótrauðir. Her- mann Jónasson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, spjallaði við nokkra aðra þingmenn fimmtudaginn 14. mars 1940 inni í svonefndu ráðherraherbergi. Örlög Finna bar á góma, og var þungt í mönnum. Dyrnar inn í herbergið voru opnar, og stóð einn þingmaður kommúnista, Brynjólfur Bjarnason, í gættinni og lagði við hlustir. Her- mann kvað íslenska kommúnista þæga þjóna Stalíns. Þeir ættu því að taka sér viðurnefnið Kuusinen, til dæmis Brynjólfur Bjarnason Kuus- inen og Einar Olgeirsson Kuusinen. Brynjólfur reiddist, gekk inn í her- bergið og sagði Hermanni, að hann þyrfti ekki að dreifa neinum lyga- sögum. Honum yrði ekki trúað, enda væri hann landsfrægur fyrir heimsku og ósannsögli. Hermann vatt sér þá að Brynjólfi og laust hann kinnhesti yfir borð, sem þar stóð á milli þeirra. Brynjólfur endurgalt ekki kinn- hestinn, enda var Hermann gamall glímukappi og rammur að afli. Urðu nokkur blaðaskrif um þennan óvenjulega viðburð, en engin eftir- mál opinberlega. Leppstjórn Kuus- inens hvarf úr sögunni strax eftir friðarsamninga Finna og Kreml- verja. En ríkisstjórn gat Hermann ekki myndað með kommúnistum, fyrr en eftir að Brynjólfur var horf- inn af þingi 1956. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Vetrarstríðið og kinn- hestur Hermanns

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.