Morgunblaðið - 13.11.2014, Síða 9

Morgunblaðið - 13.11.2014, Síða 9
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Björgunarsveitarmenn hjálpuðu er- lendum ferðamönnum sem festu sig í gær á Dettifossvegi eystri. Vegurinn er merktur ófær en lögreglumenn á Húsavík segja að það dugi ekki því á hverjum vetri þurfi að sækja fólk á vegi sem merktir eru ófærir. Allir vegir sem ekki eru með mokstursþjónustu eru fyrir nokkru orðið ófærir. Það á við um allar há- lendisleiðir og fjölda ferðamanna- vega. Allir þessir vegir eru merktir ófærir á vef Vegagerðarinnar og á mörgum vegum eru einnig skilti með sömu upplýsingum. Þarf að upplýsa fólk betur Félagar úr björgunarsveitinni Núpum á Kópaskeri hjálpuðu í gær erlendum ferðamönnum sem sátu fastir í bílaleigubíl á einni þessara lok- uðu leiða, Dettifossvegi eystri. Þeir virðast hafa virt að vettugi skilti sem sýnir að leiðin er lokuð. Lögreglumaður á Húsavík segir að þetta gerist oft á hverju ári. Yfirleitt eru það erlendir ferðamenn á bíla- leigubílum sem eiga í hlut. Lögreglu- maðurinn telur að bílaleigur ættu að kynna þetta mál betur fyrir leigutök- um, annað hvort með því að prenta út kort Vegagerðarinnar og afhenda ferðafólki eða gefa því upplýsingar um slóð á kort Vegagerðarinnar um færð og veður svo það geti sjálft aflað upplýsinga. helgi@mbl.is Erlendir ferðamenn í ógöngum  Mikið um að útlendingar á bílaleigubílum fari á ófæra vegi  Lögreglumaður hvetur bílaleigur til að upplýsa leigutaka Vindrafstöðin í Belgsholti bilaði í þriðja sinn fyrir skömmu. Einn af spöðunum sem knýja rafalinn brotn- aði af og féll til jarðar. Haraldur Magnússon bóndi segir að bilunin hafi komið honum að óvör- um. Hver spaði sé festur með átta öflugum boltum. Boltarnir á einum spaðanum hafi kubbast í sundur svo hann féll til jarðar. Skemmdist hann nokkuð auk þess sem hann hefur rekist í annan spaða í fallinu. Stöðin fór í neyðarstöðu, eins og vera ber við slíkar aðstæður, og urðu því ekki aðrar skemmdir. „Það er komið í ljós að boltarnir eru ekki nógu sterkir,“ segir Har- aldur. Hann segist þurfa að taka stöðina niður og skoða nánar en hafi ekki komist í það vegna anna við haustverkin. Svo muni hann leita ráða um það hvernig best sé að festa spaðana. helgi@mbl.is Vindstöð Einn spaðinn losnaði af. Enn stöðvast vindstöðin  Boltarnir kubbuð- ust í sundur Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 DIMMALIMM Jólaföt, jólagjafir, afmælisgjafir, sængurgjafir IanaReykjavik Laugavegi 82, á horni Barónsstígs • sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Jólagjöfin fæst hjá okkur Mikið úrval Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820. Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. Silfurhúðum gamla muni Klappastíg 44 – Sími 562 3614 Mikið úrval af piparkökumótum Sænska jólavaran komin Hæð 7 cm 995 kr/stk Hæð 5 cm 395 kr/stk Englaspil 1.995 kr. 20 kerti 995 kr. Sænsk jólaglöggglös 1.500 kr. stk. Hæð 8 cm 2.500 kr/stk Breidd 24 cm 12.900 kr. Sitjandi 7,5 cm 3.500 kr/stk Útihitamælar 1.995 kr. Hæð 20 cm 4.900 kr/stk GÆÐI OGGLÆSILEIKI NJÓTTU ÞESS AÐ KLÆÐAST VÖNDUÐUMFATNAÐI PERSÓNULEGOG FAGLEG ÞJÓNUSTA Laugavegi 63 • S: 551 4422 www.laxdal.is Skoðið laxdal.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.