Morgunblaðið - 13.11.2014, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014
✝ IngjaldurHannibalsson
fæddist í Reykjavík
17.11. 1951. Hann
lést á heimili sínu í
Reykjavík 27. októ-
ber 2014.
Foreldrar hans
voru Hólmfríður
Ingjaldsdóttir,
kennari, og Hanni-
bal Valdimarsson,
alþingismaður og
síðar ráðherra. Hann var einka-
barn móður sinnar. Hann ólst
upp í vesturbæ Reykjavíkur,
gekk í Melaskóla, Hagaskóla og
Menntaskólann í Reykjavík. Ingj-
aldur lauk stúdentsprófi 1971
með ágætiseinkunn, prófi í eðl-
isfræði og stærðfræði frá HÍ
1974, M.Sc.-prófi 1975 og Ph.D.-
prófi 1978 í iðnaðarverkfræði frá
Ohio State University en ritgerð
hans fjallaði um loðnuveiðar;
„Optimal allocation of boats to
factories during the capelin sea-
son in Iceland“. Ingjaldur starf-
aði á áttunda áratugunum sem
stundakennari við MR. Hann
starfaði sem aðastoðarkennari
og við rannsóknir meðan á dvöl
hans við Ohio State University
stóð.
Ungur að árum vann Ingjald-
ur í farskrárdeild Flugleiða. Að
námi loknu varð hann deild-
arstjóri tæknideildar Félags ís-
lenskra iðnrekenda. Árið 1978
2001 og formaður stjórnar
Tækniþróunar hf. Frá árinu
1998 sat hann í stjórn Tungu-
málamiðstöðvar Háskóla Íslands
og frá 1999 í stjórn Reiknistofn-
unar Háskólans. Hann var fram-
kvæmdastjóri rekstrar- og fram-
kvæmdasviðs Háskóla Íslands
2001-2003. Hann var mikilvirkur
í húsnæðismálum Háskólans og
sat í skipulags- og húsnæð-
isnefnd 2001-2003, var m.a. í
byggingarnefndum um Öskju og
Háskólatorg þar sem hann var
formaður. Þá var hann í nefnd
um byggingu fyrir Stofnun Vig-
dísar Finnbogadóttur í erlendum
tungumálum og sat í stjórn Vís-
indagarða Háskóla Íslands ehf.
frá árinu 2005. Hann var formað-
ur skipulagsnefndar háskólaráðs
frá 2007. Hann sat í stjórnum
annarra fyrirtækja og stofnana,
ráðgjafanefndum og faglegum
dómnefndum.
Ingjaldur hlaut viðurkenningu
Háskóla Íslands árið 2003 fyrir
lofsvert framlag til stjórnunar
rekstrar og framkvæmda við Há-
skólann.
Ingjaldur hafði unun af tónlist
og var heimshornaflakkari.
Hann hafði nýlokið því markmiði
sínu að heimsækja öll 193 þátt-
tökulönd Sameinuðu þjóðanna,
verkefni sem tók hann 49 ár en
síðustu 63 löndin heimsótti hann
á síðustu tíu árum.
Ingjaldur sagði frá ferðum
sínum í viðtölum við Morg-
unblaðið og í útvarpsþáttum
sumar.
Útför Ingjalds fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 13. nóv-
ember 2014, og hefst athöfnin kl.
15.
hóf Ingjaldur
stundakennslu við
Háskóla Íslands og
varð fastráðinn dós-
ent árið 1982 í
hlutastarfi. Á ní-
unda áratugnum
var hann forstjóri
Iðntæknistofnunar,
forstjóri Álafoss og
framkvæmdastjóri
Útflutningsráðs Ís-
lands. Árið 1993
varð hann dósent í fullu starfi við
Háskóla Íslands og varð prófess-
or við skólann í Viðskipta- og
hagfræðideild árið 1997.
Eftir Ingjald liggja fjölmargar
greinar og erindi á fræðisviði
hans, svo og um fjármál, skipu-
lag og rekstur háskóla.
Ingjaldur sinnti fjölmörgum
trúnaðarstörfum innan Háskóla
Íslands og var m.a. formaður við-
skiptaskorar 1994-1996 og 2006-
2007, deildarforseti Viðskipta-
og hagfræðideildar 2007-2008 og
deildarforseti Viðskiptafræði-
deildar 2008-2014. Hann var for-
maður stjórnar Reykjavík-
urapóteks 1996-1999 og fulltrúi í
fjármálanefnd háskólaráðs Há-
skóla Íslands frá 1996 og varð
formaður nefndarinnar 1997. Þá
sat hann í stjórn Rannsóknaþjón-
ustu Háskóla Íslands frá 1996 og
var formaður hennar 1996-1999,
í stjórn Endurmenntunar-
stofnunar Háskóla Íslands 1997-
„Mér finnst fólk alls staðar
eins, fólkið er gott. Ef maður er
kurteis og brosandi þá fær maður
aðstoð og fólk er vingjarnlegt á
móti.“ Þetta var niðurstaða Ingj-
alds Hannibalssonar eftir að hann
hafði heimsótt öll 193 lönd Sam-
einuðu þjóðanna. Ingjaldur fór
ekki blindandi í þessi ferðalög,
hann kynnti sér sögu landanna
sem hann heimsótti, menningu og
atvinnusögu og hann bar virðingu
fyrir fólki sem tilheyrði öðrum
kynþáttum og aðhylltust önnur
trúarbrögð en hans eigin. Hann
setti sig gjarnan í samband við
fólk sem bjó í löndunum og öðl-
aðist þannig dýpri þekkingu og
innsýn í lífið í viðkomandi landi en
gerist og gengur. Hann hafði
stórar hugmyndir um að sameina
yfirgripsmikla þekkingu sína á
háskólarekstri og þekkingu á
heiminum til að byggja upp há-
skólamenntun í þriðja heiminum.
Af því verður ekki, bókin sem
hann ætlaði að skrifa um ferða-
lögin verður heldur aldrei skrifuð.
Ingjaldur lifði viðburðaríku lífi,
hann kryddaði ferðalög sín til
framandi landa með viðkomu á
tónlistar- og óperuhátíðum í Evr-
ópu og Bandaríkjunum, hann var
sem sagt óforbetranlegur óperu-
unnandi. Óperusýningarnar sem
hann hefur séð um ævina skipta
hundruðum ef ekki þúsundum.
Hann fór gjarnan í ferðir til New
York og annarra heimsborga og
kom þá heim eftir langa helgi
hæstánægður, búinn að sjá fjórar
óperur, fara á eina tónleika og sjá
tvö leikrit. Þegar hann var á Ís-
landi stundaði hann tónleika og
leikhús í frítíma sínum, sá flestar
leiksýningar sem boðið var upp á í
leikhúsum höfuðborgarinnar og
sá auðvitað allar óperusýningar
sem hér hafa ratað á svið. Ingj-
aldur var eigið Wagnerfélag og
hafði einhver ráð með að útvega
annars torfengna miða á óperu-
sýningar í Bayreuth og nutum við
góðs af því.
Tónlistaráhugann fékk Ingj-
aldur í æsku, en hann minntist oft
á tónleika, óperur og söngleiki
sem hann hafði séð í bernsku með
móður sinni. Ingjaldur lærði að
spila á píanó og átti alla tíð hljóð-
færi.
Þó að Ingjaldur kæmi víða við í
atvinnulífinu var Háskóli Íslands
sá vinnustaður sem hann helgaði
lengst af starfskrafta sína. Hann
bar skólann einlæglega fyrir
brjósti og var óþreytandi í marg-
víslegum og óeigingjörnum störf-
um sínum fyrir skólann.
Ingjaldur var góðum gáfum
gæddur, hann var afburðanáms-
maður og hafði mikla þekkingu á
mörgum sviðum. Hann lá ekki á
skoðunum sínum og oft spruttu
upp heitar rökræður í kringum
Ingjald, það var alltaf skemmti-
legt og uppbyggjandi.
Ingjaldur hafði hjarta úr gulli
og vildi öllum vel.
Ingjaldur hefur verið hluti af
lífi okkar og fjölskyldu okkar í
áratugi. Minningin um hann teng-
ist ekki síst stórhátíðum og merk-
isdögum í lífi okkar og hans. Við
vorum viðstödd hátíðahöldin í
Columbus, þegar Ingjaldur út-
skrifaðist með doktorspróf, en þá
bauð hann fjölda manns á indó-
nesískan veitingastað. Þá þegar
var tilkominn áhugi hans á fram-
andi menningu og mat og höfð-
ingsskapur hans orðinn augljós.
Eftir að móðir Ingjalds lést hefur
hann verið með okkur á jólum og
um áramót, oftast á heimili okkar
en einnig erlendis.
Hans verður sárt saknað sem
hluta af fjölskyldunni.
Karólína Eiríksdóttir,
Þorsteinn Hannesson.
Með Ingjaldi Hannibalssyni er
genginn vænn maður og góður
drengur. Í honum fóru saman
gáfur og gjörvileiki. Kynni okkar
hófust þá, er ég var ráðinn til
starfa á reiknistofu Raunvísinda-
stofnunar Háskólans, en Ingjald-
ur nemandi í stærðfræði. Á þess-
um tíma sátum við nærri fótskör
meistara við að nema „Simplex“
reiknireglur til hámörkunar, að
gefnum hliðarskilyrðum. Reynd-
ar hafði ég heyrt af þessum mikla
stærðfræðingi, en samskipti á
milli austurbæjar og vesturbæjar
voru ekki mikil á þessum árum og
þaðan af síður á milli MR þar sem
Ingjaldur nam, og MH þar sem
ég nam.
Ýmsum þótti slík nálgun á
vandamál hins daglega lífs dálítil
einföldun. Á sama hátt taldi Ingj-
aldur að markviss gæðastjórnun í
fiskiðnaði gæti skilað greininni
verulegum verðmætum. Víst er
að stjórnun var Ingjaldi hugleik-
in, stjórnun þar sem hámörkun
var höfð að leiðarljósi. Sjónarmið
Ingjalds hafa náð fram að ganga,
ef til vill vegna þrotlausrar
kennslu Ingjalds.
Það var svo fyrir 16 árum að
leiðir okkar Ingjalds lágu saman
á starfsvettvangi. Lengstan þann
tíma var Ingjaldur deildarforseti
Viðskiptafræðideildar ellegar
skorarformaður. Það var gott að
vinna undir stjórn Ingjalds, hann
var þægilegur og sanngjarn yfir-
maður, afskiptalaus ef hann
treysti fólki, og studdi fólk til
góðra verka. Hann ætlaðist til
þess að nemendur ynnu fyrir ein-
kunnum. Við göntumst með það
hvor ætti stærri skúffu á „kvört-
unarskrifstofu“ Stúdentaráðs.
Það má með sanni segja, að eft-
ir að Ingjaldur réðst til fullra
starfa hjá Háskóla Íslands, að
hann hafi helgað skólanum alla
sína krafta. Ekki aðeins í þágu
deildar, heldur ekki síður hús-
byggingum og fjármálum skól-
ans. Hann var vel að sér um fjár-
hagslega uppbyggingu háskóla
um víða veröld og ekki síður um
útfærslur bygginga.
Stundum velti ég fyrir mér
hvort Ingjaldur hafi komið í út-
hverfi borgarinnar, sem hann bjó
í og starfaði, þessi víðförli maður.
Heimsborgarinn var miðborgar-
maður og vesturbæingur. Þrátt
fyrir drjúg störf sín fyrir Háskól-
ann átti Ingjaldur sér áhugamál.
Ungur að árum vann hann í far-
skrárdeild Flugleiða hf. Þar velti
hann fyrir sér hámörkun tekna,
eins og nútíma farskrárkerfi
gera, en hann lærði líka að nýta
sér þekkingu á fargjöldum í þágu
áhugamáls síns.
Ingjaldur náði að ljúka við að
heimsækja öll lönd hinna Samein-
uðu þjóða á síðasta sumri, 193 að
tölu, sennilega víðförlasti Íslend-
ingur fyrr og síðar. Annað áhuga-
mál átti Ingjaldur. Það var tón-
list. Hann var tíður gestur í
tónleikahúsum og leikhúsum víða
um heim. Á ferðalögum sínum
munaði Ingjald ekki um að sjá og
heyra 2-3 viðburði á dag. Hver
stund nýtt til fulls. Ingjaldur var
um margt gæfumaður. Hann var
heimsborgari, en þó einstæðingur
og Íslendingur. Ef hann hefði
verið fjölskyldumaður, hefðu
skyldur verið aðrar og minna um
ferðalög. Að leiðarlokum þakka
ég Ingjaldi ágæt kynni og sam-
starf í full 40 ár. Hann varð
áhrifavaldur í lífi mínu og fyrir
það kann ég honum þakkir. Far
þú vel, kæri vinur. Guð geymi og
varðveiti minningu um góðan
dreng. Minningin heiðrast í vit-
und þinni.
Vilhjálmur Bjarnason.
Ég hitti Ingjald líklega fyrst
haustið 1982 og kynntist honum
svo nánar er honum voru falin
ýmis stjórnunarstörf innan há-
skólans. Til að nefna fátt eitt þá
var hann formaður fjármála-
nefndar háskólaráðs 1997-2006,
formaður skipulagsnefndar há-
skólans, um tíma fjármálastjóri
háskólans, formaður bygginga-
nefndar Háskólatorgs og forseti
viðskipta- og hagfræðideildar.
Á þessum árum unnum við
Ingjaldur oft náið saman og ég
kynntist honum vel og urðum við
góðir vinir. Hann var um margt
sérstakur og er öllum eftirminni-
legur sem kynntumst honum eða
áttu við hann samskipti þótt í
smáu væru. Hreinn og beinn á
velli og í framgöngu, einlægur og
laus við fordóma. Ingjaldur naut
samveru við fólk, var mikill list-
unnandi og ódeigur í félagsmálum
tengdum tónlist. Hann lét sig
sjaldan vanta á samkomur innan
háskólans og var virkur þátttak-
andi í ráðstefnum og fundum.
Hlýr og góður maður, en samt
ávallt einn með sjálfum sér.
Ingjaldur bar hag Háskóla Ís-
lands mjög fyrir brjósti og var há-
skólinn hans annað heimili. Og
hann setti sannarlega svip sinn á
staðinn. Öll verk vann hann af
elju og samviskusemi, var í senn
vandvirkur og vinnusamur og
með afbrigðum nákvæmur. Og
jafnlyndur var hann og lagði ekki
illt orð til nokkurs manns. Þegar
litið er til baka er af fjölmörgu að
taka. Ég minnist þess að Páll
Skúlason, þáverandi rektor, fól
okkur Ingjaldi að fara yfir og
endurskoða niðurröðun í Nátt-
úrufræðahús áður en hafist var
handa við að ljúka þeirri bygg-
ingu og sömuleiðis að fara yfir
húsnæðisþarfir einstakra deilda í
aðdraganda þess að ákvörðun var
tekin um byggingu Háskólatorgs
og Gimlis. Við áttum ótal fundi
með starfsfólki og fyrir kom að
skoðanir voru skiptar og sýndist
sitt hverjum, en ætíð nálgaðist
Ingjaldur viðfangsefnin af fag-
mennsku, lipurð og stillingu. Og
hann var fastur fyrir, ef því var að
skipta, en á rökstuddum grunni
og með jafnaðargeði. Ég er samt
ekki frá því að stundum hafi hann
tekið málin inn á sig þótt aldrei
hefði hann orð á því eða léti það
trufla sig.
Mjög gott orð fór af Ingjaldi
sem kennara og umsagnir nem-
enda á einn veg; sanngjarn kenn-
ari og vel skipulagður sem gerði
sér far um að þekkja nemendur
og virkja þá til þátttöku í um-
ræðum um námsefnið.
Ingjaldur ferðaðist víðar um
veröldina en nokkur annar Ís-
lendingur hefur gert. Hann hafði í
sumar er leið heimsótt öll lönd
sem aðild eiga að Sameinuðu
þjóðunum, en löndunum hafði
fjölgað nokkuð frá því hann lagði
fyrst upp í ferðina fyrir 40 árum
eða svo – og ég er ekki frá því að
hin seinni árin hafi hann gert
nokkurt átak í því að loka hringn-
um. Fyrir lá hjá Ingjaldi að taka
þetta ævintýri saman er hann
lauk lífsferð sinni skyndilega
laugardaginn 25. október sl. okk-
ur öllum að óvörum.
Við Systa munum sakna Ingj-
alds og erum einkar þakklát fyrir
að hafa eignast vináttu hans.
Hvort sem var í starfi eða einka-
lífi var hann einstaklega ljúfur og
góður maður með hárfína kímni-
gáfu. Við kveðjum góðan vin og
samstarfsmann og vottum ætt-
ingjum hans og vinum okkar
dýpstu samúð.
Þórður Kristinsson.
Ég hef verið svo lánsöm að
þekkja Ingjald frá því að ég var
barn. Ég fékk meira að segja sem
barn að vera nemandi hans með
óbeinum hætti þegar fyrstu
gæðahringanámskeiðin voru
haldin á Íslandi. Þau voru haldin á
laugardögum hjá Iðntæknistofn-
un og einhver vandræði hljóta að
hafa verið með barnapössun því
við Guðrún systir mín pökkuðum
litabókum og litum niður í tösku
og fórum með pabba í vinnuna.
Hugmyndin var að við hefðum of-
an af fyrir okkur sjálfar, en ég
hafði meiri áhuga á því sem fram
fór á námskeiðinu en litabókum
og varð stóreygð vitni að því þeg-
ar umræðuhópar undir stjórn
Ingjalds og pabba komu fram
með tillögur að breyttri þjónustu í
bankakerfinu.
Ingjaldur hafði þá nýlega sótt
þekkingu á gæðahringum beint
til Japans, enda var það skoðun
hans að tungumálakunnátta og
það að nota hana til að skoða
heiminn og sækja þekkingu væri
eitt það mikilvægasta sem við
gætum gert í lífinu. Þegar ég leit-
aði til Ingjalds á háskólaárunum
voru ráðleggingar hans skýrar,
það skipti mestu máli að vera tal-
andi og skrifandi á erlendu tungu-
máli. Ég tók ráðleggingar hans
alvarlega, herti upp hugann og
fór í skiptinám til Írlands og lærði
þar að tala og skrifa ensku, sem
hefur skipt sköpum í námi og
starfi.
Sjálfur sagði Ingjaldur að hann
hefði lært af ferðalögunum að
brosið skipti mestu máli, bros
væri alþjóðlegt tungumál. Ingj-
aldur notaði brosið þó ekki aðeins
á ferðalögum og í tungumálaerf-
iðleikum. Bros og jákvæðni fylgdi
honum líka í starfi. Hann var allt-
af boðinn og búinn að aðstoða,
bæði okkur samstarfsmenn sína
og nemendur. Það þýddi þó ekki
að hann gerði ekki kröfur, hann
ætlaðist til þess að við mættum
undirbúin til náms og starfa. En
hann var til staðar ef eitthvað
raunverulega bjátaði á og það tók
verulega á hann ef hann af ein-
hverjum ástæðum ekki gat orðið
að liði. Ég naut þessa stuðnings
bæði í veikindum á síðasta ári, en
ekki síður óbeint þegar grunn-
skólanám mitt brotlenti. Þá
studdi hann móður mína í barátt-
unni við grunnskólann með þeim
orðum að ég ætti að sjálfsögðu
rétt á menntun og að hún yrði
bara að halda áfram að berjast
fyrir þeim rétti. Í huga Ingjalds
var það ekki valmöguleiki að gef-
ast upp.
Það kemur til með að taka
langan tíma að venjast því að geta
ekki leitað til Ingjalds á skrifstof-
una löngu eftir að aðrir eru farnir
heim. Að hafa ekki tækifæri til
þess að þakka honum í persónu
fyrir þau áhrif sem hann hafði á
námsframvindu mína sem svo
auðveldlega hefði getað farið út af
sporinu ef ég hefði ekki fengið
stuðning og í því ljósi er ég sér-
staklega þakklát fyrir að mennt-
un mín skyldi á endanum leiða
mig til starfa hjá Viðskiptafræði-
deild, undir stjórn Ingjalds
Hannibalssonar.
Margrét Sigrún
Sigurðardóttir.
Kæri vinur. Það var okkur
hjónum áfall að heyra af andláti
þínu. Það kom okkur einhvern
veginn aldrei til hugar að svo
snemma væri þinn tími hér á
jörðu allur. Að þú, þessi gegn-
heili, kraftmikli og skipulagði
maður, sem alltaf virtist vita hvað
var framundan, værir svo óvænt
kallaður í þína hinstu ferð.
Við eigum ekki margar myndir
af þér hér heima en það kemur
ekki að sök því að í huga okkar
eigum við kærar minningar sem
auðvelt er að kalla fram. Stundum
er þar kersknisblik í augum þín-
um, stundum ákveðni eða jafnvel
þrjóska en alltaf þessi einlægni
sem prýddi þig alla tíð.
Minningarnar birtast okkur
jafnskýrar sem ljósmyndir; úr
MR og skólalífinu þar, frá heim-
sóknum á Melabrautina og svo
síðar Tjarnarmýri til vin- og sam-
starfskonu þinnar Huldu,
mömmu Auðar. Smávandræðin
við laufabrauðsgerðina á Mela-
brautinni þar sem þú þurftir að
sjá borðmunstrið í gegnum kök-
urnar og svo stundin sem þú
hjálpaðir Auði við að velja tónlist í
jarðarför Huldu.
Myndirnar eru líka margar frá
samstarfi ykkar Helga; frá fund-
unum á Iðntæknistofnun, þú að
keyra á saabinum í misgóðu
skyggni, andlit erlendu gestanna
þar sem þú sem gestgjafinn sást
til þess að þeir „fengju“ örugg-
lega að smakka hákarl og brenni-
vín, fundirnir í Ferðamálasetri Ís-
lands þar sem þú varst
sjórnarformaður, hressi ráð-
stefnustjórinn á hátíðarkvöld-
verði á KEA, spekúlantinn í
gamla herberginu þínu í Odda og
spjallið um samstarfið milli við-
skiptadeilda HÍ og HA.
Hjartfólgnustu minningar okk-
ar um þig eru samt héðan af
Möðruvallastrætinu. Þú lengdir
gjarnan ferðir þínar hingað norð-
ur til þess að ná að sitja með okk-
ur hjónum seinnipart dags og
borða með okkur kvöldmat. Kín-
verski Moutai-snafsinn sem Helgi
fékk gefins frá kínverku sam-
starfsfólki var þá dreginn fram og
þú fékkst þér einn og svo var sest
yfir bjór eða léttvín og spjallað.
Þú sagðir okkur frá heimsferðum
þínum, skipulagi næstu áfanga og
óperuferðum. Rætt var um HÍ,
háskólatorg og viðskiptafræði.
Svo var spjallað og spjallað þar til
tími var kominn til að ná síðustu
vél suður aftur. Stundum þegar
svo bar við hjá okkur þá bárum
við undir þig mikilvæg málefni og
alltaf gátum við reitt okkur á að
þú ráðlegðir okkur af heilindum.
Líf þitt var á svo margan hátt
sérstakt. Þú virtist geta skipt því
upp í mismunandi reiti þar sem
þú gast farið á milli og fundið
gleði í hverjum fleti án þess að
flétta þá of mikið saman. Deild-
arformennskan, kennslan, rann-
sóknir, háskólinn og umhyggjan
fyrir viðskiptafræðináminu fóru í
einn reitinn, ferðirnar, menning-
in, vinirnir hér og vinirnir þar í
aðra. Öllu þessu sinntir þú af
krafti og einurð en alltaf á þeim
tíma sem þú taldir henta. Þú hafð-
ir einmitt náð að ljúka heims-
ferðalagi þínu og varst byrjaður
að skipuleggja það að minnka við
þig vinnuna með það fyrir augum
að skrifa heimsferðasögu þína
þegar kallið kom svo óvænt. Og
þá tók við hjá þér enn eitt ferða-
lagið á áður óþekktan stað. Við
kveðjum þig vinur.
Auður Eir Guðmunds-
dóttir og Helgi Gestsson.
Kveðja frá Háskóla Íslands
Starfsfólk og stúdentar við Há-
skóla Íslands kveðja í dag kæran
samstarfsmann, kennara og vin.
Framlag Ingjalds Hannibalsson-
ar til Háskóla Íslands var afar
margbrotið.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Ingjaldi í gegnum mörg
verkefni. Þeirra stærst var bygg-
ing Háskólatorgs, sem hýsir þjón-
ustueiningar fyrir stúdenta og er
miðstöð starfsfólks og stúdenta,
og Gimli, sem hýsir starfsemi fé-
lagsvísinda- og hugvísindasviða.
Ingjaldur var formaður bygg-
inganefndar og vann þrekvirki.
Hann lá yfir öllum teikningum,
samningum og fjármálum af mik-
illi nákvæmni og velti fyrir sér
hverju smáatriði í innréttingum.
Ingjaldur átti að öðrum ólöstuð-
um mestan þátt í að framsýn hug-
mynd Páls Skúlasonar, fyrrver-
andi rektors, um Háskólatorg
sem hjarta háskólasamfélagsins
varð að veruleika með fjárhags-
legum tilstyrk Háskólasjóðs Eim-
skipafélagsins og Happdrættis
Háskóla Íslands. Í dag er erfitt að
ímynda sér háskólalífið án Há-
skólatorgs.
Síðustu ár voru trúnaðarstörf
Ingjalds fyrir skólann einkum
tengd skipulags- og bygginga-
málum. Hann var formaður
skipulagsnefndar og í bygginga-
nefnd vegna nýbyggingar fyrir
Ingjaldur
Hannibalsson
SJÁ SÍÐU 24