Morgunblaðið - 13.11.2014, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.11.2014, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 ✝ Kristín SæunnRagnheiður Guðmundsdóttir fæddist 11. októ- ber 1952 í Reykja- vík. Hún lést 2. nóvember 2014 á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi. Foreldrar Kristínar voru Guðmundur Ög- mundsson, f. 7. apríl 1906, d. 3. maí 1971, rafvirki, og Sól- veig Dóróthea Jóhannesdóttir, f. 6. febrúar 1909, d. 7. janúar 2000. Kristín ólst upp í for- eldrahúsum í Skipholti 30 í Reykjavík. Systkini Kristínar eru: Guðbjörg, f. 1937, d. 1987, Ögmundur, f. 1939, Þór- hildur, f. 1941, og Hallberg, f. 1944. M. I. Kristján Gunn- laugsson, f. 4. október 1949, þau skildu. Synir þeirra eru: Guðmundur Þór, f. 7. febrúar 1973, og Kristján Örn, f. 28. nóvember 1979. M. II. Jón Ögmundsson, f. 4. mars 1960, hæstarétt- arlögmaður, en þau giftust 17. júní 2012. Foreldrar hans eru Ögmundur Kristgeirsson, rafvirkjameistari í Kópavogi, f. 30. maí 1931, og Sesselja Gíslína Jónsdóttir, húsmóðir, f. 17. október 1924, d. 16. júní 2001. Kristín gekk í Landakots- skóla og Hagaskóla þó hún hafi alist upp í Skipholti. Kristín fór sem skipti- nemi AFS til New Jersey í Banda- ríkjunum og úr- skrifaðist frá Moorsetown High School árið 1970. Kristín eignaðist þar marga mjög góða vini sem hún hélt tengslum við alla tíð. Kristín hóf störf í farskrárdeild Loftleiða árið 1973, síðar Icelandair og til- einkaði félaginu starfskrafta sína og starfaði í söludeild Icelandair, varð sölustjóri í Kringlunni árið 1988 og frá 2002 starfaði Kristín sem þjónustustjóri viðskiptasölu- deildar. Kristín útskrifaðist sem ferðamálafræðingur frá EHÍ árið 2002. Kristín var af- ar félagslynd og starfaði um skeið í Lionsklúbbnum Eir. Hún lét sér alla tíð mjög annt um syni sína og eftir að barnabörn Þórhildar, systur hennar, komu í heiminn leit hún á þau sem sín eigin. Jón og Kristín voru samstiga í að byggja upp heimili í Öldusöl- um 1, Kópavogi, og stunduðu áhugamál sitt golf í næsta ná- grenni heimilisins hjá GKG. Kristín hafði yndi af því að ferðast og stunda útiveru. Útför Kristínar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 13. nóvember 2014, kl. 13. Kristín systir mín er látin, langt fyrir aldur fram, eftir stutta baráttu við erfið veikindi. Við vorum nánir vinir alla tíð. Var það mér, sem og öllum öðr- um, gríðarlegt áfall þegar hún greindist nýverið með illvígan sjúkdóm sem að lokum varð þess valdandi að leiðir okkar skildi alltof snemma. Er hennar sárt saknað. Okkur Kristínu kom alltaf vel saman og í seinni tíð deildum við sama áhugamálinu og áttum margar skemmtilegar stundir á golfvellinum. Kristín fékk snemma mikinn áhuga á hesta- mennsku en síðar átti golfið hug hennar allan og stundaði hún það þegar færi gafst með Jóni Ögmundssyni, síðari eig- inmanni sínum. Kristín og Jón giftu sig fyrir tveimur árum eftir að hafa komið sér upp yndislegu heimili þar sem snyrtimennska og smekkvísi eru alls ráðandi. Fjölskyldan var Kristínu afar hugleikin og var eitt af hennar helstu áhugamálum alla tíð að fjölskyldan mætti eiga sem flestar samverustundir. Var hún jafnan duglegust að kalla hópinn saman. Naut hún sín sjaldan betur en í faðmi fjöl- skyldunnar og var þar jafnan hrókur alls fagnaðar. Í seinni tíð buðu Kristín og Jón fjöl- skyldunni og vinum oft í vöfflu- kaffi sem voru afar skemmti- legar samverustundir sem því miður urðu alltof fáar. Kristín vann í áratugi hjá flugfélögum, fyrst hjá Loftleið- um og síðar hjá Flugleiðum og Icelandair. Var hún þar mikils metinn starfsmaður og sem yf- irmaður afar vinsæl á sínum vinnustað. Við leituðum oft til Kristínar þegar ferðalög voru á döfinni hjá vinum og vanda- mönnum enda hafði hún langa reynslu í skipulagningu utan- landsferða. Vildi hún þá jafnan allt fyrir alla gera og reyndist öllum sem til hennar leituðu af- ar vel. Ég og Bíbí sendum Jóni Ög- mundssyni og sonum Kristínar, Guðmundi Þór og Kristjáni Erni, innilegar samúðarkveðjur, en þeir sýndu mikinn styrk í veikindum Kristínar og reynd- ust móður sinni afar vel. Ögmundur Guðmundsson. Þau eru erfið slögin á lykla- borðið þetta sunnudagskvöldið þegar ég minnist elsku bestu Kiddýjar minnar eða mömmu minnar númer tvö, eins og þú varst kölluð í fjölskyldunni okk- ar. Þú varst vissulega eins og mamma mín og ófá símtölin sem byrjuðu einmitt á þessum orðum: „Hæ, elsku mamma númer tvö.“ En þvílík forrétt- indi og ríkidæmi að eiga tvær yndislegar mömmur sem elska börnin sín og barnabörn af ein- lægni. Systrabönd ykkar mömmu voru ótrúlega sterk og hafið þið stutt hvor aðra í gegnum árin. Jafnframt hafðir þú hag strák- anna þinna, Guðmundar og Kristjáns, alltaf fyrir brjósti. Þú varst klettur sem hægt var að reiða sig á og ein af mínum bestu vinkonum. Við Hlynur bróðir, Peter, Lísa og börnin okkar dýrkuðum þig og dáðum. Þú tókst okkur alltaf opnum örmum og ávallt gafstu þér tíma til að föndra, leika og hlusta. Það er skrýtið að koma til Ís- lands og að sameinast í Engja- selinu hjá mömmu og Palla því ég er alltaf að bíða eftir að bjallan hringi og að börnin hlaupi til dyranna og fagni þér, að þú komir inn um dyrnar fær- andi hendi, kastir af þér káp- unni og dembir þér í leiki og fíflagang með okkur. Það var aldrei lognmolla þegar við kom- um öll saman. Barátta þín einkenndist af orku og jákvæðni. Þú ákvaðst að fara til Kaupmannahafnar stuttu eftir krefjandi geislameð- ferð að heimsækja okkur með Jóni þínum. Við áttum frábærar stundir saman í sól og hita – akkúrat eins og þú hafðir óskað þér eftir dræmt sumar á Ís- landi. Þú varst óstöðvandi, labbaðir borgina þvera og endi- langa, varst úti frá morgni til kvölds og þegar við spurðum hvort þú vildir ekki setjast og hvíla þig þá stóð ekki á svörum: Kristín S. R. Guðmundsdóttir✝ Helga Egils-dóttir fæddist 2. nóvember 1932 í Njarðvík. Hún lést 4. nóvember 2014 á heimili sínu, Hlév- angi í Reykja- nesbæ. Foreldrar Helgu voru Sigurbjörg Ögmundsdóttir frá Tjarnarkoti í Innri- Njarðvík, f. 29.10. 1892, d. 27.5. 1974, og Egill Jón- asson frá Stapakoti í Innri- Njarðvík, skipstjóri og útgerð- armaður í Ytri-Njarðvík, f. 26.11. 1895, d. 20.9. 1973. Helga átti einn bróður, Ólaf Högna Egilsson, f. 15.6. 1927 í Vestmannaeyjum, d. 26. 11. 1991. Fyrri kona Ólafs var Nils- ína Þ. Larsen, seinni kona hans var Halla Oddný Jónsdóttir. Þann 19.5. 1955 giftist Helga Jóhannesi Hleiðari Snorrasyni frá Hleiðargarði í Eyjafirði, f. 18.3. 1928, d. 16.4. 1986. For- eldrar hans voru Sigríður Jóna Jóhannsdóttir frá Hóli á Hauga- nesi, f. 10.8. 1903, d. 22.4. 1982, og Snorri Hannesson, bóndi í væntalegt í mars á næsta ári. Helga var fædd og uppalin í Njarðvík. Hún gekk í Barna- skólann í Keflavík og nam hús- tjórnarfræði við húsmæðraskól- ann Ósk á Ísafirði árið 1951. Hún lagði land undir fót og fór sem au-pair til Englands. Eftir heimkomuna fór hún að vinna hjá varnarliðinu. Fyrsta búskaparár þeirra hjóna, Helgu og Hleiðars, var á æskuheimili Helgu í Njarðvík, síðan byggðu þau sér hús á Klapparstíg 1 í Njarðvík. Helga var heimavinnandi samhliða því að snúast í kringum fyrirtækið þeirra „Fitjanesti“ sem þau byggðu og stofnuðu 17. desem- ber 1966. Ári eftir andlát Hleið- ars flutti Helga á Brekkustíg 33 í Njarðvík og var hún stefnu- vottur Njarðvíkur til margra ára. Helga var virk í skáta- hreyfingunni og systrafélaginu á sínum yngri árum. Hún var mikil fjölskyldumanneskja, vin- mörg og lét sér annt um hag barna sinna og afkomenda allra. Hún bjó síðustu árin á hjúkrunarheimilinu Hlévangi þar sem hún lést í faðmi fjöl- skyldunnar. Útför Helgu fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 13. nóvember 2014, kl. 13. Hleiðargarði, f. 25.3. 1901, d. 26.3. 1963. Börn Helgu og Hleiðars eru: Jón- as Jóhannesson, kvæntur Erlu Hildi Jónsdóttur. Börn þeirra eru þrjú: Anna Steinunn, gift Ólafi Björns- syni; Helga, gift Steinari Arasyni, og Egill, unnusta hans Sigrún Ása Magnúsdóttir. Snorri Jóhannesson, kvænt- ur Sigurveigu Long. Dætur þeirra eru tvær: Unnur Helga, gift Árna Grétari Óskarssyni, og Lára Hleiður, unnusti henn- ar Gunnar Hans Hafsteinsson. Sigríður Jóna Jóhann- esdóttir, gift Gísla Grétarssyni. Synir þeirra eru þrír: Jóhannes Hleiðar, kvæntur Sigríði Sess- elju Sæmundsdóttur; Grétar, unnusta hans Anna María Þor- leifsdóttir, og Gísli Örn, unn- usta hans Lena Valdís Larsen. Langömmubörnin eru 21, eitt þeirra er látið og tutt- ugasta og annað barnið er Kveðja frá börnunum þínum. Elsku mamma. Þegar við hugsum til baka og rifjum upp minningar um þig er þakklæti okkur efst í huga. Við erum svo heppin að hafa alist upp hjá ykkur pabba við ást, umhyggju, gleði og sprell. Þú varst alltaf til staðar með út- breiddan faðminn þegar við þurft- um á að halda, studdir okkur í einu og öllu. Þú varst stolt af því að vera Njarðvíkingur og fórst ekki leynt með það. Þú varst mjög frændrækin, vinmörg og allir ávallt velkomnir á heimili okkar. Þú hafðir oft áhyggjur af okkur, fjölskyldum og vinum þó svo að við værum flogin að heiman. Hér sitjum við og brosum yfir öllum þeim eftirlitsferðum sem þú fórst í seint á kvöldin til að kanna hvort við værum örugglega komin heim. Við vitum að það var gert af væntumþykju og kunnum við að meta það í dag. Elsku mamma, við kveðjum þig með ljóðinu hennar Sillu ömmu, Sumar á Íslandi. Sumar á Íslandi sólskin í hlíð, signir nú blómin sem brosa svo blíð. Fuglar með vængjaþyt fljúga um geim, fagnandi syngja með lofgjörðar hreim. Sumar á Íslandi yndislegt er, ekkert svo fagurt auga mitt sér. Þá miðnætursólin seig ofan í mar, titrandi geisla á hlíðina bar. Dalir og hólar, firðir og fjöll, fallegur litskrúði sveipar þau öll. Hátíðleg kyrrð, yfir himin og grund, heillandi fegurð sem miðnætur stund. Ástkæra feðra fold, fræg er þín saga, fornaldar menning og snilld þeirra laga. Gefi að það fullveldi er fáum við nú, farsæld oss veiti, frelsi og trú. Ísland þinn fána, hefjum nú hátt, heitum nú allir að efla þinn mátt. Elska þig, vernda þig, vegsemd þig krýna, varðveita sögur og söngvana þína. (Sigurbjörg Ögmundsdóttir) Takk fyrir allt og Guð geymi þig. Jónas, Snorri og Sigríður Jóna. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma. Þú ert komin í Sum- arlandið til afa og annarra sem fóru á undan þér og ég veit að nú eru fagnaðarfundir hinum megin. Ég sit eftir með trega í hjarta og djúpan söknuð yfir því að geta ekki lengur kíkt á þig, knúsað þig og kysst, spjallað og hlegið með þér, sagt þér frá deginum mínum, skenkt okkur kók í glas og gripið í gotterí, fengið útlistun á hver var með hverjum í Leiðarljósi, dekrað við þig, lagað til hárið og spreyjað tonni af hárlakki með, lagað á þér neglurnar og lakkað, eða bara set- ið hjá þér hljóð og notið þess að vera með þér í þögninni. Í þér, amma mín, átti ég eina af mínum bestu vinkonum. Þú varst stór og mikilvægur hluti af minni tilveru, alltaf varstu til staðar fyr- ir mig og tókst virkan þátt í að koma mér til manns. Þú hlustaðir af áhuga, alltaf áttir þú góð ráð að gefa og auðvelt var að leita í faðm þinn ef eitthvað bjátaði á. Þú fagnaðir mér í hvert sinn sem ég kom í heimsókn til þín og þykir mér yndislegt að loka augunum og sjá þig taka á móti mér með bros á vör. Þær eru yndislegar minning- arnar sem sitja eftir, elsku amma, og margar skondnar líka. Við fjöl- skyldan rifjum þær upp og hlæj- um saman yfir uppátækjum þín- um, sem mörg hver voru óborganleg. Þú varst einstök, elsku amma. Þú varst líka mikill og stoltur Njarðvíkingur og þér þótti afar vænt um rætur þínar og stórfjöl- skylduna, í Njarðvík ólstu upp og bjóst alla þína tíð. Æskuheimilið var húsið Njarðvík, svo bjugguð þið afi ykkur hlýlegt og fallegt heimili á Klapparstígnum og svo fluttir þú á Brekkustíginn eftir að afi dó þar sem við áttum margar ljúfar stundir saman. Þar gisti ég með þér fyrstu nóttina í nýja húsinu aðeins níu ára gömul og þegar ég keypti mér mína fyrstu íbúð, 23 ára gömul, endurgalt ég gistinguna og bað þig um að gista fyrstu nóttina með mér – manstu? Við sváfum saman í stóra rúminu mínu en mér varð lítið svefnsamt út af hrotunum í þér, elsku amma, en mikið var ljúft að hafa þig þarna hjá mér. Í þessu fallega ljóði sendi ég þér, elsku amma, mínar síðustu þakkir og kveðju. Hvernig er hægt að þakka það sem verður aldrei nægjanlega þakkað? Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer? Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður mér greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigga Dúa) Ávallt þín, Anna Steinunn Jónasdóttir. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristj. Stef. frá Gilhaga.) Guð geymi þig, elsku amma. Ástarkveðja, Unnur Helga og Lára Hleiður. Efst í huga okkar þegar við minnumst þín, elsku langamma Helga, er hversu blíð og góð þú varst. Þú hafðir alltaf tíma fyrir spjall og sprell og ekki var namm- iskálin langt undan, sem þú pass- aðir alltaf vel upp á að væri nóg til í þegar við komum í heimsókn til þín. Elsku langamma Helga, við kveðjum þig í hinsta sinn með bæninni Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Sofðu rótt, elsku langamma Helga, við elskum þig. Auðunn Snorri, Þórunn Kolbrún, Bergþóra Sif, Kara Sif og Emma Ástrós. Elskulega Helga frænka mín og vinkona er nú búin að fá hvíld- ina eftir erfið veikindi. Hún var mér alla tíð svo trygg og traust og með okkur ríkti kærleikur sem aldrei bar skugga á. Ég var mikill heimagangur hjá þeim Hleiðari og þegar hann féll frá, langt um aldur fram, er mér minnisstætt eitt atvik. Oft fórum við Helga á rúnt á kvöldin og eftir þá fannst henni erfitt að fara ein heim í hús- ið sitt. Þá sagði ég: „Snúum bara við, þú sefur hjá mér í nótt.“ Sem og hún gerði. Næsta morgun var ég að hella upp á kaffi og útbúa morgunmatinn. Ég læddist um til þess að vekja hana ekki. Þá kom Helga fram og sagði: „En hvað það var notalegt að heyra í þér í eldhúsinu.“ Helga var hjartahlý, rík af mannkærleika og barngóð. Það sást best þegar ég átti mitt fyrsta barn. Þá bauð hún okkur inn á heimili sitt í heila viku og eins sýndi það sig hvað hún var góð við öll mín börn og önnur börn. Með söknuði, þakklæti og virð- ingu kveðjum við fjölskyldan þig, okkar ástkæra Helga. Elsku Jonni, Snorri, Sigga og fjölskyldur, Guð veri með ykkur. Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Kom, hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta’ er mætt og höfuð þreytt, því halla’ að brjósti mér“ (Stefán Thorarensen.) Sigurbjörg Ólafsdóttir, Silla. Helga frænka mín hefur kvatt þennan heim og hefur Hleiðar áreiðanlega tekið vel á móti sinni elskulegu konu. Við Helga höfum haldið sambandi í 70 ár. Ég sóttist eftir að vera alltaf einhvern tíma á sumrin hjá Sillu móður hennar en hún og pabbi minn voru skyld. Helgu og vinkonur hennar lék ég mér við. Helga var hin mesta myndarkona og átti ekki langt að sækja það, alin upp á myndar- heimili. Þar vandist ég á að borða reyktan og siginn fisk, mikið sæl- gæti, og eftir að Silla dó tók Helga við. Við systurnar, Ása og ég, komum alltaf suðureftir og feng- um þá þetta góðgæti, en við bjuggum erlendis. Helga var mjög prúð og elskuleg kona, það er ekki langt síðan við töluðumst við en hana hafði dreymt mig svo hún vildi vita hvernig ég hefði það, sjálf var hún ekki upp á sitt besta, sagði hún. Ég kveð Helgu með þakklæti fyrir að hafa átt vin- áttu hennar. Börnum hennar og öðrum að- standendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Edda Kristinsdóttir. Helga Egilsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elskum og söknum þín mikið. Þínir langömmudrengir, Jónas og Veigar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.