Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 24
102
,ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR‘
STÍGANDI
Og sól stafar grómggni' á grænkandi mold,
svo glitrar um túnin og haga,
og æskan fer léttstíg og lífglöð um fold,
lífs þíns merkasta saga.
Þráinn.
— En allra mest ríður á, að allir þeir geðkostir, sem eru ein-
kennilegir þrekfullri og vel menntaðri þjóð, dafni í landinu: föð-
urlandsást og ósérplægni og mannlund, atorka og dugnaður til
andlegra og líkamlegra framkvæmda, þolgæði og stöðuglyndi
að framfylgja því sem rétt er og þjóðinni gagnlegt, og sönn
dyggð og trúrækni yfir höfuð að tala — því að það er ekki rétt
skilin trúrækni og dyggð, sem ekki lýsir sér eins í athöfnum til
þarfa fósturjarðar og samlanda eins og í líferni hvers eins sér í
lagi.
Jón Sigurðsson.
★
... 4 ‘ 1
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð,
vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
íslands þúsund ár
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.
Matthías Jochumsson.