Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 26

Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 26
104 NOKKUR ORÐ UM SKÁLDSKAP STÍGANDI sér. Á þeim vettvangi verður fenginn traustur grunnur í hvaða starfi sem er og ekki sízt skáldskapnum. Á hinn bóginn sýnir margföld reynsla, að mennirnir eru hneigðir til að fela ýmislegt í fari sínu. I skáldskap og einkum skáldsagnagerð þykir því oft tiltækilegra að hafa aðra en sjálfa sig að skáldsagnarefni; „ætla menn af sjálfum sér“, að sumu leyti, þar sem raunveruleiki er ekki staðfestanlegur, og nota stuðning af ímyndunarafli og get- gátum að öðru leyti. En þá er komið að því, að „dæma sjálfan sig“, skyggni sína, nærfærni o. fl. — og stundum án þess að ætla það. Að sem flestu athuguðu ætti sjálfsþekking og sjálfslýsing, sem framkvæmd er af hreinskilni, að komast næst sannleika í skáldskap. Og gerir það vafalaust á sumum sviðum. Orðið list er haft um margt og kemur víða við. En þegar um listamennsku er talað, er það venjulegast tengt við myndlist (og systur hennar byggingarlistina), tónlist, orðlist og leiklist. Og sú list, er lengst hefir geymzt handan úr forneskju, er myndlist- in — eins og áður er tekið fram. En líklega stafar það einkum af því, að hún er tengd, fremur en aðrar listir, við efni, sem geymslu þolir. — Allur skáldskapur grundvallast aðallega á skilningarvitund mannsins og einkum sjón, heyrn og tilfinn- ingu. Og eftir mismunandi styrkleika skilningarvitanna fer það, að miklu leyti, hvernig matið verður á framleiðslunni — og af beggja hálfu framleiðenda og viðtakenda. Einum er það mest virði, sem augað sér; öðrum leiðsla og hrifni fagurra tóna. Ein- um vitsmunaleiftur efnismikilla orða. Og enn öðrum óteljandi blæbrigði tilfinningalífsins; þar á meðal samúð og andúð o. s. frv. En sú list, sern yfirgripsmest er, er orðlistin. Hún er sú list, er lengst hefir komizt í því að fela allar listir aðrar í fangi sínu. í íslenzkri orðlist mun bera einna mest á augans list, mynd- listinni. Og einkum á fyrri ævistigum skáldanna. Þetta er t. d. mjög ljóst um Einar skáld Benediktsson. Mér er enn í ljósu minni mynd — lýsing í óbundnu máli — í blaði hans Dagskrá frá gamalli tíð, sem ég hefi aldrei lesið síðan, af enskum veiði- manna með laxastöng, hreyfingum hans og öllu atferli. Og líkt má segja að háttað sé um kvæðið Skútahraun og margt fleira. Með vaxandi aldri og þroska verða vegir hans víðtækari og einkum öldur tilfinningalífsins. Áhrif frá tónlistinni vaxa og koma fram á mjög sérkennilegan hátt. Kvæði hans „Stefja- hreimur" virðist hafa átt að vera lofsöngur til tónlistarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.