Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 16

Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 16
94 .ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR‘ STÍGANDI og laðandi. — Að vera væn kona og vel skapi farin, hefir ætíð þótt fölskvalaus sæmd. Næstu setningar miða og að því marki að auka veg heimasætunnar á Lóni. — „Þótti sá kostur vera ein- hver heztr iyrir sakar irænda ok mest kunnostu og íramkvæmd- ar hennar.“ Þetta sýnir glögglega, að hún hefir verið vel ættuð og vel mennt og með skörungsbragði. Allar línur þessarar lýsingar mætast í einum punkti — mynda fullvissu um það, að sú kona, er slík ummæli hlýtur, muni á engan hátt hafa verið vangefin. Hún flytur líka auð og ættstyrk heim í ríki Víga-Glúms og eykur veglæti hans. (Samanber: Ok nú er hans ráð enn virðu- legra en áðr). Árin líða. Sagan greinir frá börnum þeirra Glúms og Hall- dóru — þremur. Má Glúmssyni er svo lýst, að hann var „hljóðr og spakr“. En Vigfús Glúmsson var „hávaðamaðr mikill ogójafn- aðarmaðr, rammur að afli og fullhugi“. Eftir þessari lýsingu að dæma, virðist öðrum bræðranna hafa brugðið mjög til móður sinnar, en hinum til föðurins. Þá er getið dóttur þeirra Glúms og Halldóru, Þórlaugar að nafni. Hún var gift hinum kappsfulla höfðingja Mývetninga, Víga-Skútu. „Ok fyrir sakir þeirra sundurlyndis, þá lét hann hana fara heim til Þverár og lét hana eina. Þat líkaði Glúmi þungt. Síðan bað hennar Arnór kerlingarnef, ok átti hana. Frá þeim eru komnir göfgir menn“, segir í sögunni. Þeir bræður Már og Vigfús koma báðir við söguna öðru hvoru, — en hins vegar er hljótt um móður þeirra. Það má fletta mörgum blöðum í sögunni án þess að sjá nafn hennar. En svo nema augu lesandans allt í einu staðar við þá setningu, sem er perla sögunnar og ein sú fegursta í íslenzkum bókmenntum: „— Ok skulum vér binda sár þeirra manna, er lífvænir eru, ór hvárra liði sem er.“ Orsakir til þeirrar atburðarásar, sem setningin er byggð á, eru margþættar. — Víga-Glúmur Eyjólfsson hefir setið árum sam- an að Þverá (Munkaþverá) í Eyjafirði og borið ægishjálm yfir aðra héraðsbúa. Vilji hans hefir ráðið svo yfir hag manna og háttum, að engum hefir liðizt að leggjast þar í mót. En Eyjafjörður átti fleiri sonu en Glúm, er rann höfðingja- blóð í æðum, — menn, sem þoldu illa að bíða lægri hlut og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.