Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 46

Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 46
124 ,EF EG KYNNI Á ÞVÍ SKIL‘ STÍGANDI fótgangandi bændur í orustum, að varla væru þeir peðs virði. Auk þess þýddi peð fótgönguliði. Orðið peð í tafli segir brot úr sögu fótgönguliðs á miðöldum, því að peð eða peðmaður (latínu pedes) var í upphafi fót- gönguliðsmaður og ekkert annað. Virðingarleysi á óbreyttum hermönnum lýsir sér hjá fornum riddara, er mælti: „Hann felldi mig af hestinum og hjó í sundur hest Oddgeirs með sverðinu og gerði okkur báða með kynlegum hætti sem peðmenn eða göngu- menn“. (Karlamagnússaga). Á lénsöldunum var það svo sem sjálfsagt í herferðum, að bændur gengju, en riddarar riðu. Frá sömu tímum í Noregi er varðveitt vísa úr herför: Fant sé ek hvern á hesti. — Hér er nú siðr inn versti. Leið eigum vér langa — en lendir menn ganga.... Höfundur vísunnar, Bjarni Kálfsson konungsmaður, árið 1182, hefur e. t. v. verið íslendingur, þótt sú merking orðsins sé annars ekki kunn hérlendis um það leyti, að fantur sé réttnefni óbreytta liðsmannsins. Herramennirnir, lendir menn, áttu sið- ferðilegan rétt á hestum þeirra, ef þarna hefði ekki ráðið „siður hinn versti“. Orðið íantur er sama og enfant, sem á frönsku þýðir barn (lat. infantes, börn). Einhverjir herforingjar hafa tekið upp þá venju að kalla hermenn börnin sín, svo að hið rómversk-franska orð færist af bömum yfir á fótgöngulið, það heitir t. d. á ensku infantry. Áherzlulausa forskeytið in (en) hvarf af orðinu, þegar það kom á Norðurlönd, og varð úr orðið fantur. Um hermenn eða liðsmenn höfðingja var þá tekið að nota norræna orðið sveinar, og gæti það verið eins konar þýðing á infantry, þótt full rök skorti, að svo sé. Sú merking orðsins sveinn útrýmir þá smátt og smátt merkingunni sveinbam, svo að þar kemur í staðinn orðið drengur, en „sveina“ hafa valds- menn sér til fylgdar a. m. k. fram á 18. öld. Fylgdarmenn eða vinnumenn iðnmeistara fóm síðan einnig að nefnast sveinar, og lifir sú merking. Um það bil sem sveinsheitið er að festast við fylgdarmenn höfðingja, bregður í Noregi fyrir hinu útlenda orði íantur um þá menn. Noregskonungur veitti eitt sinn þá réttarbót að tak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.