Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 25

Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 25
STÍGANDI SIGURJÓN FRIÐJÓNSSON: NOKKUR ORÐ UM SKÁLDSKAP Það hefir verið haft eftir norska skáldinu Henrik Ibsen, að það að yrkja væri að dæma sjálfan sig. Þetta er næst að skilja svo, að í eigin athöfnum hlutaðeiganda komi fram raunverulegt gildi hans — sem að sjálfsögðu útilokar þó ekki, að dómurinn geti orðið og verið rangur. Aðalhlutverk skáldskapar verður að ætla það, að bera birtu yfir lífið. Að vísu eru til menn, er svo líta á, að það, sem kallað er list, sé og eigi að vera sjálfu sér nóg; gleðskaparefni, hrifning- arefni, nautnarefni o. s. frv. En þegar litið er á heildarsvip list- arinnar og mannkynsins, verður það ljóst, að kynslóðirnar meta það mest og geyma lengst, sem skýrast ljós ber yfir lífið og sókn þess fram á við. Á þeim grundvelli er t. d. íslenzk ritlist frá fornu fari einkum metin — og hverrar fornþjóðar sem er. Og allar tegundir skáldskapar eiga sammerkt í því alla leið til hins svo- nefnda Madelentíma, fyrir tugþúsundum ára. Skáldskapur hans — í gervi myndlistarinnar — hefir komizt þar lengra en nokk- uð annað í því að bregða ljósi yfir mannlíf þeirrar tíðar og fram- þróun hennar. Skáldskapur, mikilhæfur skáldskapur, er sá strengur mannlífsins, sem ryð fellur síðast á og endurnýjar sig lengst. En sú krafa til skáldskapar, að bera birtu yfir lífið, er um leið krafa til höfundar og skyld þeirri kenningu Sókratesar, að það, að þekkja sjálfan sig, sé upphaf vizkunnar; fyrsta spor til þekk- ingar og vitkunar. Maðurinn er sjálfum sér næstur og um leið sitt nærtækasta og aðgengilegasta athugunarefni. Mennirnir eru líkir um margt og af því leiðir, meðal annars, að „margur ætlar mann af sér“. Og það getur orðið til aukinnar þekkingar og vitkunar. En jafnframt því, að mennirnir eru líkir um margt, eru þeir ólíkir að ýmsu leyti, og getur því það, að „ætla mann af sér“, leitt til villu — eins og hins gagnstæða, og er því viðsjár- vert, en hins vegar ákjósanlegt, að viðsjáin leiði til aukinnar þarfar á vaxandi þekkingu og skilningi, og ekki sízt á sjálfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.