Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 27

Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 27
STÍGANDI NOKKUR ORÐ UM SKÁLDSKAP 105 upphaflega og aðallega. í því eru, meðal annars, þessar ljóð- línur: „Frá geimi ljóss og lits og hljóms að lífsins kjarna bylgjur falla, — sem skálar ilms af blöðum blóms, er barmi að eigin vörum halla“. Og síðar: „Svo skapast allt, jafnt orð og dáð, við iðugeislann fagra og hlýja. Og lífstréð rís í röðuls náð frá rústum vona — í hallir skýja“. En — „Hljómur óðs í stormsins straum, í strandar þögn, í lognsins draum, er undirspil af aflsins loga“. Og í kvæðinu „Kvöld í Róm“ stendur: „Eins og tindrar auga af manndóms vilja alheimsviljinn skín í geislans líki“. Sterkasta aflið, sköpunarþróttinn, gróanda lífsins verður að sækja til geislans, þ. e. ljóssins, fyrst og fremst. í kvæðinu „Hljóðaklettar11 er þetta erindi: „Frítt er og vítt í fjallaslóð og friður og kyrrð, sem ber hvert hljóð. Af tíbránni stafar sem titrandi glit á tímans líðandi bárum. Hásumardagur með ljósi og lit Ijóðheimi ofar vefur sinn hjúp. Hjá þjótandi björkum, við dynjandi djúp daggimar brosa í tárum“. Viðkvæmni, tilfinningalífið, þáttur samhljómanna, þáttur tónanna, kemur til sögunnar. En það verður á einkennilegan hátt. „Æðsta gleði“ Einars getur komið fram í „söngvanna hæðum“ (,,Dísarhöll“). En ekki til lengdar. Og ekki í unaðarhrifni, svo að vart verði við. „Ég kætist. En þrá ég ber þó í barmi svo beiska og háa, rétt eins og ég harmi. Ég baða minn hug af sora og syndum við söngvanna flug yfir skýja tindum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.