Stígandi - 01.04.1944, Side 27
STÍGANDI
NOKKUR ORÐ UM SKÁLDSKAP
105
upphaflega og aðallega. í því eru, meðal annars, þessar ljóð-
línur:
„Frá geimi ljóss og lits og hljóms
að lífsins kjarna bylgjur falla, —
sem skálar ilms af blöðum blóms,
er barmi að eigin vörum halla“.
Og síðar:
„Svo skapast allt, jafnt orð og dáð,
við iðugeislann fagra og hlýja.
Og lífstréð rís í röðuls náð
frá rústum vona — í hallir skýja“.
En —
„Hljómur óðs í stormsins straum,
í strandar þögn, í lognsins draum,
er undirspil af aflsins loga“.
Og í kvæðinu „Kvöld í Róm“ stendur:
„Eins og tindrar auga af manndóms vilja
alheimsviljinn skín í geislans líki“.
Sterkasta aflið, sköpunarþróttinn, gróanda lífsins verður að
sækja til geislans, þ. e. ljóssins, fyrst og fremst.
í kvæðinu „Hljóðaklettar11 er þetta erindi:
„Frítt er og vítt í fjallaslóð
og friður og kyrrð, sem ber hvert hljóð.
Af tíbránni stafar sem titrandi glit
á tímans líðandi bárum.
Hásumardagur með ljósi og lit
Ijóðheimi ofar vefur sinn hjúp.
Hjá þjótandi björkum, við dynjandi djúp
daggimar brosa í tárum“.
Viðkvæmni, tilfinningalífið, þáttur samhljómanna, þáttur
tónanna, kemur til sögunnar.
En það verður á einkennilegan hátt. „Æðsta gleði“ Einars
getur komið fram í „söngvanna hæðum“ (,,Dísarhöll“). En ekki
til lengdar. Og ekki í unaðarhrifni, svo að vart verði við.
„Ég kætist. En þrá ég ber þó í barmi
svo beiska og háa, rétt eins og ég harmi.
Ég baða minn hug af sora og syndum
við söngvanna flug yfir skýja tindum.