Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 61

Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 61
STÍGANDI SÍÐASTI FJÁRKLÁÐAVÖRÐURINN 139 Varðarskipun þessi mátti teljast sérstæður atburður á þeim tíma. Þó var hans að litlu getið, eftir því sem sá, er þetta ritar, veit bezt. Jafnvel hinum merka fræðimanni, Kristleifi á Stóra- Kroppi, virðist liafa séðst yfir hann, samanber Héraðssaga Borg- arfjarðar, I, bls. 258. — Þetta var talsvert trúnaðarstarf og eigi ábyrgðarlaust. Fjárkláðinn hafði taldið þjóðinni geysimiklu tjóni, skapað henni þungar áhyggjur og vakið illvígar deilur. Nú skyldi sorfið til stáls í þessu vandræðamáli, og var miklu til kostað. En úrslitin Jxir gátu oltið á einni kláðakind, sem slyppi austur yfir varðlínuna um sumarið. Það var öllum ljóst. Og fjár- kláði var allmikill í Skagafirði. Fjárvörður vegna kláðans var að vísu ekki óþekktur hér á landi áður. A árunum 1857—76 voru verðir alloft settir með vötnum fram og víðar, aðallega um suðvesturhluta landsins. Austan Blöndu mun aldrei liafa verið varið, en meðfram henni var vörð- ur sumarið 1858. Eg tel óþarft, að vörðurinn 1904 gleymist með öllu, eða hverjir höfðu vörzluna á hendi, og verður hann því rifjaður lítillega upp hér. Héraðsvötn eru vatnsmikil sem kunnugt er, og víða straum- þung. Austari-Jökulsá er annað aðalvatnsfallið og þeirra meira — sem myndar þau. Fellur hún eftir Austnrdal, sem er afar-langur, og sameinast Vestari-Jökulsá norðan við mynni dala þeirra, sem liggja suður af Skagafjarðarhéraðinu, og til forna hétu einu nafni Goðdalir. Þaðan heita ár þessar Héraðsvötn. Jökulsá fellur eftir hrikalegum hamragljúfrum eftir að kemur norður að byggð, og haldast þau að mestu óslitið niður hjá Flatatungu. En sunnan byggðar má aftur á móti víðast greiðlega komast að ánni. En straumhörð er hún og ill yfirferðar nær allsstaðar. Eru vatnsföll |)essi því mikil vörn gegn samgöngum búfénaðar bænda, en ekki örugg þó, og munu á öllum sumrum finnast kindur, sem komizt hafa yfir jrau. Leggja þær í j)au einkum um miðhluta héraðsins, þar sem Vötnin dreifa sér nokkuð, svo og suður í óbyggðum. Varðlínunni allri var skipt í 9 svæði, og varði sinn maðurinn hvert. Þar af voru fjórir utan frá sjó og suður að móturn Jökuls- ánna. Þaðan varði einn á byggðartakmörk, að Skatastöðum í Austurdal, og svo fjórir í óbyggðum, tveir og tveir saman. Voru varðstöðvar þeirra tveggja, sem gættu neðri hluta óbyggðanna, við Keldudalsá, en hinna í Pollum á Hofsafrétt. — Brýr voru þá engar á Héraðsvötnum, nema á þeirn hluta þeirra, sem fellur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.