Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 60

Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 60
STÍGANDI ÞORMÓÐUR SVEINSSON: SÍÐASTI FJÁRKLÁÐAVÖRÐURINN 40 ára minning. Það mun flestum fulltíða landsmönnum vera kunnugt, að lokaþátturinn í hartnær hálfrar aldar baráttu þjóðarinnar við fjárkláðann síðari, eina af þeim verstu plágum, sem herjað liafa þetta land, gerðist á árunnm 1903—1905. Þá fór fram allsherjar sauðfjárböðun, kröftugri og nákvæmari en áður liafði þekkzt hér, undir fyrirsögn og eftirliti norsks manns, O. Miklestad að nafni, sem hingað hafði verið fenginn í því augnamiði. Margt eldra fólk man efalaust enn eftir þessari böðun, sem oft var nefnd stóra böðunin, eftir suðukötlnnum og körunum, sem flutt var með erfiðismunum bæ frá bæ, vatnssuðunni, vatnsbiuð- inum, og öllu því umstangi, er þessu fylgdi. Komu 3 slík böðunar- ,,sett“ í hina stærri hreppa, og fylgdi eftir hverju þeirra sérstak- ur maður, böðunarstjóri, sem fengið hafði nokkra tilsögn um böðunaraðferðina, og sá um framkvæmd hennar á hverjum bæ. í sambandi við þetta var sumarið 1904 settur vörður með Hér- aðsvötnum og Austari-Jökulsá í Skagafirði, norðan frá sjó og suður í Hofsjökul, til að varna samgöngum baðaðs og óbaðaðs fjár, því að ekki vannst tími til að baða lengra en að Héraðsvötn- um veturinn 1903—4, en byrjað mun hafa verið við jökulvötnin í Skaftafellssýslu, er skapa sjálfgerða vörn að mestu, og lialdið þaðan um Austurland og vestur sveitir norðanlands til Skaga- fjarðar, eða þá nokkurnveginn samtímis í þessum landshluta. Haustið 1904 var svo hafin böðun á ný, og lienni lokið um land allt vorið eftir, með þeim árangri, að svo þótti sem gengið væri á milli bols og höfuðs á sýki þessari. Reynslan sýndi þó, að það var eigi með öllu rétt. En síðan hafa menn liaft í fullu tré við fjárkláðann, sakir aukinnar þekkingar og öruggra meðala. Heyr- ist nú varla minnzt á hann lengur.*) *) Gagnsemi böðunar þessarar mun síðar hafa verið véfengd af Magnúsi Einars- syni, dýralækni, með því að aðeins maurinn mundi hafa drepizt, en egg hans ekki við fyrstu umferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.