Stígandi - 01.04.1944, Side 60

Stígandi - 01.04.1944, Side 60
STÍGANDI ÞORMÓÐUR SVEINSSON: SÍÐASTI FJÁRKLÁÐAVÖRÐURINN 40 ára minning. Það mun flestum fulltíða landsmönnum vera kunnugt, að lokaþátturinn í hartnær hálfrar aldar baráttu þjóðarinnar við fjárkláðann síðari, eina af þeim verstu plágum, sem herjað liafa þetta land, gerðist á árunnm 1903—1905. Þá fór fram allsherjar sauðfjárböðun, kröftugri og nákvæmari en áður liafði þekkzt hér, undir fyrirsögn og eftirliti norsks manns, O. Miklestad að nafni, sem hingað hafði verið fenginn í því augnamiði. Margt eldra fólk man efalaust enn eftir þessari böðun, sem oft var nefnd stóra böðunin, eftir suðukötlnnum og körunum, sem flutt var með erfiðismunum bæ frá bæ, vatnssuðunni, vatnsbiuð- inum, og öllu því umstangi, er þessu fylgdi. Komu 3 slík böðunar- ,,sett“ í hina stærri hreppa, og fylgdi eftir hverju þeirra sérstak- ur maður, böðunarstjóri, sem fengið hafði nokkra tilsögn um böðunaraðferðina, og sá um framkvæmd hennar á hverjum bæ. í sambandi við þetta var sumarið 1904 settur vörður með Hér- aðsvötnum og Austari-Jökulsá í Skagafirði, norðan frá sjó og suður í Hofsjökul, til að varna samgöngum baðaðs og óbaðaðs fjár, því að ekki vannst tími til að baða lengra en að Héraðsvötn- um veturinn 1903—4, en byrjað mun hafa verið við jökulvötnin í Skaftafellssýslu, er skapa sjálfgerða vörn að mestu, og lialdið þaðan um Austurland og vestur sveitir norðanlands til Skaga- fjarðar, eða þá nokkurnveginn samtímis í þessum landshluta. Haustið 1904 var svo hafin böðun á ný, og lienni lokið um land allt vorið eftir, með þeim árangri, að svo þótti sem gengið væri á milli bols og höfuðs á sýki þessari. Reynslan sýndi þó, að það var eigi með öllu rétt. En síðan hafa menn liaft í fullu tré við fjárkláðann, sakir aukinnar þekkingar og öruggra meðala. Heyr- ist nú varla minnzt á hann lengur.*) *) Gagnsemi böðunar þessarar mun síðar hafa verið véfengd af Magnúsi Einars- syni, dýralækni, með því að aðeins maurinn mundi hafa drepizt, en egg hans ekki við fyrstu umferð.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.