Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 13

Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 13
STÍGANDI KONA VIGA-GLUMS 91 fólgið djúpt í jörðu. Sumum mönnum fylgir sífelld birta, öðrum ævinlegir skuggar. Og þessi gagnstæðu einkenni gera þá minnis- stæða, með sínum hætti hvern. Lítum til fortíðarinnar, til þeirra kvenna, sem gættu arinelds- ins á gullöld íslendinga — glæddu hann eða slógu á hann fölskva, allt eftir persónugerð og lífsstefnu. Auður, Ásdís, Bergþóra, Helga — og Guðrún, Þorgerður, Hallgerður. Höfum við ekki oft séð þessi nöfn líða fram eitt eft- ir annað á letruðu blaði, eða numið þau með eyra okkar? Jú, vissulega eru þau öll gamalkunnug. En Halldóra, Halldóra Cunn- steinsdóttÍT? Hvar er hennar getið? Hvað hefir hún unnið sér til frægðar? Hve oft ætli mönnum hafi til hugar komið að skipa henni mitt á meðal fyrrnefndra kvenna og þá heldur í öndvegið, ef því væri að skipta? Hversu margir ætli þeir séu yfirleitt, sem eru þess minnugir, að þessi kona var uppi á íslandi, hvað þá, að hún átti bústað á einu glæsilegasta óðali í Eyjafirði, var gift einum hinum stór- brotnasta norðlenzkra höfðingja og mælti þau orð, sem myndu hverri konu til fölskvalausrar sæmdar? Einu sinni var gagnfræðaskólanemi spurður að því, hvaða ís- lenzk fornkona hefði veitt bónda sínum eftirför, er hann lagði til atlögu við andstæðinga sina — til þess að liðsinna þeim mönnum, er særðust í bardaganum, úr hvorum flokknum sem þeir voru. Nemandinn svaraði: „Það var kona Víga-Glúms.“ „Hvað hét hún?“ var spurt. Nemandanum vafðist tunga um tönn; en svo kom svarið á þessa leið: „Ég veit það ekki. Ég held, að það standi ekki í sögunni.“ Og nemandinn hafði rétt fyrir sér, því að hann miðaði við kennslubókina, sem hann átti sína söguþekkingu að þakka, en ekki persónusögu Viga-Glúms. Hún hefir sennilega verið honum ókunn. En einhvern tíma hefir honum eflaust verið sagt frá þeirri athöfn Halldóru Gunnsteinsdóttur, sem Glúmssaga getur um, og leiftri frá þeirri minningu hefir brugðið fyrir í vitund hans við áhrif spurningarinnar. Sumum kann að finnast það fjarstætt að leggja þekking eins unglings sem mælikvarða á þekking almennings á þessu efni. En þessi nemandi var alls ekki á lágu þekkingarstigi, að því er þetta snerti. Þvert á móti var hann þar talsvert betur að sér en fjöldinn. Ætli mikill hluti skólagenginna unglinga nú mundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.