Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 76
154
TÓMSTUNDIR — ÞJÓÐFÉLAGSÞROSKI STÍGANDI
Þroski þjóðfélags þess, sem við lifum og hrærumst í, ákvarðast af því,
hvort okkur auðnast að verja vaxandi tómstundafjölda okkar til sóknar að
fyrmefndum markmiðum eða eyðum aðeins meiri tíma í æðikeyrslu um
þjóðvegi landsins, í kappakstrinum um að sjá allt — ekkert, kynnast öllu —
engu.
Það er komið svo, að það er orðið eitt af ábyrgðarmestu viðfangsefnum
okkar, hvernig gagnslausum tómstundum fjöldans verði breytt í náms- og
þroskatíma. Ekki til að fræðast um, hvernig við fáum okkur bezt borgið
efnalega, heldur hvernig við fáum lifað farsællegast.
Flestir iðnverkamenn læra verk sitt fullkomlega á tveim til þrem vik-
um. Með vaxandi véltækni verðum við meir og meir þjóðfélag hnapp-
styðjenda, og tíminn, sem fer í það að læra, hvernig styðja skuli á rétta
hnappinn á réttum tíma, styttist sífellt meir og meir. Þegar unnið er við
hagkvæmustu skilyrði, þarf verkamaðurinn á minni leikni og minna verks-
viti að halda en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins.
Þekkingin á því og færnin til þess „að bjargast" krefst minni og minni að-
gæzlu, en erfiðleikarnir við það og vandkvæðin á því að lifa sönnu, farsælu
lífi og vera góður þjóðfélagsþegn eru engu minni — ef ekki meiri — en
nokkru sinni fyrr.
Fræðsla okkar og menntun hefir á öðru leitinu haft að markmiði að búa
einstaklinginn undir viss störf eða embætti, en á hinu leitinu svokölluð há-
skólastörf. Hins vegar hefir þjóðfélagið Iítið sem ekkert unnið að því að
beina sívaxandi tómstundaorku almennings í skynsamlega farvegi, enda er
svo komið meðal sumra stétta, að þessi krossgáta, hvernig á ég að verja
tómtundum mínum, hefir orðið gáfum þeirra og skapgerð hinn versti nið-
höggur.
Við vitum ekki, hvað við eigum af okkur að gera þessar verklausu stund-
ir. Við stöndum í þeirri ábyrgðarstöðu að teljast ein af forystuþjóðunum á
sóknarleiðinni til lýðræðis og jafnréttis,- en erum varbúnir þess að færa
þær fórnir, sem slík staða krefur.
Eigi allir menn að verða frjálsir, verður að ala hvern mann upp til frelsis.
Eigi heimurinn að verða ein lýðræðisleg heild, verður hverri þjóð að lærast
að skilja og meta aðrar.
Sérhvert þjóðfélag hvílir á hornsteinum samskipta þegnanna, þeir blanda
geði saman, skiptast á skoðunum. En slík samskipti leiða til aukins gagn-
skilnings. Það er hið mikla uppeldishlutverk framtíðarinnar að örva og
glæða þann skilning og hylla menn til að verja tómstundum sínum í þágu
samfélagsins og um leið eigins þroska.
az