Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 66
144
SÍÐASTI FJÁRKLÁÐAVÖRÐURINN STÍGANDI
Á fimmtudagsmorguninn liófum við svo störf. Héldum við
norður með Jökulsá og fórum saman, því að við vildum kynnast
leiðinni. Er þarna víðast grýtt og seinfarið um, einkum eftir að
daldrag myndast að ánni, en varðsvæði þetta náði norður að
Pallaklifi á Jökuldal. Eftir nálega fjögra klukkustunda ferð vorum
við komnir á leiðarenda. Hittum við þar Sigtrygg, varðmann að
norðan, en svo hafði verið fyrirlagt, að varðmenn af þessum tveim-
ur stöðvum hittust daglega. — Keldudals-varðstöðvarmenn höfðu
daglegt samband við byggð, sinn daginn hvor, og höfðu því venju-
lega frá fleiru að segja en hinir. — Eftir hæfilega viðdvöl héldu
svo hvorir sína leið.
Á föstudaginn fórum við svo suður með Jökulsá. Er þar slétt
leið og næsta greiðfært. En torfæra er þar nokkur, ef fara skal alla
leið til jökuls. Jökulsá kemur fram beggja megin Illviðrahnjúka
og sameinast norðaustan við þá. Verður því að fara yfir vestari
kvíslina til að komast í þá og að jöklinum, en með þeirri austari
var varið, enda heyra Hnjúkarnir til Hofsafrétt, og auk þess er
lengri leið upp með vesturkvíslinni. En hún er vatnsmikil og var-
hugaverð sakir sandbleytu. — Fyrst í stað var ekki farið daglega í
Hnjúkana.
Á efsta liluta þessarar leiðar er stórbrotið land og útsýni. Eink-
um varð okkur starsýnt á jökulbreiðuna framundan er við nálg-
uðumst liana. Var ekki laust við, að geigur gripi mig, enda komu
nú frant í huga minn ýmsar trölla- eða útilegumannasögur, sem
ég hafði heyrt eða lesið. Þetta var ekki hinn venjulegi vetrarsnjór,
sem ég þekkti að heiman. Hér voru samrunnar grjót og íshrannir,
skuggalegar fellingar og sprungur, sem engan botn sýndust hafa.
Og djúpt undir fótum manns heyrðist draugalegur vatnsniður,
ef maður liætti sér út á þessar Iieljarslóðir. Hér var allt einhvern-
veginn svo tröllslegt og hamramt, svo forneskjulegt og ugg'vænt.
Nú höfðum við kynnzt leiðinni; og eftir þetta fórum við í sína
áttina hvor, norður og suður til skiptis, tvo daga í senn sami mað-
urinn, svo að ekki hittust alltaf þeir sömu. Sjaldan var þrætt með
ánni nema aðra leiðina, heldur farinn nokkru skemmri vegur
heim. Þótti það og heppilegra til að líta eftir kindum eða slóðum
eftir þær. Ekki var og heldur alla daga farið fyrir Austurbug. —
Kinda varð ekki vart þarna efra fyrst í stað, og ekki fyrr en kom
fram í júlí. En í fyrstu för okkar þarna norður á bóginn sáum
við Björn 4 kindur í Stórahvammi í Nýjabæjarafrétt, sem síðar
vitnaðist að gengið höfðu úti á þeim slóðum veturinn áður.