Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 66

Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 66
144 SÍÐASTI FJÁRKLÁÐAVÖRÐURINN STÍGANDI Á fimmtudagsmorguninn liófum við svo störf. Héldum við norður með Jökulsá og fórum saman, því að við vildum kynnast leiðinni. Er þarna víðast grýtt og seinfarið um, einkum eftir að daldrag myndast að ánni, en varðsvæði þetta náði norður að Pallaklifi á Jökuldal. Eftir nálega fjögra klukkustunda ferð vorum við komnir á leiðarenda. Hittum við þar Sigtrygg, varðmann að norðan, en svo hafði verið fyrirlagt, að varðmenn af þessum tveim- ur stöðvum hittust daglega. — Keldudals-varðstöðvarmenn höfðu daglegt samband við byggð, sinn daginn hvor, og höfðu því venju- lega frá fleiru að segja en hinir. — Eftir hæfilega viðdvöl héldu svo hvorir sína leið. Á föstudaginn fórum við svo suður með Jökulsá. Er þar slétt leið og næsta greiðfært. En torfæra er þar nokkur, ef fara skal alla leið til jökuls. Jökulsá kemur fram beggja megin Illviðrahnjúka og sameinast norðaustan við þá. Verður því að fara yfir vestari kvíslina til að komast í þá og að jöklinum, en með þeirri austari var varið, enda heyra Hnjúkarnir til Hofsafrétt, og auk þess er lengri leið upp með vesturkvíslinni. En hún er vatnsmikil og var- hugaverð sakir sandbleytu. — Fyrst í stað var ekki farið daglega í Hnjúkana. Á efsta liluta þessarar leiðar er stórbrotið land og útsýni. Eink- um varð okkur starsýnt á jökulbreiðuna framundan er við nálg- uðumst liana. Var ekki laust við, að geigur gripi mig, enda komu nú frant í huga minn ýmsar trölla- eða útilegumannasögur, sem ég hafði heyrt eða lesið. Þetta var ekki hinn venjulegi vetrarsnjór, sem ég þekkti að heiman. Hér voru samrunnar grjót og íshrannir, skuggalegar fellingar og sprungur, sem engan botn sýndust hafa. Og djúpt undir fótum manns heyrðist draugalegur vatnsniður, ef maður liætti sér út á þessar Iieljarslóðir. Hér var allt einhvern- veginn svo tröllslegt og hamramt, svo forneskjulegt og ugg'vænt. Nú höfðum við kynnzt leiðinni; og eftir þetta fórum við í sína áttina hvor, norður og suður til skiptis, tvo daga í senn sami mað- urinn, svo að ekki hittust alltaf þeir sömu. Sjaldan var þrætt með ánni nema aðra leiðina, heldur farinn nokkru skemmri vegur heim. Þótti það og heppilegra til að líta eftir kindum eða slóðum eftir þær. Ekki var og heldur alla daga farið fyrir Austurbug. — Kinda varð ekki vart þarna efra fyrst í stað, og ekki fyrr en kom fram í júlí. En í fyrstu för okkar þarna norður á bóginn sáum við Björn 4 kindur í Stórahvammi í Nýjabæjarafrétt, sem síðar vitnaðist að gengið höfðu úti á þeim slóðum veturinn áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.