Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 28

Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 28
106 NOKKUR ORÐ UM SKÁLDSKAP STÍGANDl Og þó er sem kvíði og þraut mér svíði og þorsti svo sár um hjartað líði við teyg hvem af tónanna lindum. Hví veldur mér trega tónanna slagur, sem töfrar og dregur og er svo fagur? Eg veit það og finn, hvers sál mín saknar. Söngvanna minning af gleymsku vaknar. Ómur af lögum og brot af brögum, bergmál af ævinnar liðnu dögum af hljómgrunni hugans vaknar“. Og söm verður niðurstaðan, þegar hann hlustar á „Gamalt lag“: „Þá bárust mér tónar af öldnum óði frá einum streng yfir hljómanna flóði um áranna haf, yfir allt sem var liðið, sem innst mína lund og minning skar. Hann skipti með töfrum um sjónar sviðið. Hann svip minnar horfnu æsku mér bar. Ó, tár, sem ei falla, hin svíðandi sáru. Ó, sjór, þú, sem drekkir þinni eigin báru. Ég minnist hve þröngt okkur þótti löngum með þennan söng undir skólans göngum, — svo ómaði af röddunum úti -— tveimur, önnur var vinar míns, hin var mín. Þá fannst okkur jörðin einn himneskur heimur við hlógum og bergðum hið fyrsta vín. — Og dýpra og dýpra greip söngurinn sinnið, og sárara skáru tónarnir minnið. Þessi einfaldi, sanni og hreini hljómur mitt hjarta snart eins og sakardómur. Hví brauzt ég frá sókn þeirra vinnandi vega á vonlausu klifin, um hrapandi fell? Það hlóðst að mér allt eins og haf af trega, sem holskefla sannleikinn yfir mig féll, — minn eyddi draumur, sem eilífð ei borgar, minn óður einn skuggi fánýtrar sorgar“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.