Stígandi - 01.04.1944, Page 28

Stígandi - 01.04.1944, Page 28
106 NOKKUR ORÐ UM SKÁLDSKAP STÍGANDl Og þó er sem kvíði og þraut mér svíði og þorsti svo sár um hjartað líði við teyg hvem af tónanna lindum. Hví veldur mér trega tónanna slagur, sem töfrar og dregur og er svo fagur? Eg veit það og finn, hvers sál mín saknar. Söngvanna minning af gleymsku vaknar. Ómur af lögum og brot af brögum, bergmál af ævinnar liðnu dögum af hljómgrunni hugans vaknar“. Og söm verður niðurstaðan, þegar hann hlustar á „Gamalt lag“: „Þá bárust mér tónar af öldnum óði frá einum streng yfir hljómanna flóði um áranna haf, yfir allt sem var liðið, sem innst mína lund og minning skar. Hann skipti með töfrum um sjónar sviðið. Hann svip minnar horfnu æsku mér bar. Ó, tár, sem ei falla, hin svíðandi sáru. Ó, sjór, þú, sem drekkir þinni eigin báru. Ég minnist hve þröngt okkur þótti löngum með þennan söng undir skólans göngum, — svo ómaði af röddunum úti -— tveimur, önnur var vinar míns, hin var mín. Þá fannst okkur jörðin einn himneskur heimur við hlógum og bergðum hið fyrsta vín. — Og dýpra og dýpra greip söngurinn sinnið, og sárara skáru tónarnir minnið. Þessi einfaldi, sanni og hreini hljómur mitt hjarta snart eins og sakardómur. Hví brauzt ég frá sókn þeirra vinnandi vega á vonlausu klifin, um hrapandi fell? Það hlóðst að mér allt eins og haf af trega, sem holskefla sannleikinn yfir mig féll, — minn eyddi draumur, sem eilífð ei borgar, minn óður einn skuggi fánýtrar sorgar“.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.