Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 43
STÍGANDI
GUNNAR í HÓLUM
121
hann var heitbundinn Lilju, fóru þau einu sinni í kaupstað bæði
saman. Drakk hann þá svo ógætilega, að hann lagðist fyrir á
heimleið og sofnaði. Sat Lilja lengi hjá honum og gat ekki vak-
ið hann. Mun henni þá hafa þótt horfa óvænlega um framtíð-
ina. Loksins rumskaðist Jóhannes og það fyrsta, sem hann sér,
er konuefnið grátandi við hlið hans. Brá honum svo við, að af
honum rann ölvíman og hann sagði fast og ákveðinn:
„Skal það satt, Lilja mín, að þú þurfir oft að sitja yfir mér
ósjálfbjarga af drykkjuskap?"
Var sagt, að Jóhannes hefði aldrei drukkið vín eftir það. Urðu
þau hjón bæði gömul og unnust til æviloka. Þau áttu eina dótt-
ur, er Guðrún hét, er margt manna frá henni komið.
Þegar Gunnar og Guðrún bjuggu í Hólum, hafði hún oft orð
á því, að sig dreymdi jafnan, að hún ætti heima á Möðruvöllum
í Eyjafirði, hafði hún þó sjaldan komið þar. Oft hafði hún sagt
á morgnana: „Ennþá var ég á Möðruvöllum í nótt.“
Þegar þau hjón fóru að eldast, hættu þau búskap og fluttu að
Helgastöðum til Páls sonar síns. Guðrún dó fáum árum síðar
og var jörðuð í kirkjugarði sóknarkirkjunnar að Möðruvöllum.
Þótti ættmönnum hennar sem þá hefðu rætzt draumar hennar.
Gunnar lifði nokkrum árum lengur. Var hann andlega ern og
hraustur fram að dánardægri. Mesta yndi hans var jafnan að
tala um vel kveðnar vísur og að kenna sonarbörnum sínum að
skilja kenningar og að þekkja bragarhætti. Einnig hafði hann
mikinn áhuga fyrir glímum og hélt spumum fyrir þeim, sem
sterkir þóttu og góðir glímumenn. Sagði hann stundum, ef um
þá var rætt: „Gaman væri nú að vera ungur eina dagstund og
reyna sig við þessa menn.“ Þá hvarflaði hugur hans, eins og oft
vill verða á efri árum, heim til æskustöðvanna. Sagði hann þá
börnunum mörg atvik frá yngri árum og bætti þá oft við: „Nú
á ég orðið marga frændur þar um slóðir.“
Gunnar dó einhvern tíma á fjórða tugi nítjándu aldar, há-
aldraður maður.
Þegar ég var barn, man ég eftir því eitt vor, er við vorum á
kirkjuleið að Möðruvöllum, að afi minn, Jón Pálsson á Helga-
stöðum, benti okkur krökkunum á nokkuð stóran ferkantaðan
stein, sem var skorðaður við lækjarbakka rétt hjá götunni.
Lækur þessi gat orðið mikill í leysingum á vorin, en hann féll í
svo mjóum streng fram hjá steininum, að auðvelt var að
stökkva þar yfir hann.