Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 43

Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 43
STÍGANDI GUNNAR í HÓLUM 121 hann var heitbundinn Lilju, fóru þau einu sinni í kaupstað bæði saman. Drakk hann þá svo ógætilega, að hann lagðist fyrir á heimleið og sofnaði. Sat Lilja lengi hjá honum og gat ekki vak- ið hann. Mun henni þá hafa þótt horfa óvænlega um framtíð- ina. Loksins rumskaðist Jóhannes og það fyrsta, sem hann sér, er konuefnið grátandi við hlið hans. Brá honum svo við, að af honum rann ölvíman og hann sagði fast og ákveðinn: „Skal það satt, Lilja mín, að þú þurfir oft að sitja yfir mér ósjálfbjarga af drykkjuskap?" Var sagt, að Jóhannes hefði aldrei drukkið vín eftir það. Urðu þau hjón bæði gömul og unnust til æviloka. Þau áttu eina dótt- ur, er Guðrún hét, er margt manna frá henni komið. Þegar Gunnar og Guðrún bjuggu í Hólum, hafði hún oft orð á því, að sig dreymdi jafnan, að hún ætti heima á Möðruvöllum í Eyjafirði, hafði hún þó sjaldan komið þar. Oft hafði hún sagt á morgnana: „Ennþá var ég á Möðruvöllum í nótt.“ Þegar þau hjón fóru að eldast, hættu þau búskap og fluttu að Helgastöðum til Páls sonar síns. Guðrún dó fáum árum síðar og var jörðuð í kirkjugarði sóknarkirkjunnar að Möðruvöllum. Þótti ættmönnum hennar sem þá hefðu rætzt draumar hennar. Gunnar lifði nokkrum árum lengur. Var hann andlega ern og hraustur fram að dánardægri. Mesta yndi hans var jafnan að tala um vel kveðnar vísur og að kenna sonarbörnum sínum að skilja kenningar og að þekkja bragarhætti. Einnig hafði hann mikinn áhuga fyrir glímum og hélt spumum fyrir þeim, sem sterkir þóttu og góðir glímumenn. Sagði hann stundum, ef um þá var rætt: „Gaman væri nú að vera ungur eina dagstund og reyna sig við þessa menn.“ Þá hvarflaði hugur hans, eins og oft vill verða á efri árum, heim til æskustöðvanna. Sagði hann þá börnunum mörg atvik frá yngri árum og bætti þá oft við: „Nú á ég orðið marga frændur þar um slóðir.“ Gunnar dó einhvern tíma á fjórða tugi nítjándu aldar, há- aldraður maður. Þegar ég var barn, man ég eftir því eitt vor, er við vorum á kirkjuleið að Möðruvöllum, að afi minn, Jón Pálsson á Helga- stöðum, benti okkur krökkunum á nokkuð stóran ferkantaðan stein, sem var skorðaður við lækjarbakka rétt hjá götunni. Lækur þessi gat orðið mikill í leysingum á vorin, en hann féll í svo mjóum streng fram hjá steininum, að auðvelt var að stökkva þar yfir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.