Stígandi - 01.04.1944, Page 61

Stígandi - 01.04.1944, Page 61
STÍGANDI SÍÐASTI FJÁRKLÁÐAVÖRÐURINN 139 Varðarskipun þessi mátti teljast sérstæður atburður á þeim tíma. Þó var hans að litlu getið, eftir því sem sá, er þetta ritar, veit bezt. Jafnvel hinum merka fræðimanni, Kristleifi á Stóra- Kroppi, virðist liafa séðst yfir hann, samanber Héraðssaga Borg- arfjarðar, I, bls. 258. — Þetta var talsvert trúnaðarstarf og eigi ábyrgðarlaust. Fjárkláðinn hafði taldið þjóðinni geysimiklu tjóni, skapað henni þungar áhyggjur og vakið illvígar deilur. Nú skyldi sorfið til stáls í þessu vandræðamáli, og var miklu til kostað. En úrslitin Jxir gátu oltið á einni kláðakind, sem slyppi austur yfir varðlínuna um sumarið. Það var öllum ljóst. Og fjár- kláði var allmikill í Skagafirði. Fjárvörður vegna kláðans var að vísu ekki óþekktur hér á landi áður. A árunum 1857—76 voru verðir alloft settir með vötnum fram og víðar, aðallega um suðvesturhluta landsins. Austan Blöndu mun aldrei liafa verið varið, en meðfram henni var vörð- ur sumarið 1858. Eg tel óþarft, að vörðurinn 1904 gleymist með öllu, eða hverjir höfðu vörzluna á hendi, og verður hann því rifjaður lítillega upp hér. Héraðsvötn eru vatnsmikil sem kunnugt er, og víða straum- þung. Austari-Jökulsá er annað aðalvatnsfallið og þeirra meira — sem myndar þau. Fellur hún eftir Austnrdal, sem er afar-langur, og sameinast Vestari-Jökulsá norðan við mynni dala þeirra, sem liggja suður af Skagafjarðarhéraðinu, og til forna hétu einu nafni Goðdalir. Þaðan heita ár þessar Héraðsvötn. Jökulsá fellur eftir hrikalegum hamragljúfrum eftir að kemur norður að byggð, og haldast þau að mestu óslitið niður hjá Flatatungu. En sunnan byggðar má aftur á móti víðast greiðlega komast að ánni. En straumhörð er hún og ill yfirferðar nær allsstaðar. Eru vatnsföll |)essi því mikil vörn gegn samgöngum búfénaðar bænda, en ekki örugg þó, og munu á öllum sumrum finnast kindur, sem komizt hafa yfir jrau. Leggja þær í j)au einkum um miðhluta héraðsins, þar sem Vötnin dreifa sér nokkuð, svo og suður í óbyggðum. Varðlínunni allri var skipt í 9 svæði, og varði sinn maðurinn hvert. Þar af voru fjórir utan frá sjó og suður að móturn Jökuls- ánna. Þaðan varði einn á byggðartakmörk, að Skatastöðum í Austurdal, og svo fjórir í óbyggðum, tveir og tveir saman. Voru varðstöðvar þeirra tveggja, sem gættu neðri hluta óbyggðanna, við Keldudalsá, en hinna í Pollum á Hofsafrétt. — Brýr voru þá engar á Héraðsvötnum, nema á þeirn hluta þeirra, sem fellur

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.