Fréttablaðið - 29.11.2013, Qupperneq 12
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Opið kl. 11 - 16 laugardag
Opið kl. 13 - 16 sunnudag
kynntu þér
málið!w w w . s i d m e n n t . i s
Þann 3. maí fékk Siðmennt formlega skráningu
sem veraldlegt lífsskoðunarfélag
Skráðu þig í félagið á www.sidmennt.is
– sk ráð l í f s skoðunar fé lag
Siðmennt
ÍRAN Refsiaðgerðir Sameinuðu
þjóðanna, Evrópusambandsins og
Bandaríkjanna hafa bitnað harka-
lega á efnahagslífi Írans og þar með
daglegu lífi íbúanna.
Olíuútflutningur hefur dregist
mikið saman, enda hafa viðskipti við
Íran verið bönnuð að verulegu leyti.
Gjaldmiðillinn hrundi, bankastarf-
semi er lömuð, verðbólgan er í fjöru-
tíu prósentum og tekjur almennings
hafa dregist mikið saman, þannig að
mun dýrara er orðið að kaupa sér í
matinn og greiða fyrir aðrar brýn-
ustu nauðsynjar.
Almenningur hefur ekki beint
verið ánægður með ástandið und-
anfarin ár, en stjórnvöldum hefur
þó tekist að hafa einhvern hemil á
ólgunni. Fjöldamótmæli brutust út
fyrir fjórum árum í tengslum við
kosningar, en stjórnvöldum tókst að
berja þau mótmæli niður og almenn-
ingur hefur haft hægt um sig síðan.
Það var samt ekki síst þessi ólga
sem tryggði Hassan Rúhaní sigur
í forsetakosningum í sumar. Kjós-
endur ætlast til þess að hann komi
efnahagnum í betra horf, og til
þess þurfti hann að ná samningum
við Vesturlönd um kjarnorkuáætl-
un landsins, sem hefur verið ráða-
mönnum víða á Vesturlöndum, og
Ísrael, mikill þyrnir í augum.
Íranar hafa nú fengið vilyrði fyrir
því að efnahagslegum refsiaðgerð-
um verði fljótlega aflétt, að hluta til,
gegn því að þeir haldi aftur af sér
í kjarnorkumálum. Þeir hafa lofað
því að auðga ekki úran umfram það,
sem þeir þurfa til eldsneytis í kjarn-
orkuver sín. Þeir muni því ekki geta
notað úranið í kjarnorkuvopn, en sú
tilhugsun að Íranar komi sér upp
kjarnorkuvopnum hugnast ekki
ráðamönnum víða á Vesturlöndum.
Vesturlönd segja hægt að byrja
að aflétta refsiaðgerðum snemma
á næsta ári, og Frakkar hafa sagt
mögulegt að þetta gerist strax í des-
ember.
Bandaríkjastjórn segir að meta
megi afléttingu refsiaðgerðanna
upp á jafnvirði 840 milljarða króna.
Þetta er reyndar ekki stærri fjár-
hæð en svo, að hún jafngildir eins
mánaðar tekjum af olíuframleiðslu
Írans. Þessir tæpu 900 milljarðar
eru heldur ekki nema sjö prósent
af þeim írönsku fjármunum, sem
frystir hafa verið í fjármálastofnun-
um erlendis vegna refsiaðgerðanna.
Engu að síður hafa fyrirheit um
innspýtingu í efnahagslífið þegar
áhrif á efnahagsástandið í Íran.
Verðbréfamarkaðir hafa tekið við
sér og Íranar telja sig geta séð fram
á betri tíð. gudsteinn@frettabladid.is
Íranar vonast eftir betri tíð
Íranar bíða óþreyjufullir eftir betri tíð í kjölfar efnahagsþrenginga síðustu ára. Olíuútflutningur hefur dregist
mikið saman, gjaldmiðillinn er hruninn og verðbólgan er fjörutíu prósent. Allt vegna alþjóðlegra refsiaðgerða.
Auðgun úrans felst í því að efnasamsetningu náttúrulegs úrangrýtis er
breytt, þannig að hlutfall samsætunnar U-235 verði sem mest.
Í náttúrulegu úrangrýti er hlutfall U-235 aðeins 0,75 prósent, en til að hægt sé
að nota það í kjarnorkuvopn þarf hlutfallið að vera komið upp í 90 prósent.
Til að knýja flesta kjarnaofna er nægilegt að hlutfallið sé aðeins 3-5 prósent,
en í tilraunaofna þarf hlutfallið að vera á bilinu 12 til 19,75 prósent.
Auðgun úrans til kjarnorkuvinnslu
Einhliða útvíkkun lofthelgi Kína
Kínverjar hafa átt í langvinnum deilum við nágrannaríkin um
yfirráð nokkurra eyja í Suður-Kínahafi. Deilurnar snúast þó í reynd
ekki síst um gasauðlindir í hafinu.
vv
Kína
Sjanghaí
Okinava
Senkaku-eyjar
(japanskt tilkall)
Yfirlýst efnahags-
lögsaga Japans320 km
1 Longjing (Asunaro)
2 Duanqiao (Kusunoki)
3 Tianwaitian (Kashi)
4 Chunxiao (Shirabaka)
Heimild: Fréttastofur Graphic News
Hið umdeilda
loftvarnar-
svæði Kínverja í
Austur-Kínahafi
Socatra-
klettur
S-Kórea
Tókíó
Íranir hafa lofað að hætta að auðga enn frekar
hálfauðgað úran, hætta að reisa fleiri kjarnorku-
vinnslustöðvar og leyfa fulltrúum frá Alþjóðakjarn-
orkustofnuninni að hafa daglegt eftirlit. Í staðinn
verður refsiaðgerðum létt af Íran að hluta.
Kjarnorkuvinnslustöð
Úrannáma
Hassan Rúhaní
Íransforseti
400 km Kaspíahaf
Tyrkland
Ísrael
Sýrland Írak
Sádi-Arabía
Rauða hafið
Teheran
Busher kjarnorkuverið
Í r a nPersaflói
Sam. arab.
fursta-
dæmin Óman
Hormús-
sund
Tilraunakjarnaofn í
Teheran: Notar meðal-
auðgað úran í eldsneytis-
stöngum til að framleiða
lækningavörur.
Natanz: Íran ætlar að
takmarka framleiðslu
á skilvindum sem not-
aðar eru til að auðga
úran. Alþjóðlegt eftir-
lit verður daglegt.
Fordow: 2.800 skil-
vindur eru notaðar
til að auðga úran.
Alþjóðlegt eftirlit
verður daglegt.
Arak: Kjarnorkuver
sem getur framleitt
plútón til notkunar í
kjarnorkuvopn. Íranir
samþykkja að hætta
að þróa framleiðsluna.
Íranir ætla að þynna aftur meðal-auðgað úran sitt, úr
19,75% í 5%
Hálfauðgað úran (19,75% af U-235): 219 kíló
„Rauða strikið“: Til að framleiða 20
kíló af nægilega auðguðu úrani, að
nýtanlegt væri í eina kjarnorku-
sprengju: 165 k
Notað í elds-
neytisstangir fyrir
tilraunaofn: 96 kg
Umframbirgðir af meðal-
auðguðu úrani: 123 kg
GRAPHIC NEWSHEIMILD :ISIS
Bráðabirgðasamkomulag
KÍNA Bandarískum, japönskum og
suður-kóreskum herþotum hefur
síðustu daga verið flogið inn fyrir
einhliða útvíkkuð mörk kínverskrar
lofthelgi á Suður-Kínahafinu.
Kínverjar hafa hins vegar ekki
brugðist við þessu með neinum
hætti, sem bendir til þess að þeir
hafi kannski ekki hugsað málið
alveg til enda. Þeir lýstu í síðustu
viku einhliða yfir stækkun lofthelgi
sinnar á Suður-Kínahafi, en þar er
hafsvæði sem Kínverjar hafa átt í
langvinnum deilum við nágranna-
ríki sín um.
Deilurnar snúast ekki síst um
yfirráð yfir auðlindum í hafsbotn-
inum, einkum gasauðlindum, sem
gætu gefið af sér miklar tekjur.
Nágrannaríkin lýstu því strax
yfir að þau myndu ekkert mark
taka á þessari einhliða útvíkkun
kínversku lofthelginnar, og Banda-
ríkin hafa sömuleiðis sagst ætla að
hunsa hana.
Kínverjar hafa reyndar sent flug-
móðurskip á vettvang, en að öðru
leyti hafa viðbrögðin engin verið. Í
kínverskum ríkisfjölmiðlum hefur
jafnvel verið imprað á því að Kína-
stjórn hafi þarna gert mistök. - gb
Japan, Suður-Kórea og Bandaríkin hunsa einhliða lofthelgisstækkun:
Engin viðbrögð frá Kínaher
KÍNVERSKAR
HERÞOTUR
Hafa ekki sést á
Suður-Kínahafi
síðustu daga.
NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu hefur óskað eftir
vitnum að líkamsárás sem átti
sér stað á bifreiðaplani við leik-
skólann Lyngheima í Grafarvogi í
hádeginu síðastliðinn laugardag.
DV sagði frá því í gær að fjórir
eldri drengir, líklega um 15 ára,
hafi hlaupið að 10 ára dreng og
slegið hann í andlitið. Við höggið
féll drengurinn í götuna. Tveir
drengjanna héldu honum á meðan
einn sló hann í andlit og maga. - skó
Lögreglan leitar að vitnum:
10 ára drengur
varð fyrir árás
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
staðfest niðurstöðu Héraðsdóms
Reykjavíkur um að ekki verði
leitað álits EFTA-dómstólsins um
hvort fern náttúruverndarsamtök,
Hraunavinir þar á meðal, eigi lög-
varinna hagsmuna að gæta vegna
framkvæmda í Gálgahrauni.
Samtökin kröfðust lögbanns við
lagningu nýs Álftanesvegar þar til
skorið hefði verið úr um lögmæti
þeirra fyrir dómstólum. - skó
Kröfu Hraunavina hafnað:
Ekki leitað álits
EFTA-dómstóls
GÁLGAHRAUN Hraunavinir kröfðust
álits Efta-dómstólsins á lögmætum
hagsmunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1
2
3
4