Fréttablaðið - 29.11.2013, Síða 28

Fréttablaðið - 29.11.2013, Síða 28
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Þjóðin á sér rödd. Sú rödd er ekki ómþýð. Eina stundina minnir hún á stamandi unglingspilt í mútum, þá næstu á langþreytta kerlingu með reykingahósta. Stundum minnir hún á hikstandi smástelpu, augnabliki síðar á örvæntingar- fullan tenór. Hljómur hennar er margradda. Þannig verður það að vera, öðruvísi getur þjóðin ekki átt sér rödd. Forsenda þess að röddin fái að hljóma í öllum sínum blæbrigðum, þessum kraft- mikla lífsþorsta, er að hér á landi sé rekið öflugt ríkisútvarp með reynsluríku dagskrárgerðarfólki. Aðeins þannig er hægt að tryggja að röddin sé sönn. Nú á að lækka rostann í þess- ari hljómmiklu rödd. Blóðtakan hjá RÚV er svo yfirgengileg að það er engu líkara en það eigi að gelda allan kórinn, þessa þrætu- gjörnu en þó líflegu þjóð. Það er verið að þvinga röddina þannig að hún verði hjómið eitt. Við þessar aðstæður verður að teljast ólíklegt að RÚV geti sinnt lögbundnu hlut- verki sínu sem skyldi. Það er svo hátt reitt til höggs að afleiðingarn- ar verða tæpast afturkræfar. Það er ekki að ástæðulausu að rúm 50% þjóðarinnar treysta RÚV (samanborið við 16% traust á Alþingi eða 14% traust á öðrum fjölmiðlum samkvæmt könnun MMR í október). Lands- menn treysta RÚV af því að þar vinna starfsmenn af heilindum og ástríðu. Það sækir enginn um að vinna við dagskrárgerð eða á fréttastofu til að verða ríkur eða til að þjóna hagsmunum fárra. Nú eru slegnar sprungur í Spegil- inn á Rás 1 og Kastljós sjónvarps þarf að lýsa landsmönnum veginn með sífellt færri perum. Kona ein veitti lesendum Smartlands Mörtu Maríu eitt sinn það fegrunarráð að slökkva ljósið. Það er engu líkara en ríkisstjórn Íslands hafi tekið þetta til sín. Það lítur út fyrir að Tónlistar- deild Rásar 1 verði vart starfandi eftir þessa uppsagnahrinu, okkur telst til að nú starfi 2,4 starfsmenn á deildinni. Svo virðist einnig sem barnaefni í útvarpi hafi verið sleg- ið af þar sem báðir dagskrárgerð- armenn Leynifélagsins eru í hópi þeirra sem var sagt upp – og þann- ig mætti lengi upp telja. Dagskrárgerðarfólk RÚV á stór- an þátt í sköpun menningar dags- ins í dag, en auk þess varðveitir RÚV menningararf síðustu 70 ára og heldur honum lifandi. Útvarps- perla er réttnefni fyrir þá dag- skrárliði. Vegna RÚV hafa lands- menn í senn getað litið um öxl og horft fram á veginn; en nú á að sjá til þess að okkar tími verði eyða í safni útvarpsins. Þetta er svartur dagur. Er hann virkilega kominn? Við neitum að trúa að þetta sé óhjákvæmileg forgangsröðun á fjárlögum. Við neitum líka að trúa að stjórn Ríkisútvarpsins hafi ekki getað forgangsraðað hlutun- um á annan hátt en raun ber vitni. Hvað er mikilvægara en að fjár- festa í dagskrárgerðarfólki með ómetanlega reynslu? Er einhver skynsamleg skýring á þessu? Nei, segjum við. Nei. Kannski er mun- urinn á þjóðmenningu og menn- ingu sá að í þjóðmenningunni felst það eitt að vera með íslenskt vega- bréf á meðan menningin er það sem fólk gerir vel. Það er verið að segja okkur að við höfum ekki efni á því lengur. Röddin okkar MENNING Víkingur Heiðar Ólafsson Auður Jónsdóttir Jón Kalman Stefánsson Kristín Ómarsdóttir Andri Snær Magnason Guðrún Eva Mínervudóttir Ingi Björn Guðnason Eiríkur Örn Norðdahl Vigdís Grímsdóttir Lísa Kristjánsdóttir Þórunn Erlu Valdimarsdóttir Sigurbjörg Þrastardóttir Rannveig (Gagga) Jónsdóttir Birna Anna Björnsdóttir Eiríkur Guðmundsson Þórarinn Leifsson Ragna Sigurðardóttir Kristín Eiríksdóttir ➜ Við neitum að trúa að þetta sé óhjákvæmileg for- gangsröðun á fjárlögum. Við neitum líka að trúa að stjórn ríkisútvarpsins hafi ekki getað forgangsraðað hlut- unum á annan hátt en raun ber vitni. Lifandi fl ak Vinum mínum finnst ég alltof sjaldan verða orðlaus. Þeim varð að ósk sinni í dag. Og ég er varla búinn að melta fréttirnar af Ríkisútvarpinu ennþá. Sko. Það er hægt að skilja nauðsyn sparnaðar og aðhalds. Sjálfur var ég árum saman með þátt á Rás eitt– þann vinsælasta á dagskránni, var okkur sagt– sem var sleginn af í sparnaðarskyni eftir Hrun. Ekkert okkar kvartaði yfir því, svo ég muni. Stundum þarf bara að spara. En að segja upp rúmlega fimmt- ungi starfsmanna Ríkisútvarpsins á einu bretti er meira en aðhald og sparnaður. Það er atlaga að sjálfum kjarna og eðli stofnunar- innar. http://blog.pressan.is Karl Th. Birgisson Nokkrir kost unar aðilar Kostunaraðilar sjónhverfingar- innar miklu eru nokkrir. Fyrst ber að telja þá tekjuháu, sem eiga sjálfseignarsparnað. Þeir fá að nota hann upp í skuldir. Svo er það gamla fólkið í lífeyrissjóð- unum, sem þarf að borga tjón sjóðanna. Loks er það ríkið. Þarf að standa undir tjóni Íbúðalána- sjóðs, sem rambar á barmi gjald- þrots og getur ekkert endurgreitt. Ríkið þarf líka að sjá á eftir sköttum, einkum hinna tekjuháu, sem mestan fá afslátt. Samtals nemur tjón ríkisins minnst sextíu milljörðum, sem dreifast á nokkur ár. Því má búast við framhaldi á eyðingu gróinna innviða sam- félagsins, svo sem Landspítalans. http://www.jonas.is/ Jónas Kristjánsson AF NETINU OPIÐ MÁN-FÖS 9-18 | LAU 10-15 | ÁRMÚLI 40 | S: 517 4600 | WWW.MARKID.IS Birt með fyrirvara um myndbrengl og prentvillurÞjónustu samningur til 15. Júní fylgir öllum nýjum hjólum! Ekki gleyma að leika þér Mikið úrval Innifalið í þjónustusamningi: Almenn yfirferð á hjólinu, stilling á gírum og bremsum í 6-12 mánuði 10% afsláttur af vinnu á verkstæði og hjólavörum Hámark 2 virkir dagar biðtími á verkstæði 20% afsláttur af hjálmi NORCO PLATEAU Verð áður 79.900kr. Verð nú63.920kr. Dömu borgarhjól Dempari í gaffli og sæti NORCO CITY GLIDE Verð áður 109.900kr. Verð nú76.930kr. Klassískt dömu borgarhjól NORCO STORM 6.1 Verð áður 89.900kr. Verð nú 71.920kr. NORCO STORM 6.2Verð áður 69.900kr. Verð nú55.920kr. Verð áður 139.900kr. 97.930kr.NORCO CITY GLIDE 8NORCO STORM 9.1Verð áður 94.900kr. Verð nú75.920kr. 29” hjól Rýmingarsala 50% af öllum þrek- og æfingatækjum á þrektækjum! Gefðu sportpakka í ár! FRÁBÆR tími til að gera góð hjólakaup! Allt fyrir vetrarhjólreiðarnar HJÓLAPAKKINN FÆST Í MARKINU! TIL JÓLA Mikið úrval af hjólavörum Topp þjónusta 30 ára reynsla 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.